Hitnaði í hamsi: „Forseti er með orðið!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2025 08:08 Þingfundur hófst klukkan 10:30 í gær og var slitið klukkan 02:05. Alþingi Til orðskipta kom milli Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis og þingmanna Miðflokksins á fyrsta tímanum í nótt, þegar þingfundur hafði staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Þingmenn Miðflokksins hafa undanfarna daga rætt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 langt fram á nótt. Þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt, þriðja daginn í röð. Á þingfundi gærdagsins skiptust þingmenn Miðflokksins á að setjast í ræðustól og kalla eftir því að utanríkisráðherra mæti meðan málið er til umræðu. Um miðnætti spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hversu lengi þingmenn væru tilbúnir að sitja fundinn. Þá sagði hún að til greina kæmi að halda þingfundinum áfram síðar í dag en þó væri ekkert ákveðið. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins steig síðar í pontu til að svara því. „Við þurfum að ræða þetta mál en af einhverjum ástæðum treystir meirihlutinn sér ekki til að tala fyrir málinu. Við erum að biðja um að hæstvirtur ráðherra komi og tali fyrir þessu máli. Og ef þetta er einhver sýndarleikur þá hleypið þið öðrum málum á dagskrá og takið þetta af dagskrá þar til þið eruð tilbúin að tala fyrir því. Og í því ljósi spyr ég, hver er staðgengill hæstvirts utanríkisráðherra? Ég fer fram á að ef þingfundur verður hér í nótt, að forseti sjái til þess að staðgengill komi hér í hús svo megi ljúka þessari umræðu einhvern tímann.“ Þá tók Þórunn aftur til máls. „Það er nokkuð langt síðan það var mælt fyrir þessum nefndarálitum. Framsögumaður meiri hluta hefur verið við þessa umræðu meira og minna allan tímann. Og ég veit ekki hvað...“ „Ekki allan!“ kallaði einhver úr þingsal. Þórunn svaraði um hvöss um hæl. „Forseti er með orðið.“ Í tvígang kallaði einhver úr salnum og þá ítrekaði Þórunn að forseti væri með orðið. Þá kynnti hún inn næsta ræðumann, Bergþór Ólason þingflokksformann Miðflokksins, sýnilega örg. Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins hafa undanfarna daga rætt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 langt fram á nótt. Þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt, þriðja daginn í röð. Á þingfundi gærdagsins skiptust þingmenn Miðflokksins á að setjast í ræðustól og kalla eftir því að utanríkisráðherra mæti meðan málið er til umræðu. Um miðnætti spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hversu lengi þingmenn væru tilbúnir að sitja fundinn. Þá sagði hún að til greina kæmi að halda þingfundinum áfram síðar í dag en þó væri ekkert ákveðið. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins steig síðar í pontu til að svara því. „Við þurfum að ræða þetta mál en af einhverjum ástæðum treystir meirihlutinn sér ekki til að tala fyrir málinu. Við erum að biðja um að hæstvirtur ráðherra komi og tali fyrir þessu máli. Og ef þetta er einhver sýndarleikur þá hleypið þið öðrum málum á dagskrá og takið þetta af dagskrá þar til þið eruð tilbúin að tala fyrir því. Og í því ljósi spyr ég, hver er staðgengill hæstvirts utanríkisráðherra? Ég fer fram á að ef þingfundur verður hér í nótt, að forseti sjái til þess að staðgengill komi hér í hús svo megi ljúka þessari umræðu einhvern tímann.“ Þá tók Þórunn aftur til máls. „Það er nokkuð langt síðan það var mælt fyrir þessum nefndarálitum. Framsögumaður meiri hluta hefur verið við þessa umræðu meira og minna allan tímann. Og ég veit ekki hvað...“ „Ekki allan!“ kallaði einhver úr þingsal. Þórunn svaraði um hvöss um hæl. „Forseti er með orðið.“ Í tvígang kallaði einhver úr salnum og þá ítrekaði Þórunn að forseti væri með orðið. Þá kynnti hún inn næsta ræðumann, Bergþór Ólason þingflokksformann Miðflokksins, sýnilega örg.
Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira