Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 10:34 Finnski herinn fær heimild til þess að beita jarðsprengjum til þess að verja Finnland með samþykkt þingsins um að yfirgefa Ottawa-sáttmálann í dag. Frá æfingu finnska hersins. Vísir/EPA Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi. Ottawa-sáttmálinn tók gildi árið 1999 en aðildarríki hans skuldbundu sig til þess að framleiða ekki jarðsprengjur sem eru hannaðar gegn hermönnum og til þess að eyða birgðum sínum af slíkum sprengjum. Þegar atkvæði voru greidd um tillögu ríkisstjórnarinnar um að Finnland segði sig frá sáttmálanum í dag greiddu 157 þingmenn atkvæði með en aðeins átján á móti. Samhliða greiddi þingið atkvæði með því að Finnland héldi áfram að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum til þess að eyða jarðsprengjum, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur orðið Finnum tilefni til þess að endurskoða varnir sínar á síðustu árum. Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið ári eftir að innrásin hófst. Þá hafa þeir treyst varnir á landamærunum að Rússlandi, meðal annars til að hindra för Rússa sem reyna að komast ólögleg yfir þau til þess að koma sér undan herkvaðningu og hælisleitenda sem Finnar telja að rússnesk stjórnvöld sendi vísvitandi til þess að reyna að valda óstöðugleika í Finnlandi. Rússar hafa verið sakaðir um að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og fjarskiptainnviðum í Finnlandi og í Eystrasalti. Þá hefur þurft að aflýsa flugferðum á finnskum flugvöllum vegna truflana á staðsetningarbúnaði sem talið er að rekja megi til aðgerða Rússa til þess að leyna slóð flutningaskipa sem þeir nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja. Eystrasaltsríkin og Pólland hafa áður tilkynnt að þau ætli að segja sig frá sáttmálanum en líkt og Finnland hafa þau mátt kenna á heimsvaldastefnu Rússlands og Sovétríkjanna í gegnum tíðina. Finnland Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Ottawa-sáttmálinn tók gildi árið 1999 en aðildarríki hans skuldbundu sig til þess að framleiða ekki jarðsprengjur sem eru hannaðar gegn hermönnum og til þess að eyða birgðum sínum af slíkum sprengjum. Þegar atkvæði voru greidd um tillögu ríkisstjórnarinnar um að Finnland segði sig frá sáttmálanum í dag greiddu 157 þingmenn atkvæði með en aðeins átján á móti. Samhliða greiddi þingið atkvæði með því að Finnland héldi áfram að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum til þess að eyða jarðsprengjum, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur orðið Finnum tilefni til þess að endurskoða varnir sínar á síðustu árum. Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið ári eftir að innrásin hófst. Þá hafa þeir treyst varnir á landamærunum að Rússlandi, meðal annars til að hindra för Rússa sem reyna að komast ólögleg yfir þau til þess að koma sér undan herkvaðningu og hælisleitenda sem Finnar telja að rússnesk stjórnvöld sendi vísvitandi til þess að reyna að valda óstöðugleika í Finnlandi. Rússar hafa verið sakaðir um að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og fjarskiptainnviðum í Finnlandi og í Eystrasalti. Þá hefur þurft að aflýsa flugferðum á finnskum flugvöllum vegna truflana á staðsetningarbúnaði sem talið er að rekja megi til aðgerða Rússa til þess að leyna slóð flutningaskipa sem þeir nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja. Eystrasaltsríkin og Pólland hafa áður tilkynnt að þau ætli að segja sig frá sáttmálanum en líkt og Finnland hafa þau mátt kenna á heimsvaldastefnu Rússlands og Sovétríkjanna í gegnum tíðina.
Finnland Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira