Metfjöldi með doktorspróf úr HR Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 14:55 Útskriftarnemendur tæknisviðs ásamt rektor, sviðsforsetum og deildarforsetum. HR Tæplega sjö hundruð nemendur útskrifuðust úr Háskólanum í Reykjavík á laugardag. Útskriftin fór fram í Eldborg í Hörpu og metfjöldi lauk doktorsprófi. Af 697 útskriftarnemum Háskólans í Reykjavík voru 312 konur og 385 karlar. Flestir voru að ljúka í verkfræðideild skólans eða 143 nemendur, þar af 95 sem luku grunnnámi og 43 úr meistaranámi. Alls nítján manns luku doktorsprófi, þar á meðal var fyrsti nemandinn til að ljúka doktorsprófi úr íþróttafræði, Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir. Hinir nemendurnir luku doktorsprófi frá tölvunarfræðideild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild. Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir er fyrst til að ljúka doktorsprófi frá íþróttafræðideild HR. Hún tekur hér við skírteini sínu frá dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur deildarforseta.HR „Réttindi sem einn nýtur minnka ekki þó annar njóti þess sama, þekking minnkar ekki þó fleiri hafi hana, velferð er þeim mun sterkari þegar hún nær til stærri hluta samfélagsins og öll vitum við að vinátta og gleði eru smitandi en ekki auðlind sem klárast. Og í jafn litlu þjóðfélagi og okkar, er reyndin sú – líka í atvinnulífi og pólitík – að aldan lyftir öllum! Svo sannarlega er enginn annars bróðir í leik – en samfélagið okkar verður því sterkara sem fleirum gengur vel í því sem þeir leggja áherslu á,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, í ræðu sinni. „Auðvitað keppa háskólarnir hér á landi sín á milli, en í stóra samhenginu gera allir sér grein fyrir því að það er lykilatriði fyrir Ísland að háskólastarf hér – menntun fólks eins og ykkar, sköpun nýrrar þekkingar, nýsköpunarstarfsemi og miðlun þekkingar út í opinbera umræðu – gangi sem allra best alls staðar.“ Útskriftarnemendur með skírteini sín.HR Útskriftarnemarnir Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir og Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson héldu ræður fyrir hönd nemenda. Háskólakórinn tók einnig lagið auk þess sem Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festis og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands sagði nokkur orð. Viðskiptaráð er einn af eigendum og stofnendum skólans. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi. Háskólar Dúxar Skóla- og menntamál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
Af 697 útskriftarnemum Háskólans í Reykjavík voru 312 konur og 385 karlar. Flestir voru að ljúka í verkfræðideild skólans eða 143 nemendur, þar af 95 sem luku grunnnámi og 43 úr meistaranámi. Alls nítján manns luku doktorsprófi, þar á meðal var fyrsti nemandinn til að ljúka doktorsprófi úr íþróttafræði, Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir. Hinir nemendurnir luku doktorsprófi frá tölvunarfræðideild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild. Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir er fyrst til að ljúka doktorsprófi frá íþróttafræðideild HR. Hún tekur hér við skírteini sínu frá dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur deildarforseta.HR „Réttindi sem einn nýtur minnka ekki þó annar njóti þess sama, þekking minnkar ekki þó fleiri hafi hana, velferð er þeim mun sterkari þegar hún nær til stærri hluta samfélagsins og öll vitum við að vinátta og gleði eru smitandi en ekki auðlind sem klárast. Og í jafn litlu þjóðfélagi og okkar, er reyndin sú – líka í atvinnulífi og pólitík – að aldan lyftir öllum! Svo sannarlega er enginn annars bróðir í leik – en samfélagið okkar verður því sterkara sem fleirum gengur vel í því sem þeir leggja áherslu á,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, í ræðu sinni. „Auðvitað keppa háskólarnir hér á landi sín á milli, en í stóra samhenginu gera allir sér grein fyrir því að það er lykilatriði fyrir Ísland að háskólastarf hér – menntun fólks eins og ykkar, sköpun nýrrar þekkingar, nýsköpunarstarfsemi og miðlun þekkingar út í opinbera umræðu – gangi sem allra best alls staðar.“ Útskriftarnemendur með skírteini sín.HR Útskriftarnemarnir Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir og Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson héldu ræður fyrir hönd nemenda. Háskólakórinn tók einnig lagið auk þess sem Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festis og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands sagði nokkur orð. Viðskiptaráð er einn af eigendum og stofnendum skólans. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi.
Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi.
Háskólar Dúxar Skóla- og menntamál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira