Staðreyndir um einfaldara regluverk Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2025 12:01 Í störfum mínum sem umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra var einföldun á regluverki og betrumbætur á rekstrarumhverfi minni rekstraraðila eitt mitt helsta markmið. Samþykkti ég því til stuðnings tvær lykilreglugerðir sem gjörbyltu málsmeðferð fyrir fjölda atvinnugreina og tryggði þeim þannig hraðari og einfaldari þjónustu. Árið 2017, fyrir mína tíð sem ráðherra, var færð í lög nokkuð íþyngjandi krafa sem gerði það að verkum að fyrirtæki þurftu að bíða í 4-8 vikur eftir starfsleyfi. Árið 2022 setti ég á svokallaða skráningareglugerð sem stytti biðtímann niður í örfáa daga en sú reglugerð tók til 47 atvinnugreina, eins og t.d. bílaþvottastöðva, hársnyrtistofa, meindýravarna, steypuverksmiðja og fleiri. Þetta tryggði þeim samræmda málsmeðferð og starfsskilyrði um allt land. Tveimur árum síðar setti ég aðra reglugerð um framkvæmd hollustuhátta sem opnaði dyrnar inn um sama ferli fyrir enn fleiri atvinnugreinar með það að markmiði að koma á fót einum viðkomustað fyrir leyfi og skráningar. Þessu hafði atvinnulífið beðið lengi eftir. Eftirmaður minn í ráðherraembættinu, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur haldið áfram þessari góðu vinnu og fært fleiri atvinnugreinar undir þessa reglugerð, atvinnugreinar sem biðu á færibandi ráðuneytisins. Þar má til dæmis nefna veitingahús og bakarí. Það ber að hrósa núverandi ráðherra fyrir að keyra þetta mikilvæga verkefni áfram. Til viðbótar við þessar reglugerðarbreytingar, sem léttu á lamandi ferli, var í minni ráðherratíð gerð úttekt á eftirlitskerfinu sjálfu. Þar kom í ljós – og ekki í fyrsta sinn – að kerfið er þunglamalegt og óskilvirkt og hamlar verulega samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ég hvet því ráðherra og ríkisstjórnina eindregið til að vinna áfram á grundvelli þeirra tillagna sem þar komu fram. Í ljósi framangreinds hefur mér þótt umfjöllun um þessi mál ósanngjörn og að mörgu leyti röng. Ég barðist fyrir einfaldara kerfi og kom í gegn breytingum sem ég er stoltur af og núverandi ráðherra hefur gert vel í að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra var einföldun á regluverki og betrumbætur á rekstrarumhverfi minni rekstraraðila eitt mitt helsta markmið. Samþykkti ég því til stuðnings tvær lykilreglugerðir sem gjörbyltu málsmeðferð fyrir fjölda atvinnugreina og tryggði þeim þannig hraðari og einfaldari þjónustu. Árið 2017, fyrir mína tíð sem ráðherra, var færð í lög nokkuð íþyngjandi krafa sem gerði það að verkum að fyrirtæki þurftu að bíða í 4-8 vikur eftir starfsleyfi. Árið 2022 setti ég á svokallaða skráningareglugerð sem stytti biðtímann niður í örfáa daga en sú reglugerð tók til 47 atvinnugreina, eins og t.d. bílaþvottastöðva, hársnyrtistofa, meindýravarna, steypuverksmiðja og fleiri. Þetta tryggði þeim samræmda málsmeðferð og starfsskilyrði um allt land. Tveimur árum síðar setti ég aðra reglugerð um framkvæmd hollustuhátta sem opnaði dyrnar inn um sama ferli fyrir enn fleiri atvinnugreinar með það að markmiði að koma á fót einum viðkomustað fyrir leyfi og skráningar. Þessu hafði atvinnulífið beðið lengi eftir. Eftirmaður minn í ráðherraembættinu, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur haldið áfram þessari góðu vinnu og fært fleiri atvinnugreinar undir þessa reglugerð, atvinnugreinar sem biðu á færibandi ráðuneytisins. Þar má til dæmis nefna veitingahús og bakarí. Það ber að hrósa núverandi ráðherra fyrir að keyra þetta mikilvæga verkefni áfram. Til viðbótar við þessar reglugerðarbreytingar, sem léttu á lamandi ferli, var í minni ráðherratíð gerð úttekt á eftirlitskerfinu sjálfu. Þar kom í ljós – og ekki í fyrsta sinn – að kerfið er þunglamalegt og óskilvirkt og hamlar verulega samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ég hvet því ráðherra og ríkisstjórnina eindregið til að vinna áfram á grundvelli þeirra tillagna sem þar komu fram. Í ljósi framangreinds hefur mér þótt umfjöllun um þessi mál ósanngjörn og að mörgu leyti röng. Ég barðist fyrir einfaldara kerfi og kom í gegn breytingum sem ég er stoltur af og núverandi ráðherra hefur gert vel í að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun