Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna Clara Ganslandt skrifar 19. júní 2025 13:31 Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku. Í tilefni þess ítrekar Evrópusambandið hlutverk sitt og ábyrgð í jafnréttisbaráttu kynjanna, bæði innan Evrópu sem og á heimsvísu. Það er mikilvægt að standa vörð um grundvallarréttindi kvenna og stúlkna ásamt því að tryggja enn betri árangur fyrir komandi kynslóðir. Þrátt fyrir miklar framfarir á síðustu áratugum er enn langt í land. Konur og stúlkur um allan heim þurfa enn að sæta kynbundnu ofbeldi og mismunun á vinnumarkaði sem birtist í formi kynbundins launamismunar og hinu svokallaða glerþaki. Að auki skortir margar konur víðs vegar um heim aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu þar sem málefni kvenna eru sérstaklega undirfjármögnuð. Á sama tíma stendur heimurinn frammi fyrir bakslagi í baráttunni fyrir mannréttindum og jafnrétti kynjanna. Réttindi kvenna snerta ekki einungis konur heldur allt samfélagið í heild sinni. Kvenréttindi varða okkur öll þar sem að þátttaka kvenna í þjóðfélaginu er bráðnauðsynleg til að viðhalda góðum lífskjörum og áframhaldandi velmegun. Það er of dýrkeypt að útiloka allt það hugvit og mannafla sem konur veita samfélaginu. Þess vegna hefur ESB gefið út nýjan vegvísi um jafnrétti kynjanna (e. Roadmap for Women´s Rights) í mars sl. til að knýja áfram heildræna stefnu í jafnréttismálum. Síðastliðin ár hafa sýnt mikilvægi þess að bregðast skjótt við áðurnefndri þróun. Í ljósi þess hefur ESB ekki einungis lagt áherslu á framsækni í stefnumótun heldur einnig á að styðja við aðildarríki þess í framkvæmd þeirra. Að auki er mikilvægt að gera ráð fyrir skörun ólíkra vandamála sem konur innan mismunandi þjóðfélagshópa standa frammi fyrir. Til að tryggja jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt að efla þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins, þá sérstaklega í öryggis- og varnarmálum en í ár eru 25 ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun nr. 1325 um “kynferði, frið og öryggi”. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðastliðinn aldarfjórðung og hefur aldrei verið meira um vopnuð átök í heiminum fyrr en nú þar sem helmingi fleiri konur búa á átakasvæðum. Konur á flótta eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum þar sem þær eru í 96% tilvika fórnarlömb þess. Að auki er mikilvægt að ítreka að margar hverjar konur eru líklegar til að verða fórnarlömb mansals og þvingaðs vændis m.a. til að greiða fyrir nauðsynjavörur. Þrátt fyrir þessa tölfræði hafa konur ennþá afar skerta aðkomu að friðar- og vopnahlésviðræðum. Þess vegna er mikilvægt að bregðast skjótt við nýrri heimsmynd og auka vitundarvakningu um þátttöku kvenna í öryggismálum. Ég er því stolt að ítreka áherslu og stuðning ESB til þessara málefna og fagna einnig samstarfi Íslands og ESB á þessu sviði. Þetta samstarf byggir fyrst og fremst á sameiginlegum gildum um mannréttindi og jafnréttindi kynjanna. Þessi gildi kristallast í þátttöku Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sem Ísland var kjörið í síðastliðinn október 2024. Á tímum sem þessum, sem einkennast af ólgu í alþjóðastjórnmálum og aukinni mótspyrnu í jafnréttindabaráttunni af hálfu skipulagðra hreyfinga, er mikilvægt að bandamenn standi þétt saman. Þess vegna tek ég þátttöku Íslands í mannréttindaráði SÞ fagnandi og hlakka til að fylgjast með framvindu þess á komandi árum. Gleðilegan kvenréttindadag. Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku. Í tilefni þess ítrekar Evrópusambandið hlutverk sitt og ábyrgð í jafnréttisbaráttu kynjanna, bæði innan Evrópu sem og á heimsvísu. Það er mikilvægt að standa vörð um grundvallarréttindi kvenna og stúlkna ásamt því að tryggja enn betri árangur fyrir komandi kynslóðir. Þrátt fyrir miklar framfarir á síðustu áratugum er enn langt í land. Konur og stúlkur um allan heim þurfa enn að sæta kynbundnu ofbeldi og mismunun á vinnumarkaði sem birtist í formi kynbundins launamismunar og hinu svokallaða glerþaki. Að auki skortir margar konur víðs vegar um heim aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu þar sem málefni kvenna eru sérstaklega undirfjármögnuð. Á sama tíma stendur heimurinn frammi fyrir bakslagi í baráttunni fyrir mannréttindum og jafnrétti kynjanna. Réttindi kvenna snerta ekki einungis konur heldur allt samfélagið í heild sinni. Kvenréttindi varða okkur öll þar sem að þátttaka kvenna í þjóðfélaginu er bráðnauðsynleg til að viðhalda góðum lífskjörum og áframhaldandi velmegun. Það er of dýrkeypt að útiloka allt það hugvit og mannafla sem konur veita samfélaginu. Þess vegna hefur ESB gefið út nýjan vegvísi um jafnrétti kynjanna (e. Roadmap for Women´s Rights) í mars sl. til að knýja áfram heildræna stefnu í jafnréttismálum. Síðastliðin ár hafa sýnt mikilvægi þess að bregðast skjótt við áðurnefndri þróun. Í ljósi þess hefur ESB ekki einungis lagt áherslu á framsækni í stefnumótun heldur einnig á að styðja við aðildarríki þess í framkvæmd þeirra. Að auki er mikilvægt að gera ráð fyrir skörun ólíkra vandamála sem konur innan mismunandi þjóðfélagshópa standa frammi fyrir. Til að tryggja jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt að efla þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins, þá sérstaklega í öryggis- og varnarmálum en í ár eru 25 ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun nr. 1325 um “kynferði, frið og öryggi”. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðastliðinn aldarfjórðung og hefur aldrei verið meira um vopnuð átök í heiminum fyrr en nú þar sem helmingi fleiri konur búa á átakasvæðum. Konur á flótta eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum þar sem þær eru í 96% tilvika fórnarlömb þess. Að auki er mikilvægt að ítreka að margar hverjar konur eru líklegar til að verða fórnarlömb mansals og þvingaðs vændis m.a. til að greiða fyrir nauðsynjavörur. Þrátt fyrir þessa tölfræði hafa konur ennþá afar skerta aðkomu að friðar- og vopnahlésviðræðum. Þess vegna er mikilvægt að bregðast skjótt við nýrri heimsmynd og auka vitundarvakningu um þátttöku kvenna í öryggismálum. Ég er því stolt að ítreka áherslu og stuðning ESB til þessara málefna og fagna einnig samstarfi Íslands og ESB á þessu sviði. Þetta samstarf byggir fyrst og fremst á sameiginlegum gildum um mannréttindi og jafnréttindi kynjanna. Þessi gildi kristallast í þátttöku Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sem Ísland var kjörið í síðastliðinn október 2024. Á tímum sem þessum, sem einkennast af ólgu í alþjóðastjórnmálum og aukinni mótspyrnu í jafnréttindabaráttunni af hálfu skipulagðra hreyfinga, er mikilvægt að bandamenn standi þétt saman. Þess vegna tek ég þátttöku Íslands í mannréttindaráði SÞ fagnandi og hlakka til að fylgjast með framvindu þess á komandi árum. Gleðilegan kvenréttindadag. Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun