Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2025 16:15 GBU-57 sprengjan er 13,6 tonn að þyngd en B-2 Spirit sprengjuþoturnar eru þeir einu sem hafa verið notaðar til að varpa þeim. AP/Flugher Bandaríkjanna Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. Þessari sprengju, eða nokkrar slíkar, vilja Ísraelar fá Bandaríkjamenn til að varpa á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordo í Íran, sem grafin er djúpt inn í fjall. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og eru tiltölulega fáar herflugvélar sem hægt væri að nota til að varpa henni. Líklegast er að Bandaríkjamenn myndu nota B-2 Spirit herþotur til verksins, taki Trump þá ákvörðun að koma Ísraelum til aðstoðar. Þessar þotur hafa lengi verið kallaðar skæðustu sprengjuþotur heims og er gífurlega erfitt að sjá þær á ratsjám. Þær eru einnig mjög dýrar og þess vegna eiga Bandaríkjamenn fáar slíkar í dag. Eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél hefur verið smíðuð en nítján eru enn í notkun. AP fréttaveitan segir að B-2 geti tekið á loft með tvær sprengjur um borð en það eru rúm 27 tonn. Undir áttatíu metrum af steypu og grjóti Kjarnorkurannsóknarstöðin Fordo er sú næst stærsta í Íran þar sem úran er auðgað. Sú stærsta er Natanz en Ísraelar hafa þegar gert umfangsmiklar árásir á hana og telja sig hafa valdið það miklum skemmdum að erfitt sé fyrir Írana að auðga þar úran. Fordo er grafið inn í fjall nærri borginni Qom í Íran. Hún er talin grafin um áttatíu metra undir steypu og grjóti. GBU-57 sprengjurnar eru hannaðar til að nýta þyngd þeirra og hraðann sem þær falla á til að grafa sig djúpt í gegnum jarðveg og jafnvel herta steypu, á sextíu metra dýpi eða lengra. Hægt er að varpa fleiri sprengjum á sama stað, sem færu þá dýpra ofan í jörðina en sú fyrsta. Washington Post segir að ekki liggi fyrir að sprengjunni hafi nokkurn tímann verið varpað í orrustu. Hér að neðan má sjá myndband af tilraunasprengingu frá árinu 2019. Bandaríkin Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Þessari sprengju, eða nokkrar slíkar, vilja Ísraelar fá Bandaríkjamenn til að varpa á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordo í Íran, sem grafin er djúpt inn í fjall. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og eru tiltölulega fáar herflugvélar sem hægt væri að nota til að varpa henni. Líklegast er að Bandaríkjamenn myndu nota B-2 Spirit herþotur til verksins, taki Trump þá ákvörðun að koma Ísraelum til aðstoðar. Þessar þotur hafa lengi verið kallaðar skæðustu sprengjuþotur heims og er gífurlega erfitt að sjá þær á ratsjám. Þær eru einnig mjög dýrar og þess vegna eiga Bandaríkjamenn fáar slíkar í dag. Eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél hefur verið smíðuð en nítján eru enn í notkun. AP fréttaveitan segir að B-2 geti tekið á loft með tvær sprengjur um borð en það eru rúm 27 tonn. Undir áttatíu metrum af steypu og grjóti Kjarnorkurannsóknarstöðin Fordo er sú næst stærsta í Íran þar sem úran er auðgað. Sú stærsta er Natanz en Ísraelar hafa þegar gert umfangsmiklar árásir á hana og telja sig hafa valdið það miklum skemmdum að erfitt sé fyrir Írana að auðga þar úran. Fordo er grafið inn í fjall nærri borginni Qom í Íran. Hún er talin grafin um áttatíu metra undir steypu og grjóti. GBU-57 sprengjurnar eru hannaðar til að nýta þyngd þeirra og hraðann sem þær falla á til að grafa sig djúpt í gegnum jarðveg og jafnvel herta steypu, á sextíu metra dýpi eða lengra. Hægt er að varpa fleiri sprengjum á sama stað, sem færu þá dýpra ofan í jörðina en sú fyrsta. Washington Post segir að ekki liggi fyrir að sprengjunni hafi nokkurn tímann verið varpað í orrustu. Hér að neðan má sjá myndband af tilraunasprengingu frá árinu 2019.
Bandaríkin Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50
Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38
Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent