Þingmenn stjórnarandstöðu foxillir yfir því að funda á sunnudegi Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 15:36 Sjálfstæðismenn og miðflokksmenn hafa í dag hjólað í meirihlutann fyrir að boða þingmenn á fund á sunnudegi til að ræða áfram bókun 35. Þingfundir á sunnudögum eru afar sjaldgæfir. Visir/Anton Brink Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf. Í gær stóðu umræður um bókun 35 yfir til klukkan 2.05 í nótt en þrjá daga í röð hafa þeir rætt bókunina þar til klukkan er að ganga í þrjú um nótt. Og enn karpa þingmenn. Þingfundur hófst kl. 13 í morgun þar sem bókun 35 er aftur á dagskrá en þingmenn hafa enn ekki komið sér að efninu þar sem þeir hafa nú rætt fundarstjórn forseta í rúma klukkustund. Gert var hlé á funndinum á fundinum rétt fyrir kl. 15 og hefst hann aftur kl. 16.15 að óbreyttu. Það hefur örsjaldan gerst að þing sé kallað saman á sunnudegi. Frá aldamótum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum. „Hér hefur verið tekin sú fordæmalausa ákvörðun um að boða til þingfundar á sunnudegi án þess að nokkur brýn utanaðkomandi nauðsyn kalli á það og það án þess að það sé rætt einu orði við þingflokksformenn. Þingsköp, hefðir og fordæmi þingskapa skipta máli í lýðræðisríki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem þaut fyrst upp í pontu undir umræðu um fundarstjórn forseta. Jón Gunnarsson sjálfstæðismaður sagði stjórnarmeirihlutann sýna valdboð sem væri áður óþekkt í þingsögunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði að fundurinn hafi verið boðaður „í skjóli nætur“. Karl Gauti Hjaltason miðflokksmaður benti á að sunndagsfundir hefðu ekki tíðkast nema þjóðarvá væri undir. „Eru siðaskiptin hin nýrri komin hér í þingsal.“ Heimabakaður vandi Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gerði grín að minnihlutanum. „Við þurfum bara að fara að breyta vinnulöggjöfinni, banna vinnu á sunnudögum, ef þingmenn eru alveg að missa sig yfir því að þurfa að mæta hérna einn sunnudag á lýðveldistímanum,“ sagði Ásthildur í ræðu. Dabjört Hákonardóttir jafnaðarmaður sagði að þingheimur ætti það algerlega undir átta þingmönnum Miðflokksins að binda endi á umræðuna um bókun 35. „Þegar þeirri umræðu er lokið þá getum við öll haldið hér heim.“ Hún sakaði minnihlutann um að spila tafarleiki. „Ég bið háttvirtan þingheim um að láta ekki eins og þetta sé ekki heimatilbúinn vandi sem er í boði stjórnarandstöðunnar,“ sagði Dagbjört. Dagbjört Hákonar þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir sjálfstæðismaður vildi reyndar ekki vera sökuð um málþóf og lýsti óánægju sinni yfir því að Sigmar Guðmundsson viðreisnarmaður, „heiðurspírati Viðreisnar“, hefði sakað minnihlutann um málþóf. „Sjálfur málþófs kóngurinn sjálfur,“ kallaði hún Sigmar. Alþingi Bókun 35 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Í gær stóðu umræður um bókun 35 yfir til klukkan 2.05 í nótt en þrjá daga í röð hafa þeir rætt bókunina þar til klukkan er að ganga í þrjú um nótt. Og enn karpa þingmenn. Þingfundur hófst kl. 13 í morgun þar sem bókun 35 er aftur á dagskrá en þingmenn hafa enn ekki komið sér að efninu þar sem þeir hafa nú rætt fundarstjórn forseta í rúma klukkustund. Gert var hlé á funndinum á fundinum rétt fyrir kl. 15 og hefst hann aftur kl. 16.15 að óbreyttu. Það hefur örsjaldan gerst að þing sé kallað saman á sunnudegi. Frá aldamótum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum. „Hér hefur verið tekin sú fordæmalausa ákvörðun um að boða til þingfundar á sunnudegi án þess að nokkur brýn utanaðkomandi nauðsyn kalli á það og það án þess að það sé rætt einu orði við þingflokksformenn. Þingsköp, hefðir og fordæmi þingskapa skipta máli í lýðræðisríki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem þaut fyrst upp í pontu undir umræðu um fundarstjórn forseta. Jón Gunnarsson sjálfstæðismaður sagði stjórnarmeirihlutann sýna valdboð sem væri áður óþekkt í þingsögunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði að fundurinn hafi verið boðaður „í skjóli nætur“. Karl Gauti Hjaltason miðflokksmaður benti á að sunndagsfundir hefðu ekki tíðkast nema þjóðarvá væri undir. „Eru siðaskiptin hin nýrri komin hér í þingsal.“ Heimabakaður vandi Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gerði grín að minnihlutanum. „Við þurfum bara að fara að breyta vinnulöggjöfinni, banna vinnu á sunnudögum, ef þingmenn eru alveg að missa sig yfir því að þurfa að mæta hérna einn sunnudag á lýðveldistímanum,“ sagði Ásthildur í ræðu. Dabjört Hákonardóttir jafnaðarmaður sagði að þingheimur ætti það algerlega undir átta þingmönnum Miðflokksins að binda endi á umræðuna um bókun 35. „Þegar þeirri umræðu er lokið þá getum við öll haldið hér heim.“ Hún sakaði minnihlutann um að spila tafarleiki. „Ég bið háttvirtan þingheim um að láta ekki eins og þetta sé ekki heimatilbúinn vandi sem er í boði stjórnarandstöðunnar,“ sagði Dagbjört. Dagbjört Hákonar þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir sjálfstæðismaður vildi reyndar ekki vera sökuð um málþóf og lýsti óánægju sinni yfir því að Sigmar Guðmundsson viðreisnarmaður, „heiðurspírati Viðreisnar“, hefði sakað minnihlutann um málþóf. „Sjálfur málþófs kóngurinn sjálfur,“ kallaði hún Sigmar.
Alþingi Bókun 35 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira