Segir reikninginn ekki enda hjá eldri borgurum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2025 11:10 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. vísir/ívar Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir ríkið seilast í vasa almennings með nýju frumvarpi. Ellilífeyrir muni lækka á meðan öryrkjar fá hærri bætur en þeir hefðu haft í tekjur fyrir orkutap. Hann segir breytinguna skerða eignarrétt sjóðsfélaga sem brjóti gegn stjórnarskránni. Fjármálaráðherra segir það af og frá að gengið verði á eignarrétt sjóðsfélaga og að reikningurinn muni ekki enda hjá ellilífeyrisþegum. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Hafa stórvægilegar áhyggjur af frumvarpinu Reiknað er með að rúmlega 40 prósent öryrkja muni fara yfir núverandi hámark ef frumvarpið verður samþykkt. Þó nokkrar umsagnir hafa borist efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna málsins flest allar af sama meiði, að breytingin verði til eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega. Fyrirhugaðar breytingar komi hvað verst niður á tekjuminna fólki og sjóðum verkafólks þar sem slys eru tíðari og örorkubyrðin þyngri. Þar á meðal er Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja.vísir „Það má vera kýrskýrt að ef þetta fer í gegn þá er það að grafa undir samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Þetta gengur mjög hart gegn veigamiklu grundvallarsjónarmiði trygginga að enginn skuli hafa fjárhagslegan ávinning af tjóni.“ Þetta segir Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, sem segir breytingarnar brjóta gegn grunnreglum trygginga. „Við höfum stórvægilegar áhyggjur af þessu frumvarpi. Líkt og með aðrar tryggingar er grunnhugsunin að bæta tjón en ekki ofbæta sem verður raunin ef frumvarpið fer í gegn.“ Telur breytinguna leiða til brots gegn stjórnarskránni Hann telur að breytingin leiði til brots gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. „Samhliða þessu mun gildistaka frumvarpsins draga úr getu lífeyrissjóða til að greiða lögbundinn ellilífeyri. Þetta kemur til með að hafa mjög neikvæð áhrif á örorkuþunga lífeyrissjóði. Frumvarpið felur í sér eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega og það getur leitt til skaðabótaskyldu skv. 72. grein stjórnarskrárinnar.“ Hann segir að áhrifanna mun gæta mjög fljótlega og telur að lækkun ellilífeyrisgreiðslna úr Lífeyrissjóði Vestmannaeyja muni lækka um fimm prósent. Að hans mati dregur frumvarpið einnig úr hvata öryrkja til að leita aftur á vinnumarkað. „VIRK hefur verið að standa sig mjög vel að koma fólki í starfsendurhæfingu og atvinnuástand hefur verið gott. Svo að örorkuhlutfall hjá okkur hefur farið lækkandi sem er gott en með þessu frumvarpi erum við að fara allt aðra leið.“ Haukur segir ekkert samráð hafa átt sér stað við undirbúning frumvarpsins. „Á sama tíma er verið að draga úr örorkuframlagi sem á að jafna stöðu sjóða og fella niður árið 2026.“ Örorkulífeyrisþegar eiga ákveðinn rétt Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fullt samráð hafa verið allan tíman við vinnslu frumvarpsins. Það sé af og frá að gengið sé á eignarrétt sjóðsfélaga. „Það er ekki tilfellið. Eins og ég segi það hefur alltaf staðið til að endurskoða framtíð jöfnunarframlagsins í tengslum við þessa breytingu. Við megum heldur ekki gleyma því að örorkulífeyrisþegar hafa greitt í sjóðina og eiga þar ákveðinn rétt. Við þurfum að gæta þeirra hagsmuna líka. Það hefur alltaf legið fyrir að þetta sé ekki reikningur sem endar hjá ellilífeyrisþegum.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.Vísir/Anton Brink Lífeyrissjóðir Tryggingar Eldri borgarar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir það af og frá að gengið verði á eignarrétt sjóðsfélaga og að reikningurinn muni ekki enda hjá ellilífeyrisþegum. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Hafa stórvægilegar áhyggjur af frumvarpinu Reiknað er með að rúmlega 40 prósent öryrkja muni fara yfir núverandi hámark ef frumvarpið verður samþykkt. Þó nokkrar umsagnir hafa borist efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna málsins flest allar af sama meiði, að breytingin verði til eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega. Fyrirhugaðar breytingar komi hvað verst niður á tekjuminna fólki og sjóðum verkafólks þar sem slys eru tíðari og örorkubyrðin þyngri. Þar á meðal er Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja.vísir „Það má vera kýrskýrt að ef þetta fer í gegn þá er það að grafa undir samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Þetta gengur mjög hart gegn veigamiklu grundvallarsjónarmiði trygginga að enginn skuli hafa fjárhagslegan ávinning af tjóni.“ Þetta segir Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, sem segir breytingarnar brjóta gegn grunnreglum trygginga. „Við höfum stórvægilegar áhyggjur af þessu frumvarpi. Líkt og með aðrar tryggingar er grunnhugsunin að bæta tjón en ekki ofbæta sem verður raunin ef frumvarpið fer í gegn.“ Telur breytinguna leiða til brots gegn stjórnarskránni Hann telur að breytingin leiði til brots gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. „Samhliða þessu mun gildistaka frumvarpsins draga úr getu lífeyrissjóða til að greiða lögbundinn ellilífeyri. Þetta kemur til með að hafa mjög neikvæð áhrif á örorkuþunga lífeyrissjóði. Frumvarpið felur í sér eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega og það getur leitt til skaðabótaskyldu skv. 72. grein stjórnarskrárinnar.“ Hann segir að áhrifanna mun gæta mjög fljótlega og telur að lækkun ellilífeyrisgreiðslna úr Lífeyrissjóði Vestmannaeyja muni lækka um fimm prósent. Að hans mati dregur frumvarpið einnig úr hvata öryrkja til að leita aftur á vinnumarkað. „VIRK hefur verið að standa sig mjög vel að koma fólki í starfsendurhæfingu og atvinnuástand hefur verið gott. Svo að örorkuhlutfall hjá okkur hefur farið lækkandi sem er gott en með þessu frumvarpi erum við að fara allt aðra leið.“ Haukur segir ekkert samráð hafa átt sér stað við undirbúning frumvarpsins. „Á sama tíma er verið að draga úr örorkuframlagi sem á að jafna stöðu sjóða og fella niður árið 2026.“ Örorkulífeyrisþegar eiga ákveðinn rétt Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fullt samráð hafa verið allan tíman við vinnslu frumvarpsins. Það sé af og frá að gengið sé á eignarrétt sjóðsfélaga. „Það er ekki tilfellið. Eins og ég segi það hefur alltaf staðið til að endurskoða framtíð jöfnunarframlagsins í tengslum við þessa breytingu. Við megum heldur ekki gleyma því að örorkulífeyrisþegar hafa greitt í sjóðina og eiga þar ákveðinn rétt. Við þurfum að gæta þeirra hagsmuna líka. Það hefur alltaf legið fyrir að þetta sé ekki reikningur sem endar hjá ellilífeyrisþegum.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.Vísir/Anton Brink
Lífeyrissjóðir Tryggingar Eldri borgarar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira