Portúgal - Holland
Fyrri hálfleikurinn í leik Portúgals og Hollands var viðburðaríkur, þrátt fyrir markaleysi. Ruben Van Bommel, sonur Mark Van Bommel fékk sitt annað gula spjald strax á 21. mínútu og Hollendingar því manni færri í langan tíma.
Portúgal fékk svo vítaspyrnu á 31. mínútu. Yngsti leikmaður mótsins Geovany Quenda sem er jafnframt búinn að skrifa undir hjá Chelsea, steig á punktinn. Hann klúðraði vítinu og því enn markalaust.
10 menn Hollands náðu að standa af sér sóknir Portúgal, og skoruðu svo eina mark leiksins á 84. mínútu. Það var Ernest Poku sóknarmaður AZ Alkmar sem skoraði markið eftir undirbúning frá Ian Maatsen, leikmanni Aston Villa.
Holland því farið í undanúrslitin þrátt fyrir að vera manni færri frá 21. mínútu.
Spánn - England
Í leik Spánar gegn Englandi var mest að frétta í fyrri hálfleik. England komst í 2-0 eftir aðeins 15 mínútna leik.
Fyrst var það James McAtee leikmaður Manchester City sem skoraði á 10. mínútu. Svo var það Jarrell Quansah sem tengdi við félaga sinn frá Liverpool Harvey Elliot til að skora annað markið.
Spánverjar minnkuðu muninn á 39. mínútu þegar þeir fengu vítaspyrnu. Javi Guerra steig á punktinn og skoraði úr því.
England fékk víti á lokamínútu uppbótatíma síðari hálfleiks en Elliot Anderson leikmaður Nottingham Forest skoraði úr því. England vann því 3-1.
Sigurvegararnir í dag, Holland og England mætast í undanúrslitum keppninnar næstkomandi miðvikudag.