Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á heimili þar sem tilkynnt var um aðila með hníf. Er kemur fram í dagbók lögreglu var viðkomandi handtekinn á staðnum, þá óvopnaður, en með hnífinn í fórum sínum.
Í miðborg Reykjavíkur var einni handtekinn þar sem hann var á leið inn á skemmtistað. Dyrverði staðarins grunaði að maðurinn hefði fíkniefni með sér og kallaði til lögreglu. Grunur reyndist réttur en eftir stutt spjall við lögreglu kom í ljós að maðurinn var vissulega með fíkniefni.
Lögregluþjónar í umdæmi eitt, sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnes, höfðu afskipti af aðila sem stundaði leigubílaakstur án leyfis.
Nokkrir einstaklingar voru stöðvaðir víða um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum og var þeim öllum sleppt að lokinni sýnatöku. Þá voru nokkrir ökumenn sem brutu ýmis umferðalagabrot, svo sem vegna hraðaksturs.