Hver er í raun í fýlu? Daði Freyr Ólafsson skrifar 15. júní 2025 16:00 Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi. Það virðist vefjast fyrir sumum hvað raunverulegt hlutverk stjórnarandstöðu felur í sér. Hún er ekki til þess að klappa fyrir ríkisstjórninni, heldur til að veita aðhald, spyrja erfiðra spurninga og, þegar þörf krefur, tefja afgreiðslu umdeildra mála til að vekja athygli á lýðræðislegum, stjórnskipulegum og málsmeðferðarlegum áhyggjum. Að nýta tímann í þingsal til að rökstyðja andstöðu sína, jafnvel ítrekað, er hvorki „fýla“ né upphlaup, heldur eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu þingræði. Sú túlkun að stjórnarandstaðan vilji aðeins komast til valda og „væli“ yfir því að fá ekki að ráða, byggir á röngum forsendum og gefur lítið fyrir þau málefnalegu rök sem andstaðan hefur sett fram í þessari umræðu. Þar hefur verið bent á alvarleg stjórnskipuleg álitaefni, valdbeitingu í nefndum og skort á samtali og sáttaleit. Ábendingar af þessu tagi ber að meta út frá innihaldi, ekki afgreiða með því að stimpla þær sem tilfinningaviðbrögð. Þegar gagnrýni beinist eingöngu að framkomu stjórnarandstöðunnar, án þess að skoða aðgerðir og ábyrgð meirihlutans í sömu mynd, þá er augljóst að annað hvort skortir skilning á þinglegum verkferlum eða viljann til að horfast í augu við að lýðræði byggist á jafnvægi. Það er ekki slæmt að vera ósammála, það er ekki fýla að krefjast umræðu. Ef einhver er í fýlu, þá eru það þeir sem hafna samtali og afgreiða gagnrýni sem „væl“. Það er ekki stjórnarandstaðan sem hefur snúið baki við ábyrgri umræðu – það eru þeir sem telja að lýðræðið eigi aðeins við þegar þeim hentar. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi. Það virðist vefjast fyrir sumum hvað raunverulegt hlutverk stjórnarandstöðu felur í sér. Hún er ekki til þess að klappa fyrir ríkisstjórninni, heldur til að veita aðhald, spyrja erfiðra spurninga og, þegar þörf krefur, tefja afgreiðslu umdeildra mála til að vekja athygli á lýðræðislegum, stjórnskipulegum og málsmeðferðarlegum áhyggjum. Að nýta tímann í þingsal til að rökstyðja andstöðu sína, jafnvel ítrekað, er hvorki „fýla“ né upphlaup, heldur eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu þingræði. Sú túlkun að stjórnarandstaðan vilji aðeins komast til valda og „væli“ yfir því að fá ekki að ráða, byggir á röngum forsendum og gefur lítið fyrir þau málefnalegu rök sem andstaðan hefur sett fram í þessari umræðu. Þar hefur verið bent á alvarleg stjórnskipuleg álitaefni, valdbeitingu í nefndum og skort á samtali og sáttaleit. Ábendingar af þessu tagi ber að meta út frá innihaldi, ekki afgreiða með því að stimpla þær sem tilfinningaviðbrögð. Þegar gagnrýni beinist eingöngu að framkomu stjórnarandstöðunnar, án þess að skoða aðgerðir og ábyrgð meirihlutans í sömu mynd, þá er augljóst að annað hvort skortir skilning á þinglegum verkferlum eða viljann til að horfast í augu við að lýðræði byggist á jafnvægi. Það er ekki slæmt að vera ósammála, það er ekki fýla að krefjast umræðu. Ef einhver er í fýlu, þá eru það þeir sem hafna samtali og afgreiða gagnrýni sem „væl“. Það er ekki stjórnarandstaðan sem hefur snúið baki við ábyrgri umræðu – það eru þeir sem telja að lýðræðið eigi aðeins við þegar þeim hentar. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar