Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna Clara Ganslandt skrifar 19. júní 2025 13:31 Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku. Í tilefni þess ítrekar Evrópusambandið hlutverk sitt og ábyrgð í jafnréttisbaráttu kynjanna, bæði innan Evrópu sem og á heimsvísu. Það er mikilvægt að standa vörð um grundvallarréttindi kvenna og stúlkna ásamt því að tryggja enn betri árangur fyrir komandi kynslóðir. Þrátt fyrir miklar framfarir á síðustu áratugum er enn langt í land. Konur og stúlkur um allan heim þurfa enn að sæta kynbundnu ofbeldi og mismunun á vinnumarkaði sem birtist í formi kynbundins launamismunar og hinu svokallaða glerþaki. Að auki skortir margar konur víðs vegar um heim aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu þar sem málefni kvenna eru sérstaklega undirfjármögnuð. Á sama tíma stendur heimurinn frammi fyrir bakslagi í baráttunni fyrir mannréttindum og jafnrétti kynjanna. Réttindi kvenna snerta ekki einungis konur heldur allt samfélagið í heild sinni. Kvenréttindi varða okkur öll þar sem að þátttaka kvenna í þjóðfélaginu er bráðnauðsynleg til að viðhalda góðum lífskjörum og áframhaldandi velmegun. Það er of dýrkeypt að útiloka allt það hugvit og mannafla sem konur veita samfélaginu. Þess vegna hefur ESB gefið út nýjan vegvísi um jafnrétti kynjanna (e. Roadmap for Women´s Rights) í mars sl. til að knýja áfram heildræna stefnu í jafnréttismálum. Síðastliðin ár hafa sýnt mikilvægi þess að bregðast skjótt við áðurnefndri þróun. Í ljósi þess hefur ESB ekki einungis lagt áherslu á framsækni í stefnumótun heldur einnig á að styðja við aðildarríki þess í framkvæmd þeirra. Að auki er mikilvægt að gera ráð fyrir skörun ólíkra vandamála sem konur innan mismunandi þjóðfélagshópa standa frammi fyrir. Til að tryggja jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt að efla þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins, þá sérstaklega í öryggis- og varnarmálum en í ár eru 25 ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun nr. 1325 um “kynferði, frið og öryggi”. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðastliðinn aldarfjórðung og hefur aldrei verið meira um vopnuð átök í heiminum fyrr en nú þar sem helmingi fleiri konur búa á átakasvæðum. Konur á flótta eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum þar sem þær eru í 96% tilvika fórnarlömb þess. Að auki er mikilvægt að ítreka að margar hverjar konur eru líklegar til að verða fórnarlömb mansals og þvingaðs vændis m.a. til að greiða fyrir nauðsynjavörur. Þrátt fyrir þessa tölfræði hafa konur ennþá afar skerta aðkomu að friðar- og vopnahlésviðræðum. Þess vegna er mikilvægt að bregðast skjótt við nýrri heimsmynd og auka vitundarvakningu um þátttöku kvenna í öryggismálum. Ég er því stolt að ítreka áherslu og stuðning ESB til þessara málefna og fagna einnig samstarfi Íslands og ESB á þessu sviði. Þetta samstarf byggir fyrst og fremst á sameiginlegum gildum um mannréttindi og jafnréttindi kynjanna. Þessi gildi kristallast í þátttöku Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sem Ísland var kjörið í síðastliðinn október 2024. Á tímum sem þessum, sem einkennast af ólgu í alþjóðastjórnmálum og aukinni mótspyrnu í jafnréttindabaráttunni af hálfu skipulagðra hreyfinga, er mikilvægt að bandamenn standi þétt saman. Þess vegna tek ég þátttöku Íslands í mannréttindaráði SÞ fagnandi og hlakka til að fylgjast með framvindu þess á komandi árum. Gleðilegan kvenréttindadag. Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku. Í tilefni þess ítrekar Evrópusambandið hlutverk sitt og ábyrgð í jafnréttisbaráttu kynjanna, bæði innan Evrópu sem og á heimsvísu. Það er mikilvægt að standa vörð um grundvallarréttindi kvenna og stúlkna ásamt því að tryggja enn betri árangur fyrir komandi kynslóðir. Þrátt fyrir miklar framfarir á síðustu áratugum er enn langt í land. Konur og stúlkur um allan heim þurfa enn að sæta kynbundnu ofbeldi og mismunun á vinnumarkaði sem birtist í formi kynbundins launamismunar og hinu svokallaða glerþaki. Að auki skortir margar konur víðs vegar um heim aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu þar sem málefni kvenna eru sérstaklega undirfjármögnuð. Á sama tíma stendur heimurinn frammi fyrir bakslagi í baráttunni fyrir mannréttindum og jafnrétti kynjanna. Réttindi kvenna snerta ekki einungis konur heldur allt samfélagið í heild sinni. Kvenréttindi varða okkur öll þar sem að þátttaka kvenna í þjóðfélaginu er bráðnauðsynleg til að viðhalda góðum lífskjörum og áframhaldandi velmegun. Það er of dýrkeypt að útiloka allt það hugvit og mannafla sem konur veita samfélaginu. Þess vegna hefur ESB gefið út nýjan vegvísi um jafnrétti kynjanna (e. Roadmap for Women´s Rights) í mars sl. til að knýja áfram heildræna stefnu í jafnréttismálum. Síðastliðin ár hafa sýnt mikilvægi þess að bregðast skjótt við áðurnefndri þróun. Í ljósi þess hefur ESB ekki einungis lagt áherslu á framsækni í stefnumótun heldur einnig á að styðja við aðildarríki þess í framkvæmd þeirra. Að auki er mikilvægt að gera ráð fyrir skörun ólíkra vandamála sem konur innan mismunandi þjóðfélagshópa standa frammi fyrir. Til að tryggja jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt að efla þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins, þá sérstaklega í öryggis- og varnarmálum en í ár eru 25 ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun nr. 1325 um “kynferði, frið og öryggi”. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðastliðinn aldarfjórðung og hefur aldrei verið meira um vopnuð átök í heiminum fyrr en nú þar sem helmingi fleiri konur búa á átakasvæðum. Konur á flótta eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum þar sem þær eru í 96% tilvika fórnarlömb þess. Að auki er mikilvægt að ítreka að margar hverjar konur eru líklegar til að verða fórnarlömb mansals og þvingaðs vændis m.a. til að greiða fyrir nauðsynjavörur. Þrátt fyrir þessa tölfræði hafa konur ennþá afar skerta aðkomu að friðar- og vopnahlésviðræðum. Þess vegna er mikilvægt að bregðast skjótt við nýrri heimsmynd og auka vitundarvakningu um þátttöku kvenna í öryggismálum. Ég er því stolt að ítreka áherslu og stuðning ESB til þessara málefna og fagna einnig samstarfi Íslands og ESB á þessu sviði. Þetta samstarf byggir fyrst og fremst á sameiginlegum gildum um mannréttindi og jafnréttindi kynjanna. Þessi gildi kristallast í þátttöku Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sem Ísland var kjörið í síðastliðinn október 2024. Á tímum sem þessum, sem einkennast af ólgu í alþjóðastjórnmálum og aukinni mótspyrnu í jafnréttindabaráttunni af hálfu skipulagðra hreyfinga, er mikilvægt að bandamenn standi þétt saman. Þess vegna tek ég þátttöku Íslands í mannréttindaráði SÞ fagnandi og hlakka til að fylgjast með framvindu þess á komandi árum. Gleðilegan kvenréttindadag. Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar