Sjófólksdagurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar 18. júní 2025 13:00 Mér er enn minnisstætt þegar málfarsráðunautur ríkiútvarpsins lét hætta að greina frá því, hver hefði verið tilnefndur maður ársins. Þess í stað varð til hjá RUV manneskja ársins. Ástæða: Kona getur ekki verið verið maður – því orðið maður er karlkyns. Sé kona kjörin til að njóta þeirrar virðingar, sem táknuð var með heitinu maður ársins skal sú virðigarstaða heita manneskja ársins. Það hæfir konu og skal því svo vera. Feðravaldið burt! …og að lokum þingnár. Eins er að mestu hætt að kalla konu, sem situr á Alþingi Íslendinga, þingmann. Feðraveldið verður þar að víkja. Slíka konu ber að nefna þingkonu. En nú stendur svo á að kynin á Íslandi teljast vera fleiri en bara karl og kona. Tillit til þess verður talsmátinn að taka. Sjálfsagt kemur að því að hvorki þingmaður né þingkona geta talist réttnefni. Þá verður væntanlega til þingkvár. Og þingtrans! Jafnvel nær málvöndunn svo langt að líka verður hægt að brúka heitið þingnár. Þ.e.a.s.þegar viðkomandi þingmaður, þingkona, þingkvár eða þingtrans hafa lokið sinni hérvist. Nýtt heiti – sami dagur. Hví kemur mér þetta í hug. Nýliðinn er sá dagur, sem á góðri íslensku hefur borið heitið sjómannadagur. Hann er sunginn, kveðinn, kyrjaður – margauglýstur í RÚV auðkenndur af sömu harðdrægu ferðraveldissjónarmiðum og áður einkenndu manneskju ársins. Er ekki löngu kominn tími til þess að málfarsráðunautur RUV beiti hér valdi sínu. Hver og einn sem sjóinn sækir getur verið sjómaður, sjókona, sjókvár eða sjótrans – og sjónár eftir að lífinu lýkur. Hvílíkt tækifæri fyrir málfarsráðunaut RUV og aðra andstæðinga feðraveldisins í orðavali. Og næst þegar sá dagur rennur upp, sem kenndur hefur verið við sjósóknara mun heitið væntanlega vera sjófólksdagurinn. Nær þá til alls fólks, sem sjóinn stundar – jafnt til sjókarla, sjókvenna,sjókvár, sjótrans – og líka sjónái. Höfundur er fyrrv.alþingismaður ekki orðinn sjónár. Kæri málfarsráðunautur RUV. Hvílíkt tækifæri! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Mér er enn minnisstætt þegar málfarsráðunautur ríkiútvarpsins lét hætta að greina frá því, hver hefði verið tilnefndur maður ársins. Þess í stað varð til hjá RUV manneskja ársins. Ástæða: Kona getur ekki verið verið maður – því orðið maður er karlkyns. Sé kona kjörin til að njóta þeirrar virðingar, sem táknuð var með heitinu maður ársins skal sú virðigarstaða heita manneskja ársins. Það hæfir konu og skal því svo vera. Feðravaldið burt! …og að lokum þingnár. Eins er að mestu hætt að kalla konu, sem situr á Alþingi Íslendinga, þingmann. Feðraveldið verður þar að víkja. Slíka konu ber að nefna þingkonu. En nú stendur svo á að kynin á Íslandi teljast vera fleiri en bara karl og kona. Tillit til þess verður talsmátinn að taka. Sjálfsagt kemur að því að hvorki þingmaður né þingkona geta talist réttnefni. Þá verður væntanlega til þingkvár. Og þingtrans! Jafnvel nær málvöndunn svo langt að líka verður hægt að brúka heitið þingnár. Þ.e.a.s.þegar viðkomandi þingmaður, þingkona, þingkvár eða þingtrans hafa lokið sinni hérvist. Nýtt heiti – sami dagur. Hví kemur mér þetta í hug. Nýliðinn er sá dagur, sem á góðri íslensku hefur borið heitið sjómannadagur. Hann er sunginn, kveðinn, kyrjaður – margauglýstur í RÚV auðkenndur af sömu harðdrægu ferðraveldissjónarmiðum og áður einkenndu manneskju ársins. Er ekki löngu kominn tími til þess að málfarsráðunautur RUV beiti hér valdi sínu. Hver og einn sem sjóinn sækir getur verið sjómaður, sjókona, sjókvár eða sjótrans – og sjónár eftir að lífinu lýkur. Hvílíkt tækifæri fyrir málfarsráðunaut RUV og aðra andstæðinga feðraveldisins í orðavali. Og næst þegar sá dagur rennur upp, sem kenndur hefur verið við sjósóknara mun heitið væntanlega vera sjófólksdagurinn. Nær þá til alls fólks, sem sjóinn stundar – jafnt til sjókarla, sjókvenna,sjókvár, sjótrans – og líka sjónái. Höfundur er fyrrv.alþingismaður ekki orðinn sjónár. Kæri málfarsráðunautur RUV. Hvílíkt tækifæri!
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun