Sjálfboðaliðar að bugast: Mikil örvænting meðal gæludýraeigenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 21:32 Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segir mikilvægt að núverandi lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum verði breytt. Vísir/Lýður Valberg Sjálfboðaliðar dýraverndunarsamtaka eru að niðurlotum komnir vegna gríðarlegs fjölda gæludýra sem eru heimilislaus og á vergangi. Einn þeirra segir nýtt gæludýrafrumvarp myndu skipta sköpum og segir alltof marga gæludýraeigendur þurfa að gefa frá sér dýr sín vegna núverandi laga. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Kattholt væri þessa dagana yfifrfullt af heimilislausum kisum en rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, dýraverndunarsamtökum sem aðstoða gæludýraeigendur við að finna týnd gæludýr sín, segir þessa dagana mæða gríðarlega mikið á sjálfboðaliðum. „Það er búið að vera mikið álag hjá öllum dýraverndunarsamtökum á Íslandi, eins og hefur komið fram í fréttum er Kattholt yfirfullt í athvarfi Villikatta eru yfir 220 kettir sem vantar heimili á Íslandi. Þetta er alveg gríðarlegur fjöldi og fyrirspurnrnar eru bara að hrannast inn.“ Hún telur að strangar reglur um gæludýrahald í fjölbýlishúsum bera þar mikla ábyrgð en líkt og fram hefur komið er frumvarp félags- og húsnæðisráðherra um að slakað verði á þeim reglum nú komið úr nefnd og brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Lýsti ofnæmislæknir í kvöldfréttum í gær yfir áhyggjum af frumvarpinu en Sandra segir um brýnt hagsmunamál að ræða. „Í raun þá er verið að breyta núverandi lagafrumvarpi þannig að dýrahald sé sjálfsagður réttur en hinsvegar að húsfélög hafi ákveðið vald til þess að banna dýrahald ef það veldur einhverjum ama, til dæmis ofnæmi.“ Núverandi lög valdi gæludýrum og eigendum þeirra miklum harmi og breytingar myndu létta álagi á dýraverndunarsamtökum. „Það er mikil örvænting í gangi. Fólk er að velja á milli heimilis og þess að halda dýri. Eins og ég segi, það er mjög mikið af íbúðum sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu en líka úti á landi sem leyfa ekki gæludýr, þannig fólk er að velja á milli heimilis og fjölskyldumeðlims. Þau auka vellíðan, þau auka hamingju, þau eru partur af samfélaginu, við eigum ekki að minnka viðveru þeirra út frá úreltri löggjöf.“ Gæludýr Dýr Málefni fjölbýlishúsa Kettir Tengdar fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00 Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50 „Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Kattholt væri þessa dagana yfifrfullt af heimilislausum kisum en rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, dýraverndunarsamtökum sem aðstoða gæludýraeigendur við að finna týnd gæludýr sín, segir þessa dagana mæða gríðarlega mikið á sjálfboðaliðum. „Það er búið að vera mikið álag hjá öllum dýraverndunarsamtökum á Íslandi, eins og hefur komið fram í fréttum er Kattholt yfirfullt í athvarfi Villikatta eru yfir 220 kettir sem vantar heimili á Íslandi. Þetta er alveg gríðarlegur fjöldi og fyrirspurnrnar eru bara að hrannast inn.“ Hún telur að strangar reglur um gæludýrahald í fjölbýlishúsum bera þar mikla ábyrgð en líkt og fram hefur komið er frumvarp félags- og húsnæðisráðherra um að slakað verði á þeim reglum nú komið úr nefnd og brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Lýsti ofnæmislæknir í kvöldfréttum í gær yfir áhyggjum af frumvarpinu en Sandra segir um brýnt hagsmunamál að ræða. „Í raun þá er verið að breyta núverandi lagafrumvarpi þannig að dýrahald sé sjálfsagður réttur en hinsvegar að húsfélög hafi ákveðið vald til þess að banna dýrahald ef það veldur einhverjum ama, til dæmis ofnæmi.“ Núverandi lög valdi gæludýrum og eigendum þeirra miklum harmi og breytingar myndu létta álagi á dýraverndunarsamtökum. „Það er mikil örvænting í gangi. Fólk er að velja á milli heimilis og þess að halda dýri. Eins og ég segi, það er mjög mikið af íbúðum sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu en líka úti á landi sem leyfa ekki gæludýr, þannig fólk er að velja á milli heimilis og fjölskyldumeðlims. Þau auka vellíðan, þau auka hamingju, þau eru partur af samfélaginu, við eigum ekki að minnka viðveru þeirra út frá úreltri löggjöf.“
Gæludýr Dýr Málefni fjölbýlishúsa Kettir Tengdar fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00 Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50 „Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00
Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50
„Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26