Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 13:33 Kristbjörn Helgi Björnsson, Úlfar Finnbjörnsson og Karl Petersson höfundar bókarinnar. Aðsend Matreiðslubókin Veislumatur landnámsaldar vann til fyrstu verðlauna í flokki Norrænnar matargerðar á Gourmand verðlaunahátíðinni í Estoril í Portúgal. Gourmand verðlaunin eru meðal þeirra virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka. Gourmand verðlaunahátíðin var sett á laggirnar árið 1995 og hefur veitt verðlaun fyrir framúrskarandi matreiðslu og vínbækur, og matreiðsluþætti, í þrjátíu ár. Þátttakendur á hverju ári koma frá rúmlega tvö hundruð löndum. Á heimasíðu þeirra segir að talað sé um Gourmand verðlaunin sem óskarsverðlaun matreiðsluheimsins. Víkingaöldin gædd lífi Í tilkynningu er greint frá því að íslenska bókin Veislumatur landnámsaldar hafi gert sér lítið fyrir og unnið fyrstu verðlaun í flokki Norrænnar matargerðar. Silungur matreiddur á gamla mátann.Aðsend Höfundar bókarinnar eru Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Karl Peterson ljósmyndari og Úlfar Finnbjörnsson, hinn þekkti matreiðslumeistari, og voru þeir með bókina í vinnslu í fimm ár. „Í bókinni, sem heitir Feast of the Vikings á ensku, rannsakar Kristbjörn Helgi gaumgæfilega þær heimildir sem Íslendingasögurnar og fornleifafræðin segir okkur um matarvenjur á víkingaöld, þar sem hann skoðaði meðal annars allar tilvísanir í mat í Íslenidngasögunum og hvað uppgreftir á ruslahaugum víkingatímas á Norðurlöndunum segja okkur um matarvenjur þess tíma. Úlfar fékk svo niðurstöður Kristbjörns í hendurnar og setur fram tilgátuuppskrifitir þar sem hann notar einungis hráefni þess tíma,“ segir í tilkynningu. Með fyrstu verðlaun.Aðsend Umsögn dómnefndar er eftirfarandi: „Þakka ykkur fyrir, Kristbjörn Helgi Björnsson, Úlfar Finnbjörnsson og Karl Petersson, fyrir að gæða víkingaöldina lífi í Veislumatur landnámsaldar – bókin er heillandi blanda af sögu, frumlegum uppskriftum og glæsilegri framsetningu. Ítarlegar rannsóknir Kristbjörns, djörf nálgun á matreiðslu og einstaklega fallegar myndir gera bókina bæði upplýsandi og girnilega. Ógleymanlegt ferðalag aftur í tímann, til íslenska eldhússins fyrr á tímum!“ Arndís Lilja Guðmundsdóttir sá um útlit bókarinnar og Ingunn Snædal þýddi textann yfir á ensku. Drápa gaf bókina út í nóvember 2023. Uppskrift úr bókinni. Matur Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Gourmand verðlaunahátíðin var sett á laggirnar árið 1995 og hefur veitt verðlaun fyrir framúrskarandi matreiðslu og vínbækur, og matreiðsluþætti, í þrjátíu ár. Þátttakendur á hverju ári koma frá rúmlega tvö hundruð löndum. Á heimasíðu þeirra segir að talað sé um Gourmand verðlaunin sem óskarsverðlaun matreiðsluheimsins. Víkingaöldin gædd lífi Í tilkynningu er greint frá því að íslenska bókin Veislumatur landnámsaldar hafi gert sér lítið fyrir og unnið fyrstu verðlaun í flokki Norrænnar matargerðar. Silungur matreiddur á gamla mátann.Aðsend Höfundar bókarinnar eru Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Karl Peterson ljósmyndari og Úlfar Finnbjörnsson, hinn þekkti matreiðslumeistari, og voru þeir með bókina í vinnslu í fimm ár. „Í bókinni, sem heitir Feast of the Vikings á ensku, rannsakar Kristbjörn Helgi gaumgæfilega þær heimildir sem Íslendingasögurnar og fornleifafræðin segir okkur um matarvenjur á víkingaöld, þar sem hann skoðaði meðal annars allar tilvísanir í mat í Íslenidngasögunum og hvað uppgreftir á ruslahaugum víkingatímas á Norðurlöndunum segja okkur um matarvenjur þess tíma. Úlfar fékk svo niðurstöður Kristbjörns í hendurnar og setur fram tilgátuuppskrifitir þar sem hann notar einungis hráefni þess tíma,“ segir í tilkynningu. Með fyrstu verðlaun.Aðsend Umsögn dómnefndar er eftirfarandi: „Þakka ykkur fyrir, Kristbjörn Helgi Björnsson, Úlfar Finnbjörnsson og Karl Petersson, fyrir að gæða víkingaöldina lífi í Veislumatur landnámsaldar – bókin er heillandi blanda af sögu, frumlegum uppskriftum og glæsilegri framsetningu. Ítarlegar rannsóknir Kristbjörns, djörf nálgun á matreiðslu og einstaklega fallegar myndir gera bókina bæði upplýsandi og girnilega. Ógleymanlegt ferðalag aftur í tímann, til íslenska eldhússins fyrr á tímum!“ Arndís Lilja Guðmundsdóttir sá um útlit bókarinnar og Ingunn Snædal þýddi textann yfir á ensku. Drápa gaf bókina út í nóvember 2023. Uppskrift úr bókinni.
Matur Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira