Farið í gegnum „kolefnisþakið“ eftir þrjú ár Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 13:31 Stígvélaðir ferðamenn sitja við veitingastað í mikilli flóðatíð í Feneyjum árið 2019. Reikna má með afdrifaríkari sjávarflóðum í hlýnandi heimi. Vísir/EPA Útlit er fyrir að uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar verði nægur til þess að valda hlýnun umfram 1,5 gráður eftir þrjú ár miðað við núverandi losun mannkynsins. Verulega hefur hert á hlýnun jarðar þótt orkuskipti hafi dregið úr hraða aukningarinnar. Ný úttekt tuga helstu loftslagsvísindamanna heims dregur upp dökka mynd af þróun loftslags jarðar. Þrátt fyrir að hættan hafi verið ljós í áratugi hefur mannkynið haldið áfram að dæla gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið af miklum móð, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vísindamennirnir áætla að ef menn ætla sér að halda hlýnun innan við 1,5 gráður á þessari öld, metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins, megi þeir aðeins losa um 130 milljarða tonna af koltvísýringi til viðbótar. Árið 2020 var þetta svokallaða „kolefnisþak“ áætlað um fimm hundruð milljarðar tonnar. Miðað við að mannkynið losar um það bil fjörutíu milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári verður styrkur hans í lofthjúpnum kominn umfram þau mörk sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun eftir þrjú ár. Einhver ár liðu þar til hlýnunin sjálf næði þeim hæðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um úttektina. „Hlutirnir eru á leiðina í ranga átt. Við sjáum fordæmalausar breytingar og við sjáum líka að það herðir á hitun jarðar og hækkun sjávarmáls,“ segir Piers Forster, forstöðumaður loftslagsstofnunar Háskólans í Leeds á Englandi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið hærri en nú í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Aldrei hlýnað eins hratt Hlýnun jarðar af völdum manna mælist nú um 1,36 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu, um 0,27 gráður á áratug. Það er mun hraðar en nokkuð sem þekkist í jarðsögunni. Það sem veldur vísindamönnunum ekki síst áhyggjum er að hlýnunin er hraðari nú en áður. Síðasta rúma áratuginn hefur hlýnað tvöfalt hraðar en á 8. og 9. áratug síðustu aldar og fjórðungi hraðar en á seinni hluta fyrsta áratugs þessarar aldar og á öðrum áratugnum. „Það er virkilega stór tala, mjög kvíðavænleg tala,“ segir Matthew Palmer frá Veðurstofu Bretlands. Ástæðan fyrir því hversu hratt kolefnisþakið nálgast er bæði áframhaldandi metlosun gróðurhúsalofttegunda en einnig framfarir í vísindalegu mati á áhrifum hennar. Minnkandi loftmengun spilar einnig hlutverk en mengunaragni í andrúmslofti endurvarpa sólarljósi út í geim og hafa þannig kólnunaráhrif. Langstærstur hluti þessarar umframorku sem aukin gróðurhúsaáhrif halda við yfirborð jarðar hefur endað í hafinu, um níutíu prósent. Áætlað er að yfirborð sjávar hækki um tvöfalt hraðar nú en á 10. áratug síðustu aldar, bæði vegna útþenslu sjávar og bráðnunar jökla á landi. Binding geti ekki endilega snúið áhrifum hlýnunar alveg við Líkt og áður undirstrika vísindamennirnir að þrátt fyrir að hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér þá skipti hvert einasta brot úr gráðu máli fyrir veðuröfgar, bráðnun íss og hækkun sjávarstöðu. Kolefnisföngun og binding er nauðsynleg til þess að koma böndun á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana. Slíkar aðferðir þarf einnig til þess að ná meðalhita jarðar niður ef hlýnun fer út fyrir þau mörk sem menn telja sig geta lifað við. Vísindamennirnir vara aftur á móti við því að menn reiði sig á slíkar aðferðir til þess að leysa loftslagsvandann sem slíkan. Eftir því sem hlýnunin verður meiri séu minni líkur á því að kolefnisföngun og binding geti algerlega snúið áhrifum hennar við. Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Ný úttekt tuga helstu loftslagsvísindamanna heims dregur upp dökka mynd af þróun loftslags jarðar. Þrátt fyrir að hættan hafi verið ljós í áratugi hefur mannkynið haldið áfram að dæla gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið af miklum móð, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vísindamennirnir áætla að ef menn ætla sér að halda hlýnun innan við 1,5 gráður á þessari öld, metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins, megi þeir aðeins losa um 130 milljarða tonna af koltvísýringi til viðbótar. Árið 2020 var þetta svokallaða „kolefnisþak“ áætlað um fimm hundruð milljarðar tonnar. Miðað við að mannkynið losar um það bil fjörutíu milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári verður styrkur hans í lofthjúpnum kominn umfram þau mörk sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun eftir þrjú ár. Einhver ár liðu þar til hlýnunin sjálf næði þeim hæðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um úttektina. „Hlutirnir eru á leiðina í ranga átt. Við sjáum fordæmalausar breytingar og við sjáum líka að það herðir á hitun jarðar og hækkun sjávarmáls,“ segir Piers Forster, forstöðumaður loftslagsstofnunar Háskólans í Leeds á Englandi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið hærri en nú í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Aldrei hlýnað eins hratt Hlýnun jarðar af völdum manna mælist nú um 1,36 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu, um 0,27 gráður á áratug. Það er mun hraðar en nokkuð sem þekkist í jarðsögunni. Það sem veldur vísindamönnunum ekki síst áhyggjum er að hlýnunin er hraðari nú en áður. Síðasta rúma áratuginn hefur hlýnað tvöfalt hraðar en á 8. og 9. áratug síðustu aldar og fjórðungi hraðar en á seinni hluta fyrsta áratugs þessarar aldar og á öðrum áratugnum. „Það er virkilega stór tala, mjög kvíðavænleg tala,“ segir Matthew Palmer frá Veðurstofu Bretlands. Ástæðan fyrir því hversu hratt kolefnisþakið nálgast er bæði áframhaldandi metlosun gróðurhúsalofttegunda en einnig framfarir í vísindalegu mati á áhrifum hennar. Minnkandi loftmengun spilar einnig hlutverk en mengunaragni í andrúmslofti endurvarpa sólarljósi út í geim og hafa þannig kólnunaráhrif. Langstærstur hluti þessarar umframorku sem aukin gróðurhúsaáhrif halda við yfirborð jarðar hefur endað í hafinu, um níutíu prósent. Áætlað er að yfirborð sjávar hækki um tvöfalt hraðar nú en á 10. áratug síðustu aldar, bæði vegna útþenslu sjávar og bráðnunar jökla á landi. Binding geti ekki endilega snúið áhrifum hlýnunar alveg við Líkt og áður undirstrika vísindamennirnir að þrátt fyrir að hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér þá skipti hvert einasta brot úr gráðu máli fyrir veðuröfgar, bráðnun íss og hækkun sjávarstöðu. Kolefnisföngun og binding er nauðsynleg til þess að koma böndun á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana. Slíkar aðferðir þarf einnig til þess að ná meðalhita jarðar niður ef hlýnun fer út fyrir þau mörk sem menn telja sig geta lifað við. Vísindamennirnir vara aftur á móti við því að menn reiði sig á slíkar aðferðir til þess að leysa loftslagsvandann sem slíkan. Eftir því sem hlýnunin verður meiri séu minni líkur á því að kolefnisföngun og binding geti algerlega snúið áhrifum hennar við.
Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira