Spenntari fyrir NFL en EM: „Við horfum á einhverja leiki“ Gunnar Gunnarsson skrifar 20. júní 2025 21:41 Genevieve Crenshaw átti frábæran leik fyrir Tindastól í kvöld Guðmundur Þórlaugarson/Vísir Genevieve Crenshaw, markvörður Tindastólsins, var hetja liðsins í 1-4 sigri á FHL í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikmenn FHL skutu og skutu en Genieve varði og varði, þar á meðal vítaspyrnu Calliste Brookshire í stöðinni 1-1. „Um leið og við fengum á okkur vítið hugsaði ég að ég yrði að verja hana. Í bikarkeppninni var ég með fingur í vítaspyrnu sem fór inn. Ég sagði að ef ég verði þá héldi ég okkur í leiknum. Þannig það var frábært að verja spyrnuna, einkum eftir slæmt tap gegn FH. Um leið og hún fór að boltanum hugsaði ég með mér: Hún skýtur hægra megin við mig – því hún var búin að vera með boltann allan leikinn og er skotföst. Hún skýtur með vinstri og ætlar væntanlega að skjóta fast,“ sagði Crenshaw Geneieve átti líka stórglæsilega vörslu í fyrri hálfleik þegar hún blakaði boltanum í stöngina. „Það var líka frábært. Ég varð bara að láta mig vaða (í loftið). Maður veit aldrei nema reyna. Það hefur verið mottó mitt sem markvarðar,“ sagði Crenshaw Samheldnin skiptir máli Geneieve er á sínu fyrsta tímabili með Tindastóli. Hún kemur úr Kaliforníu sem er öllu fjölmennari staður. „Þar er margt fólk og mikill hraði en hér er öðruvísi og tekið vel á móti mér. Margar stelpurnar í liðinu eru aldar upp hjá félaginu og það er gaman að sjá ástríðu þeirra fyrir því, fyrir utan að spila á móti ólíkum leikmönnum og sjá tengslin á milli,“ sagði Crenshaw. Með sigrinum í kvöld færðist Tindastóll upp úr fallsæti. „Þetta eru risastig. Við vissum að við þyrftum að skora mörg mörk til að laga markahlutfall okkar gagnvart Víkingi og Birgitta steig upp með tveimur mörkum. Hún getur þetta. Það skipti líka máli að við héldum samheldninni. Um leið og hún brestur þá töpum við. Í síðasta leik spiluðum við í raun bara fyrri hálfleikinn en í dag allar 90 mínúturnar,“ sagði Crenshaw. Framundan er mánaðarfrí vegna Evrópumóts kvenna. „Ég ætla að fara í ferðalag með foreldrum mínum sem hafa aldrei komið til Evrópu. Ég er samt viss um að við horfum á einhverja leiki. Ég verð að játa að ég hef verið mikill aðdáandi af amerískum fótbolta en stelpurnar sem ég bý með horfa á alla fótboltaleiki sem þær geta en ég ætla að fylgjast eitthvað með,“ sagði Crenshaw. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
„Um leið og við fengum á okkur vítið hugsaði ég að ég yrði að verja hana. Í bikarkeppninni var ég með fingur í vítaspyrnu sem fór inn. Ég sagði að ef ég verði þá héldi ég okkur í leiknum. Þannig það var frábært að verja spyrnuna, einkum eftir slæmt tap gegn FH. Um leið og hún fór að boltanum hugsaði ég með mér: Hún skýtur hægra megin við mig – því hún var búin að vera með boltann allan leikinn og er skotföst. Hún skýtur með vinstri og ætlar væntanlega að skjóta fast,“ sagði Crenshaw Geneieve átti líka stórglæsilega vörslu í fyrri hálfleik þegar hún blakaði boltanum í stöngina. „Það var líka frábært. Ég varð bara að láta mig vaða (í loftið). Maður veit aldrei nema reyna. Það hefur verið mottó mitt sem markvarðar,“ sagði Crenshaw Samheldnin skiptir máli Geneieve er á sínu fyrsta tímabili með Tindastóli. Hún kemur úr Kaliforníu sem er öllu fjölmennari staður. „Þar er margt fólk og mikill hraði en hér er öðruvísi og tekið vel á móti mér. Margar stelpurnar í liðinu eru aldar upp hjá félaginu og það er gaman að sjá ástríðu þeirra fyrir því, fyrir utan að spila á móti ólíkum leikmönnum og sjá tengslin á milli,“ sagði Crenshaw. Með sigrinum í kvöld færðist Tindastóll upp úr fallsæti. „Þetta eru risastig. Við vissum að við þyrftum að skora mörg mörk til að laga markahlutfall okkar gagnvart Víkingi og Birgitta steig upp með tveimur mörkum. Hún getur þetta. Það skipti líka máli að við héldum samheldninni. Um leið og hún brestur þá töpum við. Í síðasta leik spiluðum við í raun bara fyrri hálfleikinn en í dag allar 90 mínúturnar,“ sagði Crenshaw. Framundan er mánaðarfrí vegna Evrópumóts kvenna. „Ég ætla að fara í ferðalag með foreldrum mínum sem hafa aldrei komið til Evrópu. Ég er samt viss um að við horfum á einhverja leiki. Ég verð að játa að ég hef verið mikill aðdáandi af amerískum fótbolta en stelpurnar sem ég bý með horfa á alla fótboltaleiki sem þær geta en ég ætla að fylgjast eitthvað með,“ sagði Crenshaw.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira