Staðfesta bann á meðferð trans barna Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2025 18:31 Úrskurðurð Hæstaréttar mun líklega hafa mikil áhrif víða um Bandaríkin. AP/Rick Bowmer Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að meina börnum að gangast kynleiðréttingu og fá tengd lyf og tengda læknisþjónustu. Meðferðin felur að mestu í sér notkun lyfja til að stöðva kynþroska eða annarskonar hormónameðferð. Þrír trans táningar, foreldrar þeirra og læknar í Tennessee höfðuðu mál gegn ríkinu vegna laganna árið 2023. Það var gert á þeim grundvelli að lögin færu gegn jafnréttisákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Úrskurðinn féll eftir flokkslínum eða 6-3, þar sem dómarar sem skipaðir voru í embætti af forseta úr Repúblikanaflokknum voru í meirihluta. Þeir voru sammála um að lög Tennessee færu ekki gegn stjórnarskrá. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru 26 önnur ríki með sambærileg lög og Tennessee. Um mikið bakslag í réttindabaráttu trans fólks er um að ræða en ríkisstjórn Donalds Trump hefur gripið til margskonar aðgerða gegn því. Undanfarin ár hafa ríkisþingmenn flestra ríkja þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumana samþykkt lög sem heimila trans konum og stúlkum að keppa í kvennadeildum í íþróttum. Auk þess er búið að setja lög í um helmingi þessara ríkja sem meina trans fólki að nota klósett í skólum sem eru ekki ætluð því kyni sem það fæddist í. Sjá einnig: Sækja WorldPride í skugga bakslags í réttindum hinsegin fólks John Roberts, forseti Hæstaréttar, skrifaði dómsorð meirihlutans en þar segir að málið sé mjög umdeilt og felir í sér mörg álitamál. Mikið sé um það deilt og umræðan sé áhrifamikil. Hann segir hins vegar að ekki sé hægt að notast við stjórnarskrána til að útkljá hana. Best væri að löggjafinn kæmi að því. Sonia Sotomayor skrifaði andsvar minnihlutans en hún sagði lögin klárlega brjóta gegn stjórnarskránni. Sakaði hún meirihlutann um að yfirgefa trans börn og foreldra þeirra og gera þau berskjölduð fyrir pólitískum duttlungum. Trump áhrifamikill Dómsmál hafa verið höfðuð vegna þessara laga í mörgum þeirra ríkja þar sem þau hafa verið samþykkt. Líklegt er að úrskurður Hæstaréttar muni koma niður á þeim lögsóknum en hve mörgum liggur ekki fyrir enn. Sum þessara mála byggja ekki á stjórnarskrá Bandaríkjanna heldur ákvæðum í stjórnarskrá tiltekinna ríkja eða öðrum grundvelli. Í ríkjum þar sem Demókratar stjórna hafa verið gerðar tilraunir til að festa rétt trans barna til meðferðar í lög. Hvort meðferðin verði áfram í boði mun þó, samkvæmt AP fréttaveitunni, velta á fjármagni. Þar skipta ákvarðanir Trumps miklu máli en hann hefur gefið út þá skipun að ekkert alríkisfé verði notað til þessarar meðferðar og að stofnanir þar sem meðferð er veitt fá sömuleiðis enga peninga. Þess vegna hafa meðferðir verið stöðvaðar víða um Bandaríkin í ríkjum þar sem hún er leyfileg. Bandaríkin Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Málefni trans fólks Tengdar fréttir Óskýrt hvort loftbyssuskot að hinsegin fólki hafi verið hatursglæpur Hópur hinsegin og trans fólks var að stíga út úr leigubíl á Laugaveginum í gær þegar skotið var að honum úr loftbyssu. Samskipta- og kynningarstýra Samtakanna 78 segir óskýrt hvort um hatursglæp hafi verið að ræða en tilkynnir málið engu að síður til lögreglu. 5. júní 2025 14:52 Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri segist hafa verið rangkynjuð alla ævi vegna útlits síns. Transfóbía og hysterísk kynjatvíhyggja bitni á öllum og atvikum sem byggi á slíku fari fjölgandi. Fólk eigi að fá að stjórna eigin líkömum og segir hún trans hatur skerða frelsi allra. 7. maí 2025 23:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Þrír trans táningar, foreldrar þeirra og læknar í Tennessee höfðuðu mál gegn ríkinu vegna laganna árið 2023. Það var gert á þeim grundvelli að lögin færu gegn jafnréttisákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Úrskurðinn féll eftir flokkslínum eða 6-3, þar sem dómarar sem skipaðir voru í embætti af forseta úr Repúblikanaflokknum voru í meirihluta. Þeir voru sammála um að lög Tennessee færu ekki gegn stjórnarskrá. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru 26 önnur ríki með sambærileg lög og Tennessee. Um mikið bakslag í réttindabaráttu trans fólks er um að ræða en ríkisstjórn Donalds Trump hefur gripið til margskonar aðgerða gegn því. Undanfarin ár hafa ríkisþingmenn flestra ríkja þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumana samþykkt lög sem heimila trans konum og stúlkum að keppa í kvennadeildum í íþróttum. Auk þess er búið að setja lög í um helmingi þessara ríkja sem meina trans fólki að nota klósett í skólum sem eru ekki ætluð því kyni sem það fæddist í. Sjá einnig: Sækja WorldPride í skugga bakslags í réttindum hinsegin fólks John Roberts, forseti Hæstaréttar, skrifaði dómsorð meirihlutans en þar segir að málið sé mjög umdeilt og felir í sér mörg álitamál. Mikið sé um það deilt og umræðan sé áhrifamikil. Hann segir hins vegar að ekki sé hægt að notast við stjórnarskrána til að útkljá hana. Best væri að löggjafinn kæmi að því. Sonia Sotomayor skrifaði andsvar minnihlutans en hún sagði lögin klárlega brjóta gegn stjórnarskránni. Sakaði hún meirihlutann um að yfirgefa trans börn og foreldra þeirra og gera þau berskjölduð fyrir pólitískum duttlungum. Trump áhrifamikill Dómsmál hafa verið höfðuð vegna þessara laga í mörgum þeirra ríkja þar sem þau hafa verið samþykkt. Líklegt er að úrskurður Hæstaréttar muni koma niður á þeim lögsóknum en hve mörgum liggur ekki fyrir enn. Sum þessara mála byggja ekki á stjórnarskrá Bandaríkjanna heldur ákvæðum í stjórnarskrá tiltekinna ríkja eða öðrum grundvelli. Í ríkjum þar sem Demókratar stjórna hafa verið gerðar tilraunir til að festa rétt trans barna til meðferðar í lög. Hvort meðferðin verði áfram í boði mun þó, samkvæmt AP fréttaveitunni, velta á fjármagni. Þar skipta ákvarðanir Trumps miklu máli en hann hefur gefið út þá skipun að ekkert alríkisfé verði notað til þessarar meðferðar og að stofnanir þar sem meðferð er veitt fá sömuleiðis enga peninga. Þess vegna hafa meðferðir verið stöðvaðar víða um Bandaríkin í ríkjum þar sem hún er leyfileg.
Bandaríkin Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Málefni trans fólks Tengdar fréttir Óskýrt hvort loftbyssuskot að hinsegin fólki hafi verið hatursglæpur Hópur hinsegin og trans fólks var að stíga út úr leigubíl á Laugaveginum í gær þegar skotið var að honum úr loftbyssu. Samskipta- og kynningarstýra Samtakanna 78 segir óskýrt hvort um hatursglæp hafi verið að ræða en tilkynnir málið engu að síður til lögreglu. 5. júní 2025 14:52 Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri segist hafa verið rangkynjuð alla ævi vegna útlits síns. Transfóbía og hysterísk kynjatvíhyggja bitni á öllum og atvikum sem byggi á slíku fari fjölgandi. Fólk eigi að fá að stjórna eigin líkömum og segir hún trans hatur skerða frelsi allra. 7. maí 2025 23:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Óskýrt hvort loftbyssuskot að hinsegin fólki hafi verið hatursglæpur Hópur hinsegin og trans fólks var að stíga út úr leigubíl á Laugaveginum í gær þegar skotið var að honum úr loftbyssu. Samskipta- og kynningarstýra Samtakanna 78 segir óskýrt hvort um hatursglæp hafi verið að ræða en tilkynnir málið engu að síður til lögreglu. 5. júní 2025 14:52
Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri segist hafa verið rangkynjuð alla ævi vegna útlits síns. Transfóbía og hysterísk kynjatvíhyggja bitni á öllum og atvikum sem byggi á slíku fari fjölgandi. Fólk eigi að fá að stjórna eigin líkömum og segir hún trans hatur skerða frelsi allra. 7. maí 2025 23:03
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“