Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 23:48 Gideon Saar er utanríkisráðherra Ísraels. Getty/Amir Levy Utanríkisráðherra Ísraels segir að árásir Ísraelsmanna á kjarnorku- og hernaðarinnviði í Íran hafi tafið framleiðslu klerkastjórnarinnar í Íran á kjarnorkuvopnum í að minnsta kosti tvö ár. Gideon Saar utanríkisráðherra ræddi við blaðamann Bild um átökin við Írani í dag. Hann segir það yfirlýst markmið sitt að gera út á við kjarnorkuinnviði Írana en að enn sem komið er sé ekki stefnt að því að ráða niðurlögum æðstaklerksins eða steypa klerkastjórninni af stóli. Loftárásir miklum árangri náð Hann segir það yfirlýst markmið stríðsins við Írani að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Um möguleg tilræði við æðstaklerkinn Ali Khamenei vill hann minna segja. Hann segir þó mikinn árangur hafa náðst í að hefta kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. „Við tölum ekki fyrirfram um að sem við ætlum að gera,“ segir Gideon. Stjórnarskipti í Íran séu þó enn sem komið er ekki á borði ísraelska öryggisráðsins. Saar segist jafnframt ekki trúa á að hægt sé að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. „Ég trúi ekki á diplómatík við Íran. Allar slíkar tilraunir hafa mistekist hingað til,“ segir hann. Íranir noti viðræðurnar til að kaupa tíma Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundaði í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn á stríði Ísraels og Írans. Ísrael Katz varnarmálaráðherra Ísraels hefur látið hafa það eftir sér að Ísraelsmenn hyggist steypa klerkastjórninni af stóli en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tók ekki svo djúpt í árinni. Eins og greint var frá í dag hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti bíða í tvær vikur þar til hann ákveður hvort Bandaríkjaher geri árásir á Íran eða ekki. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Loftárásir hafa gengið á víxl landanna á milli og hefndarárásir á hefndarárásir ofan. Vika er nú liðin frá því að Ísraelsher hóf að gera loftárásir og síðan þá er talið að mörghundruð manns hafi farist í Íran og Ísrael. Ljóst er að ástandið er eldfimt og átökin gætu stigmagnast á hverri stundu þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins til að leiða löndin til sátta. Þær tilraunir gefur Gideon Saar lítið fyrir. „[Íranir] nota slíkar viðræður til að gabba, kaupa sér tíma og ná frekari árangri [í kjarnorkuvopnaframleiðslu]. Ég trúi því ekki að þeir komi til með að breyta hegðun sinni,“ segir hann við Bild. Ísrael Íran Tengdar fréttir Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44 Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51 Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Gideon Saar utanríkisráðherra ræddi við blaðamann Bild um átökin við Írani í dag. Hann segir það yfirlýst markmið sitt að gera út á við kjarnorkuinnviði Írana en að enn sem komið er sé ekki stefnt að því að ráða niðurlögum æðstaklerksins eða steypa klerkastjórninni af stóli. Loftárásir miklum árangri náð Hann segir það yfirlýst markmið stríðsins við Írani að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Um möguleg tilræði við æðstaklerkinn Ali Khamenei vill hann minna segja. Hann segir þó mikinn árangur hafa náðst í að hefta kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. „Við tölum ekki fyrirfram um að sem við ætlum að gera,“ segir Gideon. Stjórnarskipti í Íran séu þó enn sem komið er ekki á borði ísraelska öryggisráðsins. Saar segist jafnframt ekki trúa á að hægt sé að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. „Ég trúi ekki á diplómatík við Íran. Allar slíkar tilraunir hafa mistekist hingað til,“ segir hann. Íranir noti viðræðurnar til að kaupa tíma Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundaði í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn á stríði Ísraels og Írans. Ísrael Katz varnarmálaráðherra Ísraels hefur látið hafa það eftir sér að Ísraelsmenn hyggist steypa klerkastjórninni af stóli en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tók ekki svo djúpt í árinni. Eins og greint var frá í dag hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti bíða í tvær vikur þar til hann ákveður hvort Bandaríkjaher geri árásir á Íran eða ekki. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Loftárásir hafa gengið á víxl landanna á milli og hefndarárásir á hefndarárásir ofan. Vika er nú liðin frá því að Ísraelsher hóf að gera loftárásir og síðan þá er talið að mörghundruð manns hafi farist í Íran og Ísrael. Ljóst er að ástandið er eldfimt og átökin gætu stigmagnast á hverri stundu þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins til að leiða löndin til sátta. Þær tilraunir gefur Gideon Saar lítið fyrir. „[Íranir] nota slíkar viðræður til að gabba, kaupa sér tíma og ná frekari árangri [í kjarnorkuvopnaframleiðslu]. Ég trúi því ekki að þeir komi til með að breyta hegðun sinni,“ segir hann við Bild.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44 Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51 Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44
Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51
Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“