Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 15. júní 2025 23:03 Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins og Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sýn Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag. Þingfundinum var frestað á sjöunda tímanum í kvöld. Þingfundir á sunnudegi eru afar fátíðir, en fundurinn í dag var sá þriðji á þessari öld. Á dagskrá var frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 en hún var í raun lítið rædd, mestallur tíminn fór í að ræða fundarstjórn forseta, og var hún rædd í marga klukkutíma. Þar fordæmdi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf varðandi bókun 35. Í klippunni hér að neðan má heyra brot úr nokkrum ræðum: Verið að semja um stór mál Fundur á sunnudegi hvers vegna var þessi fundur mikilvægur á þessum degi? „Já ég held það sé nú kannski mikilvægt að hafa í huga að við erum búin að vera hérna með stutt þing síðastliðna mánuði frá því ný ríkisstjórn tók við, og mörg stór og góð mál hafa farið í gegnum þingið,“ segir Guðmundur Ari. Nú standi lokafasi þingsins yfir og verið sé að semja um stór mál. „Þá er bara mikilvægt að funda vel ef það er umræðuþörf.“ Þingflokksformenn hafi fundað í dag og samtalið færist alltaf nær og nær samkomulagi hvað þinglok varðar. Málið geti alveg beðið Bergþór Ólason segir að eðlilega hafi minnihlutinn gert athugasemd við að þingfundur hefði verið haldinn á sunnudegi, enda sé ekkert neyðarástand uppi. „Þetta mál hefur beðið í rúma þrjá áratugi og það getur alveg beðið aðeins áfram.“ Þá séu samtöl í gangi við aðra þingflokksformenn sem vonandi miði að því jafnt og þétt að þinglok geti náðst með forsvaranlegum hætti. Bókun 35 Alþingi Samfylkingin EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag. Þingfundinum var frestað á sjöunda tímanum í kvöld. Þingfundir á sunnudegi eru afar fátíðir, en fundurinn í dag var sá þriðji á þessari öld. Á dagskrá var frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 en hún var í raun lítið rædd, mestallur tíminn fór í að ræða fundarstjórn forseta, og var hún rædd í marga klukkutíma. Þar fordæmdi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf varðandi bókun 35. Í klippunni hér að neðan má heyra brot úr nokkrum ræðum: Verið að semja um stór mál Fundur á sunnudegi hvers vegna var þessi fundur mikilvægur á þessum degi? „Já ég held það sé nú kannski mikilvægt að hafa í huga að við erum búin að vera hérna með stutt þing síðastliðna mánuði frá því ný ríkisstjórn tók við, og mörg stór og góð mál hafa farið í gegnum þingið,“ segir Guðmundur Ari. Nú standi lokafasi þingsins yfir og verið sé að semja um stór mál. „Þá er bara mikilvægt að funda vel ef það er umræðuþörf.“ Þingflokksformenn hafi fundað í dag og samtalið færist alltaf nær og nær samkomulagi hvað þinglok varðar. Málið geti alveg beðið Bergþór Ólason segir að eðlilega hafi minnihlutinn gert athugasemd við að þingfundur hefði verið haldinn á sunnudegi, enda sé ekkert neyðarástand uppi. „Þetta mál hefur beðið í rúma þrjá áratugi og það getur alveg beðið aðeins áfram.“ Þá séu samtöl í gangi við aðra þingflokksformenn sem vonandi miði að því jafnt og þétt að þinglok geti náðst með forsvaranlegum hætti.
Bókun 35 Alþingi Samfylkingin EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira