„Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 11:32 Sandra Sigurðardóttir tók hanskana af hillunni í neyðartilfelli FH. vísir / sigurjón Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir tók hanskana fram á nýjan leik eftir að Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sleit krossband á dögunum. Hún kann vel við sig í Kaplakrikanum og hefur staðið sig vel á tímabilinu. Sandra lagði hanskana á hilluna frægu eftir tímabilið 2022, en hefur síðan þá leikið tvo leiki með Val og aðra tvo með Grindavík. Hún á að baki 49 landsleiki fyrir Íslands hönd og ljóst að FH-ingar nældu sér í gríðarlega reynslumikinn markvörð. „Þær voru bara í neyð, þetta kemur upp þegar hún Aldís meiðist. Þannig að það er hringt í mig á þriðjudegi, leikur á föstudegi. [Guðni Eiríksson, þjálfari FH] hitti á mig á góðum tímapunkti og ég sagði bara já, fór á fyrstu æfinguna sama dag og var hræðileg fannst mér... ...Svo er þetta bara fljótt að koma, ég er dugleg að halda mér við með hreyfingu og það hjálpaði mér… Ég myndi ekki segja að ég væri orðin gamla, góða Sandra, ég er með há viðmið á eigin getu en jú kannski smá. Miðað við hvernig ég byrjaði á fyrstu æfingunum, þá var ég mjög ryðguð, en svo bara furðu fljótt fór rykið af mér“ sagði Sandra. FH er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Þróttar. Sandra hefur spilað síðustu tvo leikina í deildinni, með ungu og skemmtilegu, léttleikandi liði FH. Sandra er auðvitað afar reynslumikil og á margfalt fleiri leiki en flestar í liðinu, auk aldursára. Hún kemur því inn í hópinn og tekur að sér ákveðið leiðtogahlutverk. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég var ekki búin að fylgjast vel með í sumar en vissi að þær væru sprækar, en svona sprækar hafði ég ekki hugmynd um. Þær eru bara ógeðslega góðar í fótbolta og það er mikil stemning í Krikanum, maður finnur það… Það er gaman að geta komið með einhverja rödd og reynslu“ sagði Sandra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. FH tekur á móti Tindastóli á morgun í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli. Leikurinn hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Sandra lagði hanskana á hilluna frægu eftir tímabilið 2022, en hefur síðan þá leikið tvo leiki með Val og aðra tvo með Grindavík. Hún á að baki 49 landsleiki fyrir Íslands hönd og ljóst að FH-ingar nældu sér í gríðarlega reynslumikinn markvörð. „Þær voru bara í neyð, þetta kemur upp þegar hún Aldís meiðist. Þannig að það er hringt í mig á þriðjudegi, leikur á föstudegi. [Guðni Eiríksson, þjálfari FH] hitti á mig á góðum tímapunkti og ég sagði bara já, fór á fyrstu æfinguna sama dag og var hræðileg fannst mér... ...Svo er þetta bara fljótt að koma, ég er dugleg að halda mér við með hreyfingu og það hjálpaði mér… Ég myndi ekki segja að ég væri orðin gamla, góða Sandra, ég er með há viðmið á eigin getu en jú kannski smá. Miðað við hvernig ég byrjaði á fyrstu æfingunum, þá var ég mjög ryðguð, en svo bara furðu fljótt fór rykið af mér“ sagði Sandra. FH er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Þróttar. Sandra hefur spilað síðustu tvo leikina í deildinni, með ungu og skemmtilegu, léttleikandi liði FH. Sandra er auðvitað afar reynslumikil og á margfalt fleiri leiki en flestar í liðinu, auk aldursára. Hún kemur því inn í hópinn og tekur að sér ákveðið leiðtogahlutverk. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég var ekki búin að fylgjast vel með í sumar en vissi að þær væru sprækar, en svona sprækar hafði ég ekki hugmynd um. Þær eru bara ógeðslega góðar í fótbolta og það er mikil stemning í Krikanum, maður finnur það… Það er gaman að geta komið með einhverja rödd og reynslu“ sagði Sandra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. FH tekur á móti Tindastóli á morgun í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli. Leikurinn hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50