Leiðtogi í hvítrússnesku andspyrnuhreyfingunni frjáls Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júní 2025 19:05 Endurfundirnir voru langþráðir og hjartnæmir hjá andspyrnuleiðtogunum tveimur. Svjatlana Tsíkhanóskaja Einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi og einn helsti andstæðingur einræðisstjórnar Alexanders Lúkasjenka hefur verið látinn laus eftir fimm ára fangelsisvist. Hann var í hópi fjórtán pólitískra fanga sem náðaðir voru af Lúkasjenka í dag. Svjatlana Tsíkhanóskaja greinir frá fréttunum á samfélagsmiðlum en hún tók við af eiginmanni sínum sem leiðtogi hvítrússnesku stjórnarinnar en hún hefur verið í útlegð frá heimalandi sínu síðan eiginmaður hennar var tekinn fastur árið 2020. Það var þá sem Alexander Lúkasjenka tryggði sér sitt sjötta kjörtímabil í embætti forseta en Sjarhej var helsti mótframbjóðandi hans og andstæðingur. Stærsta mótmælaalda í sögu Hvíta-Rússlands Niðurstöður kosninganna voru samkvæmt uppgefnum gögnum yfirburðasigur Lúkasjenka. Hann hlaut samkvæmt opinberum tölum ríflega átta tíu prósent atkvæða. Í kjölfar kosninganna braust út stærsta mótmælaalda í sögu Hvíta-Rússlands og fylkti á þriðja hundrað þúsund á götur út. Stjórn Lúkasjenka brást við mótmælunum með því að handtaka helstu pólitísku andstæðinga sína og hrekja Svjatlönu í útlegð, hún hlaut dóm en tókst að komast undan. My husband Siarhei is free! It’s hard to describe the joy in my heart.Thank you, 🇺🇸 @POTUS, @SPE_Kellogg, @JohnPCoale, DAS Christopher W. Smith, @StateDept & our 🇪🇺 allies, for all your efforts.We’re not done. 1150 political prisoners remain behind bars. All must be released. pic.twitter.com/MhngqBHFq3— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) June 21, 2025 Svjatlana birti myndband af hjartnæmum endurfundunum. „Sjarhej eiginmaður minn er frjáls! Það er erfitt að lýsa gleðinni í hjarta mér,“ segir hún. Ákvörðun hvítrússneskra stjórnvalda þykir koma á óvart. Þó er talið að Keith Kellogg, sérstakur erindreki Bandaríkjanna til stríðandi fylkinga í Úkraínu, hafi haft þar einhvern hlut í. Hann fór á fund Lúkasjenka í Mínsk í dag. Samkvæmt umfjöllun Guardian er talið að ákvörðun Lúkasjenka um að láta fjórtán pólitíska fanga lausa sé liður í að draga úr einangrun alræðisríkisins á alþjóðavettvangi. Flúði til Litháen Sjarhej Tsíkhanóski var vinsæll bloggari í Hvíta-Rússlandi á árunum fyrir handtöku hans. Hann virkjaði stóran hlut hvítrússnesku þjóðarinnar til að mótmæla stjórn Lúkasjenka og bauð sig svo fram gegn honum til forseta árið 2020. Hann var þá hann handtekinn og dæmdur til átján ára fangelsisvistar fyrir að „kynda undir hatur og ófrið.“ Eiginkona hans Svjatlana bauð sig fram í hans stað og varð helsta andlit mótspyrnuhreyfingarinnar en þurfti að flýja handtökuskipun Lúkasjenka til Litháens þaðan sem hún hefur leitt hreyfinguna á síðustu árum. Hún kom meðal annars til Íslands á Norðurlandaráðsþing á síðasta ári og þá ræddi fréttastofa við hana um andspyrnuna, eiginmannsmissinn og óttann. Í færslu sinni þakkar hún Bandaríkjaforseta og erindrekanum sérstaka fyrir aðstoð þeirra. Þó segir hún baráttunni ekki lokið. Enn séu á tólfta hundrað pólitískir fangar í Hvíta-Rússlandi. Belarús Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Svjatlana Tsíkhanóskaja greinir frá fréttunum á samfélagsmiðlum en hún tók við af eiginmanni sínum sem leiðtogi hvítrússnesku stjórnarinnar en hún hefur verið í útlegð frá heimalandi sínu síðan eiginmaður hennar var tekinn fastur árið 2020. Það var þá sem Alexander Lúkasjenka tryggði sér sitt sjötta kjörtímabil í embætti forseta en Sjarhej var helsti mótframbjóðandi hans og andstæðingur. Stærsta mótmælaalda í sögu Hvíta-Rússlands Niðurstöður kosninganna voru samkvæmt uppgefnum gögnum yfirburðasigur Lúkasjenka. Hann hlaut samkvæmt opinberum tölum ríflega átta tíu prósent atkvæða. Í kjölfar kosninganna braust út stærsta mótmælaalda í sögu Hvíta-Rússlands og fylkti á þriðja hundrað þúsund á götur út. Stjórn Lúkasjenka brást við mótmælunum með því að handtaka helstu pólitísku andstæðinga sína og hrekja Svjatlönu í útlegð, hún hlaut dóm en tókst að komast undan. My husband Siarhei is free! It’s hard to describe the joy in my heart.Thank you, 🇺🇸 @POTUS, @SPE_Kellogg, @JohnPCoale, DAS Christopher W. Smith, @StateDept & our 🇪🇺 allies, for all your efforts.We’re not done. 1150 political prisoners remain behind bars. All must be released. pic.twitter.com/MhngqBHFq3— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) June 21, 2025 Svjatlana birti myndband af hjartnæmum endurfundunum. „Sjarhej eiginmaður minn er frjáls! Það er erfitt að lýsa gleðinni í hjarta mér,“ segir hún. Ákvörðun hvítrússneskra stjórnvalda þykir koma á óvart. Þó er talið að Keith Kellogg, sérstakur erindreki Bandaríkjanna til stríðandi fylkinga í Úkraínu, hafi haft þar einhvern hlut í. Hann fór á fund Lúkasjenka í Mínsk í dag. Samkvæmt umfjöllun Guardian er talið að ákvörðun Lúkasjenka um að láta fjórtán pólitíska fanga lausa sé liður í að draga úr einangrun alræðisríkisins á alþjóðavettvangi. Flúði til Litháen Sjarhej Tsíkhanóski var vinsæll bloggari í Hvíta-Rússlandi á árunum fyrir handtöku hans. Hann virkjaði stóran hlut hvítrússnesku þjóðarinnar til að mótmæla stjórn Lúkasjenka og bauð sig svo fram gegn honum til forseta árið 2020. Hann var þá hann handtekinn og dæmdur til átján ára fangelsisvistar fyrir að „kynda undir hatur og ófrið.“ Eiginkona hans Svjatlana bauð sig fram í hans stað og varð helsta andlit mótspyrnuhreyfingarinnar en þurfti að flýja handtökuskipun Lúkasjenka til Litháens þaðan sem hún hefur leitt hreyfinguna á síðustu árum. Hún kom meðal annars til Íslands á Norðurlandaráðsþing á síðasta ári og þá ræddi fréttastofa við hana um andspyrnuna, eiginmannsmissinn og óttann. Í færslu sinni þakkar hún Bandaríkjaforseta og erindrekanum sérstaka fyrir aðstoð þeirra. Þó segir hún baráttunni ekki lokið. Enn séu á tólfta hundrað pólitískir fangar í Hvíta-Rússlandi.
Belarús Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“