Álftapar með fjóra unga við Hótel Rangá vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júní 2025 20:03 Friðrik Pálsson, stoltur hótelstjóri og eigandi Hótels Rangá bendir hér á hvar hólminn er við hótelið þar sem fuglarnir eru með ungana sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Álftaparið Hallgerður og Gunnar, sem hefur komið sér fyrir í hólma við Hótel Rangá vekja þar mikla athygli gesta en parið er komið með fjóra unga, sem klökustu út í nótt. Öllum heilsast vel. Friðrik Pálsson, hótelstjóri var með afastrákana sína í heimsókn í dag á hótelinu og notaði þá tækifæri til að sýna þeim fuglana en hólminn þeirra er rétt við hótelið og virðist parið ekkert láta trufla sig. „Þetta ævintýri með þetta svanapar er búið að standa í margar vikur og þeir voru lengi að koma sér fyrir í þessum hólma og síðan höfum við fylgst með þeim frá degi til dags. Í gærkvöldi var allt í ró og næði en svo í morgun þegar við fórum að stjá voru komnir fjórir ungar,“ segir Friðrik kampakátur. Tveir af ungunum fjórum í hólmanum við hótelið í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Friðrik segir að það fari mjög vel um ungana, þeim líði greinilega vel hjá foreldrum sínum í hólmanum. „Ég man aldrei eftir því, ég er nú bóndasonur og var innan um fugla allt mitt líf að við höfum fengið hreiður, Svanahreiður svona nærri mannabústöðum, ég bara veit ekki til þess,“ segir Friðrik. En hvað segja gestir hótelsins? „Þeir eiga ekki orð, þeim finnst þetta yndislega skemmtilegt, sem það er að fylgjast svona með lífinu í beinni útsendingu er bara einstakt,“ segir Friðrik. Gestir hótelsins eru yfir sig hrifnir af álftaparinu í hólmanum með unganga sína fjóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um beina útsendingu, álftaparið og ungarnir þeirra eru nú í beinni útsendingu á YouTube þar sem hægt er að fylgjast með þeim allan sólarhringinn í hólmanum „Þetta eru svo glæsilegir dýr þessir svanir. Þetta eru fallegustu fuglar, sem þú sérð og svo eru þeir svo stórir, þetta eru meiriháttar skepnur,“ segir Friðrik að lokum. Hér er hægt að fylgjast með parinu og ungunum þeirra í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Barnabörn Friðriks, bræðurnir Þorvaldur Kort, fjögurra ára (t.v.) og Friðrik Jochum, sex ára, Lárussynir eru duglegir að fara með afa sínum og skoða álftaparið og ungana þeirra þegar þeir koma í heimsókn á hótelið en þeir búa í Garðabæ með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Fuglar Ferðaþjónusta Dýr Hótel á Íslandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Friðrik Pálsson, hótelstjóri var með afastrákana sína í heimsókn í dag á hótelinu og notaði þá tækifæri til að sýna þeim fuglana en hólminn þeirra er rétt við hótelið og virðist parið ekkert láta trufla sig. „Þetta ævintýri með þetta svanapar er búið að standa í margar vikur og þeir voru lengi að koma sér fyrir í þessum hólma og síðan höfum við fylgst með þeim frá degi til dags. Í gærkvöldi var allt í ró og næði en svo í morgun þegar við fórum að stjá voru komnir fjórir ungar,“ segir Friðrik kampakátur. Tveir af ungunum fjórum í hólmanum við hótelið í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Friðrik segir að það fari mjög vel um ungana, þeim líði greinilega vel hjá foreldrum sínum í hólmanum. „Ég man aldrei eftir því, ég er nú bóndasonur og var innan um fugla allt mitt líf að við höfum fengið hreiður, Svanahreiður svona nærri mannabústöðum, ég bara veit ekki til þess,“ segir Friðrik. En hvað segja gestir hótelsins? „Þeir eiga ekki orð, þeim finnst þetta yndislega skemmtilegt, sem það er að fylgjast svona með lífinu í beinni útsendingu er bara einstakt,“ segir Friðrik. Gestir hótelsins eru yfir sig hrifnir af álftaparinu í hólmanum með unganga sína fjóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um beina útsendingu, álftaparið og ungarnir þeirra eru nú í beinni útsendingu á YouTube þar sem hægt er að fylgjast með þeim allan sólarhringinn í hólmanum „Þetta eru svo glæsilegir dýr þessir svanir. Þetta eru fallegustu fuglar, sem þú sérð og svo eru þeir svo stórir, þetta eru meiriháttar skepnur,“ segir Friðrik að lokum. Hér er hægt að fylgjast með parinu og ungunum þeirra í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Barnabörn Friðriks, bræðurnir Þorvaldur Kort, fjögurra ára (t.v.) og Friðrik Jochum, sex ára, Lárussynir eru duglegir að fara með afa sínum og skoða álftaparið og ungana þeirra þegar þeir koma í heimsókn á hótelið en þeir búa í Garðabæ með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Fuglar Ferðaþjónusta Dýr Hótel á Íslandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent