
Stærsti viðburður hátíðarinnar var þegar ráðamenn landsins ásamt erlendum gestum gengu niður Almannagjá og héldu svo ræður á Þingvöllum þar sem rökrætt var á öldum áður.
„Þetta var eins og að upplifa Íslandssöguna frá upphafi“ Sagði RAX um það að verða vitni að viðburðinum.

RAX reyndi að láta lítið fyrir sér fara en þurfti að fara upp á svið til þess að ná myndum af þeim sem þar sátu og fóru með ræður.


Um það bil fjórðungur þjóðarinnar á þessum tíma, u.þ.b. 60.000 manns, sóttu hátíðina og þar mátti sjá ýmsar týpur.


Þáttinn um þjóðhátíðina á Þingvöllum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar sögur:
Leiðtogafundurinn í Höfða
Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var RAX í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna.
Axel á Gjögri
RAX smellti mynd af Axel á Gjögri, þar sem hann sat í bátnum sínum . RAX fann það strax að það væri eitthvað einstakt við myndina sem hann tók af Axel og Týra í fjörunni og átti hún eftir að hafa mikil áhrif á hans feril sem ljósmyndari.