Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 14:31 Jói Pé og Króli troða upp á lýðveldishátíð í tívolíinu í Kaupmannahöfn í kvöld. Króli Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur víðar en á Íslandi. Í tívolíinu í Kaupmannahöfn fer fram hátíðardagskrá í tilefni dagsins þar sem Helgi Björnsson, karlakórinn Fóstbræður og Jói Pé og Króli koma fram. Í fréttatilkynningu frá tívolíinu í Kaupmannahöfn er gerð grein fyrir dagskránni en um er að ræða fjórða skiptið sem haldið er upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í tívolíinu. Ávarp sendiherra, íslenskur markaður, andlitsmálning og tónlistaratriði eru meðal dagskrárliða. Fréttastofa náði tali af Króla, öðrum meðlimi rapp-tvíeykisins Jóa Pé og Króla, en þeir verða með tónleika í tívolíinu í kvöld ásamt danska rapparanum Ussel. „Ég er búinn að vera að ganga hérna um í hálftíma og ég heyri eiginlega bara íslensku. Þannig að ég veit ekki hvort við séum að fara að tala íslensku eða dönsku eða ensku í kvöld,“ segir Króli í samtali við fréttastofu. Hann vonast til að sjá sem flesta Íslendinga á hátíðartónleikunum sem, ólíkt hér á landi, fara fram í þvílíkri bongóblíðu. Heiðskírt er og rúmlega tuttugu stiga hiti í borginni í dag. „Ég horfði á karlakórinn Fóstbræður hérna áðan syngja mörgæsafötunum. Ég vorkenni þeim að þurfa að vera í þessum fötum í þessu heita veðri,“ segir Króli sem velur hlýrabolinn hiklaust fram yfir kjólfötin. Jói Pé og Króli, ásamt Ussel, gáfu út plötuna Scandipain Vol. 2 á dögunum. „Við tókum plötuna upp í janúar þegar við vorum hérna í Danmörku. Við hoppuðum í stúdíóið í þrjá daga og drituðum út lögum, mjög gaman,“ segir Króli. Þremenningarnir ætla meðal annars að spila lög af nýju plötunni í kvöld. 17. júní Danmörk Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04 Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53 Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá tívolíinu í Kaupmannahöfn er gerð grein fyrir dagskránni en um er að ræða fjórða skiptið sem haldið er upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í tívolíinu. Ávarp sendiherra, íslenskur markaður, andlitsmálning og tónlistaratriði eru meðal dagskrárliða. Fréttastofa náði tali af Króla, öðrum meðlimi rapp-tvíeykisins Jóa Pé og Króla, en þeir verða með tónleika í tívolíinu í kvöld ásamt danska rapparanum Ussel. „Ég er búinn að vera að ganga hérna um í hálftíma og ég heyri eiginlega bara íslensku. Þannig að ég veit ekki hvort við séum að fara að tala íslensku eða dönsku eða ensku í kvöld,“ segir Króli í samtali við fréttastofu. Hann vonast til að sjá sem flesta Íslendinga á hátíðartónleikunum sem, ólíkt hér á landi, fara fram í þvílíkri bongóblíðu. Heiðskírt er og rúmlega tuttugu stiga hiti í borginni í dag. „Ég horfði á karlakórinn Fóstbræður hérna áðan syngja mörgæsafötunum. Ég vorkenni þeim að þurfa að vera í þessum fötum í þessu heita veðri,“ segir Króli sem velur hlýrabolinn hiklaust fram yfir kjólfötin. Jói Pé og Króli, ásamt Ussel, gáfu út plötuna Scandipain Vol. 2 á dögunum. „Við tókum plötuna upp í janúar þegar við vorum hérna í Danmörku. Við hoppuðum í stúdíóið í þrjá daga og drituðum út lögum, mjög gaman,“ segir Króli. Þremenningarnir ætla meðal annars að spila lög af nýju plötunni í kvöld.
17. júní Danmörk Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04 Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53 Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04
Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53
Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28