Spenntari fyrir NFL en EM: „Við horfum á einhverja leiki“ Gunnar Gunnarsson skrifar 20. júní 2025 21:41 Genevieve Crenshaw átti frábæran leik fyrir Tindastól í kvöld Guðmundur Þórlaugarson/Vísir Genevieve Crenshaw, markvörður Tindastólsins, var hetja liðsins í 1-4 sigri á FHL í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikmenn FHL skutu og skutu en Genieve varði og varði, þar á meðal vítaspyrnu Calliste Brookshire í stöðinni 1-1. „Um leið og við fengum á okkur vítið hugsaði ég að ég yrði að verja hana. Í bikarkeppninni var ég með fingur í vítaspyrnu sem fór inn. Ég sagði að ef ég verði þá héldi ég okkur í leiknum. Þannig það var frábært að verja spyrnuna, einkum eftir slæmt tap gegn FH. Um leið og hún fór að boltanum hugsaði ég með mér: Hún skýtur hægra megin við mig – því hún var búin að vera með boltann allan leikinn og er skotföst. Hún skýtur með vinstri og ætlar væntanlega að skjóta fast,“ sagði Crenshaw Geneieve átti líka stórglæsilega vörslu í fyrri hálfleik þegar hún blakaði boltanum í stöngina. „Það var líka frábært. Ég varð bara að láta mig vaða (í loftið). Maður veit aldrei nema reyna. Það hefur verið mottó mitt sem markvarðar,“ sagði Crenshaw Samheldnin skiptir máli Geneieve er á sínu fyrsta tímabili með Tindastóli. Hún kemur úr Kaliforníu sem er öllu fjölmennari staður. „Þar er margt fólk og mikill hraði en hér er öðruvísi og tekið vel á móti mér. Margar stelpurnar í liðinu eru aldar upp hjá félaginu og það er gaman að sjá ástríðu þeirra fyrir því, fyrir utan að spila á móti ólíkum leikmönnum og sjá tengslin á milli,“ sagði Crenshaw. Með sigrinum í kvöld færðist Tindastóll upp úr fallsæti. „Þetta eru risastig. Við vissum að við þyrftum að skora mörg mörk til að laga markahlutfall okkar gagnvart Víkingi og Birgitta steig upp með tveimur mörkum. Hún getur þetta. Það skipti líka máli að við héldum samheldninni. Um leið og hún brestur þá töpum við. Í síðasta leik spiluðum við í raun bara fyrri hálfleikinn en í dag allar 90 mínúturnar,“ sagði Crenshaw. Framundan er mánaðarfrí vegna Evrópumóts kvenna. „Ég ætla að fara í ferðalag með foreldrum mínum sem hafa aldrei komið til Evrópu. Ég er samt viss um að við horfum á einhverja leiki. Ég verð að játa að ég hef verið mikill aðdáandi af amerískum fótbolta en stelpurnar sem ég bý með horfa á alla fótboltaleiki sem þær geta en ég ætla að fylgjast eitthvað með,“ sagði Crenshaw. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira
„Um leið og við fengum á okkur vítið hugsaði ég að ég yrði að verja hana. Í bikarkeppninni var ég með fingur í vítaspyrnu sem fór inn. Ég sagði að ef ég verði þá héldi ég okkur í leiknum. Þannig það var frábært að verja spyrnuna, einkum eftir slæmt tap gegn FH. Um leið og hún fór að boltanum hugsaði ég með mér: Hún skýtur hægra megin við mig – því hún var búin að vera með boltann allan leikinn og er skotföst. Hún skýtur með vinstri og ætlar væntanlega að skjóta fast,“ sagði Crenshaw Geneieve átti líka stórglæsilega vörslu í fyrri hálfleik þegar hún blakaði boltanum í stöngina. „Það var líka frábært. Ég varð bara að láta mig vaða (í loftið). Maður veit aldrei nema reyna. Það hefur verið mottó mitt sem markvarðar,“ sagði Crenshaw Samheldnin skiptir máli Geneieve er á sínu fyrsta tímabili með Tindastóli. Hún kemur úr Kaliforníu sem er öllu fjölmennari staður. „Þar er margt fólk og mikill hraði en hér er öðruvísi og tekið vel á móti mér. Margar stelpurnar í liðinu eru aldar upp hjá félaginu og það er gaman að sjá ástríðu þeirra fyrir því, fyrir utan að spila á móti ólíkum leikmönnum og sjá tengslin á milli,“ sagði Crenshaw. Með sigrinum í kvöld færðist Tindastóll upp úr fallsæti. „Þetta eru risastig. Við vissum að við þyrftum að skora mörg mörk til að laga markahlutfall okkar gagnvart Víkingi og Birgitta steig upp með tveimur mörkum. Hún getur þetta. Það skipti líka máli að við héldum samheldninni. Um leið og hún brestur þá töpum við. Í síðasta leik spiluðum við í raun bara fyrri hálfleikinn en í dag allar 90 mínúturnar,“ sagði Crenshaw. Framundan er mánaðarfrí vegna Evrópumóts kvenna. „Ég ætla að fara í ferðalag með foreldrum mínum sem hafa aldrei komið til Evrópu. Ég er samt viss um að við horfum á einhverja leiki. Ég verð að játa að ég hef verið mikill aðdáandi af amerískum fótbolta en stelpurnar sem ég bý með horfa á alla fótboltaleiki sem þær geta en ég ætla að fylgjast eitthvað með,“ sagði Crenshaw.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira