Bjarg íbúðafélag reisir þrjátíu íbúðir í Reykjanesbæ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 16:21 Loftmynd af Reykjanesbæ. Vísir/Egill Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að nýju verkefni Bjargs íbúðafélags sem hyggst reisa 30 íbúðir við Trölladal 1-11 í Reykjanesbæ. Verkefnið nýtur stuðnings í formi stofnframlaga frá ríki og sveitarfélagi sem samþykkt var í annarri úthlutun ársins 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en þar segir að um sé að ræða sex fjölbýlishús þar sem hvert fjölbýli inniheldur fimm almennar leiguíbúðir fyrir tekju og eignaminni einstaklinga og fjölskyldur. „Íbúðirnar verða af mismunandi stærð, allt frá tveggja herbergja upp í fimm herbergja íbúðir. Áætlað er að fyrstu íbúðir fari í útleigu í júlí 2026.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir uppbygginguna mikilvæg skref í átt að húsnæðisöryggi í bænum: „Við erum afskaplega ánægð að þessar framkvæmdir eru að fara af stað, sérstaklega í ljósi þess að uppbygging Bjargs íbúðafélags tryggir öruggt og hagkvæmt leiguhúsnæði. Við fögnum einnig áherslum Bjargs um skýr markmið um kostnað og gæði íbúða og erum fullviss um að uppbyggingin verði jákvæð fyrir samfélagið okkar.“ „Með þessum nýju íbúðum eykst framboð leiguíbúða í Reykjanesbæ sem reknar eru án hagnaðarsjónarmiða og stuðlar að auknu húsnæðisöryggi og stöðugleika fyrir tekju- og eignaminni heimili, en það er einmitt markmið laga um almennar íbúðir,“ segir í tilkynningu. Kærðu þríþætta meðgjöf ríkisins til EFTA Mikið fjaðrafok varð í síðustu viku þegar Viðskiptaráð óskaði eftir því að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hæfi rannsókn á því hvort þríþætt meðgjöf til ríkisins til húsnæðisfélaga brytu gegn ákvæðum EES-samningsis um ólögmæta ríkisaðstoð. Spjótunum er beint að óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum á borð við Bjarg íbúðafélag, sem stofnað var af ASÍ og BSRB, Blæ, húsnæðisfélagi VR og fleirum. Í kvörtuninni er rakið hvernig stjórnvöld veita umræddum húsnæðisfélögum þríþætta fjárhagslega meðgjöf: úthlutunum lóða á undirverði, beinum fjárframlögum í gegnum svokölluð stofnframlög, og niðurgreiddum fasteignalánum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Samanlagt jafngildir meðgjöfin 46% niðurgreiðslu stofnkostnaði nýrra íbúða samkvæmt áætlun Viðskiptaráðs. Áformaðar niðurgreiðslur ríkis og sveitarfélaga nema 64 mö. kr., sem jafngildir 21 m.kr. á hverja nýja íbúð, samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, var gáttaður á kæru Viðskiptaráðs, en hann sagði að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög hefðu valdið byltingu í húsnæðisöryggi. Benti Dagur á að leiguverð væri allt að 40 prósent lægra hjá íbúðafélögunum en á almenna markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. „Raunar ættu Viðskiptaráð og allir aðrir að kalla eftir því að önnur sveitarfélög en Reykjavík ættu að girða sig [svo] í brók og úthluta miklu fleiri lóðum til þessara félaga,“ skrifaði Dagur. Reykjanesbær Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Matsbreytingar hífðu upp afkomu leigufélagsins Bjargs Bjarg íbúðafélag, eitt stærsta leigufélag landsins, hagnaðist um nærri 6,9 milljarða króna á síðasta ári vegna umtalsverðrar matsbreytinga á fasteignasafni félagsins. Afkoma fyrir matsbreytingar var hins vegar neikvæð um ríflega 800 milljónir og versnaði verulega milli ára. 12. júní 2023 09:49 Bjarg byggir 58 íbúðir í Hraunbæ Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétti fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ. 21. janúar 2020 16:30 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en þar segir að um sé að ræða sex fjölbýlishús þar sem hvert fjölbýli inniheldur fimm almennar leiguíbúðir fyrir tekju og eignaminni einstaklinga og fjölskyldur. „Íbúðirnar verða af mismunandi stærð, allt frá tveggja herbergja upp í fimm herbergja íbúðir. Áætlað er að fyrstu íbúðir fari í útleigu í júlí 2026.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir uppbygginguna mikilvæg skref í átt að húsnæðisöryggi í bænum: „Við erum afskaplega ánægð að þessar framkvæmdir eru að fara af stað, sérstaklega í ljósi þess að uppbygging Bjargs íbúðafélags tryggir öruggt og hagkvæmt leiguhúsnæði. Við fögnum einnig áherslum Bjargs um skýr markmið um kostnað og gæði íbúða og erum fullviss um að uppbyggingin verði jákvæð fyrir samfélagið okkar.“ „Með þessum nýju íbúðum eykst framboð leiguíbúða í Reykjanesbæ sem reknar eru án hagnaðarsjónarmiða og stuðlar að auknu húsnæðisöryggi og stöðugleika fyrir tekju- og eignaminni heimili, en það er einmitt markmið laga um almennar íbúðir,“ segir í tilkynningu. Kærðu þríþætta meðgjöf ríkisins til EFTA Mikið fjaðrafok varð í síðustu viku þegar Viðskiptaráð óskaði eftir því að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hæfi rannsókn á því hvort þríþætt meðgjöf til ríkisins til húsnæðisfélaga brytu gegn ákvæðum EES-samningsis um ólögmæta ríkisaðstoð. Spjótunum er beint að óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum á borð við Bjarg íbúðafélag, sem stofnað var af ASÍ og BSRB, Blæ, húsnæðisfélagi VR og fleirum. Í kvörtuninni er rakið hvernig stjórnvöld veita umræddum húsnæðisfélögum þríþætta fjárhagslega meðgjöf: úthlutunum lóða á undirverði, beinum fjárframlögum í gegnum svokölluð stofnframlög, og niðurgreiddum fasteignalánum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Samanlagt jafngildir meðgjöfin 46% niðurgreiðslu stofnkostnaði nýrra íbúða samkvæmt áætlun Viðskiptaráðs. Áformaðar niðurgreiðslur ríkis og sveitarfélaga nema 64 mö. kr., sem jafngildir 21 m.kr. á hverja nýja íbúð, samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, var gáttaður á kæru Viðskiptaráðs, en hann sagði að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög hefðu valdið byltingu í húsnæðisöryggi. Benti Dagur á að leiguverð væri allt að 40 prósent lægra hjá íbúðafélögunum en á almenna markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. „Raunar ættu Viðskiptaráð og allir aðrir að kalla eftir því að önnur sveitarfélög en Reykjavík ættu að girða sig [svo] í brók og úthluta miklu fleiri lóðum til þessara félaga,“ skrifaði Dagur.
Reykjanesbær Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Matsbreytingar hífðu upp afkomu leigufélagsins Bjargs Bjarg íbúðafélag, eitt stærsta leigufélag landsins, hagnaðist um nærri 6,9 milljarða króna á síðasta ári vegna umtalsverðrar matsbreytinga á fasteignasafni félagsins. Afkoma fyrir matsbreytingar var hins vegar neikvæð um ríflega 800 milljónir og versnaði verulega milli ára. 12. júní 2023 09:49 Bjarg byggir 58 íbúðir í Hraunbæ Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétti fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ. 21. janúar 2020 16:30 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09
Matsbreytingar hífðu upp afkomu leigufélagsins Bjargs Bjarg íbúðafélag, eitt stærsta leigufélag landsins, hagnaðist um nærri 6,9 milljarða króna á síðasta ári vegna umtalsverðrar matsbreytinga á fasteignasafni félagsins. Afkoma fyrir matsbreytingar var hins vegar neikvæð um ríflega 800 milljónir og versnaði verulega milli ára. 12. júní 2023 09:49
Bjarg byggir 58 íbúðir í Hraunbæ Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétti fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ. 21. janúar 2020 16:30