„Einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 20. júní 2025 19:31 Bakvarðateymi Stjörnunnar, Hilmar Smári og Ægir Þór Steinarsson, var magnað í úrslitakeppninni. Vísir/Hulda Margrét Hilmar Smári Henningsson og Ægir Þór Steinarson hafa skrifað undir nýjan samning hjá Stjörnunni eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Stefán Árni Pálsson var á fréttamannafundi Stjörnunnar og talaði við þá. „Þessi vetur er búinn að vera einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í sem leikmaður. Þetta er það sem við erum að leitast eftir að gera aftur, og mér líður mjög vel,“ sagði Hilmar. „Maður er ekki að fara inn í nýtt lið eða nýtt kerfi, sem er þægilegt. Maður er bara mjög spenntur, okkur gekk vel núna og ég er spenntur fyrir því að byggja ofan á því sem við erum búnir að búa til nú þegar,“ sagði Hilmar. Hilmar fékk tilboð frá öðrum liðum bæði erlendis og hér heima á Íslandi en segist ekki mikið hafa skoðað þau tilboð. „Nei í rauninni ekki, allavega ekki hérlendis. Það fór aldrei milli mála að ég myndi halda áfram í Stjörnunni, allavega hérlendis,“ sagði Hilmar. Hilmar hefur þó enn möguleika að fara út á miðju tímabili, ef eitthvað spennandi kemur á hans borð. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ræða, að sjálfsögðu er það alltaf draumurinn að fara út. Báðir aðilar vita af stöðunni,“ sagði Hilmar. „Ætlum að sækja titilinn aftur“ Ægir Þór vill halda áfram að vinna titla með StjörnunniVísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson sagðist allan tímann vera viss um hvað hann vildi gera, og það var að vera áfram í Stjörnunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vera hér áfram. Tilfinningin er ekki að við séum að verja titilinn, heldur ætlum við að sækja hann aftur,“ sagði Ægir. „Það meikar ekkert annað sens, heldur en að vera partur af þessu liði, þessu teymi og þessum leikmönnum em voru fyrir. Til þess að fara sækja þennan titil aftur. Ég var bara einbeittur af því að koma hingað aftur og að semja um það,“ sagði Ægir. Stjarnan hefur þó misst nokkra leikmenn, en þeir ætla að reyna að fylla í þau skörð með öðrum leikmönnum. „Já það er planið. Það er skiljanlegt að þú missir einhverja leikmenn, sérstaklega leikmenn sem eiga skilið tækifæri eins og Júlíus og Kristján. Við sjáum eftir þeim, þeir eru stór partur af okkar liðsheild. Við erum mjög einbeittir af því að finna hvað við getum bætt við og að halda þessari uppskrift sem gekk vel,“ sagði Ægir. Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
„Þessi vetur er búinn að vera einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í sem leikmaður. Þetta er það sem við erum að leitast eftir að gera aftur, og mér líður mjög vel,“ sagði Hilmar. „Maður er ekki að fara inn í nýtt lið eða nýtt kerfi, sem er þægilegt. Maður er bara mjög spenntur, okkur gekk vel núna og ég er spenntur fyrir því að byggja ofan á því sem við erum búnir að búa til nú þegar,“ sagði Hilmar. Hilmar fékk tilboð frá öðrum liðum bæði erlendis og hér heima á Íslandi en segist ekki mikið hafa skoðað þau tilboð. „Nei í rauninni ekki, allavega ekki hérlendis. Það fór aldrei milli mála að ég myndi halda áfram í Stjörnunni, allavega hérlendis,“ sagði Hilmar. Hilmar hefur þó enn möguleika að fara út á miðju tímabili, ef eitthvað spennandi kemur á hans borð. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ræða, að sjálfsögðu er það alltaf draumurinn að fara út. Báðir aðilar vita af stöðunni,“ sagði Hilmar. „Ætlum að sækja titilinn aftur“ Ægir Þór vill halda áfram að vinna titla með StjörnunniVísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson sagðist allan tímann vera viss um hvað hann vildi gera, og það var að vera áfram í Stjörnunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vera hér áfram. Tilfinningin er ekki að við séum að verja titilinn, heldur ætlum við að sækja hann aftur,“ sagði Ægir. „Það meikar ekkert annað sens, heldur en að vera partur af þessu liði, þessu teymi og þessum leikmönnum em voru fyrir. Til þess að fara sækja þennan titil aftur. Ég var bara einbeittur af því að koma hingað aftur og að semja um það,“ sagði Ægir. Stjarnan hefur þó misst nokkra leikmenn, en þeir ætla að reyna að fylla í þau skörð með öðrum leikmönnum. „Já það er planið. Það er skiljanlegt að þú missir einhverja leikmenn, sérstaklega leikmenn sem eiga skilið tækifæri eins og Júlíus og Kristján. Við sjáum eftir þeim, þeir eru stór partur af okkar liðsheild. Við erum mjög einbeittir af því að finna hvað við getum bætt við og að halda þessari uppskrift sem gekk vel,“ sagði Ægir.
Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni