Stofnandi Viðreisnar segir Daða seilast í vasa almennings Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2025 14:31 Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar. vísir/sigurjón Stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir eignir ellilífeyrisþega færðar í vasa öryrkja með nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar snerti mest þá sem fá minnstu tekjurnar og vinna erfiðustu störfin. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, segir frumvarpið verulega vanhugsað og gagnrýnisvert. Benedikt skilaði á dögunum sex blaðsíðna umsögn um frumvarpið þar sem hann fullyrðir að um eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sé að ræða. „Ég hef nú orðað það þannig að þetta er óviljandi aðför gegn samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Það er færður peningur frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðunum. Þetta eru ekki peningar sem ríkið ræður yfir. Það er ákveðinn sjóður og ef það er einn hópur sem fær meira úr sjóðnum þá þurfum við að taka það frá hinum sem eru þarna. Það er í raun verið að seilast í vasa alls almennings því það er allur almenningur sem á lífeyrissjóðina,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. Varðar mest þá sem hafa minnstar tekjurnar Fyrirhuguð breyting bitni hvað verst á ellilífeyrisþegum og munu áhrif breytinganna gera vart við sig um leið. „Síðan eru þessu óbeinu áhrif sem munu hafa langtíma áhrif. En allt hefur þetta áhrif í sömu átt sem er að draga úr getu sjóðanna að borga ellilífeyri.“ Benedikt leggur frekar til að ríkið finni aðrar leiðir og nefndir sem dæmi að ríkissjóður greiði öllum öryrkjum ákveðna fjárhæð og lífeyrissjóðirnir tryggi þá það sem verður eftir umfram þá upphæð. Betra væri að halda núverandi kerfi. „Þetta lífeyriskerfi okkar er með þeim bestu í öllum heiminum og hefur fengið viðurkenningu fyrir það. Við eigum að standa vörð um það og ekki skemma það. Þetta varðar mest þá sem minnstar tekjurnar hafa og eru að vinna erfiðustu störfin. Þetta kemur lítið við þá sem hafa mjög há laun.“ Komi á óvart að sjá fjármálaráðherra leggja þetta til Benedikt segir umrædda breytingu brjóta gegn grundvallarreglu um að enginn skuli betur settur fjárhagslega eftir örorku. Það hafi letjandi áhrif. „Þetta er mjög vont því lög sem er nú búið að samþykkja áttu einmitt að efla atvinnuþátttöku öryrkja en þetta vinnur alveg þvert á móti því. Þegar það er orðinn svona mikill munur á því að vera á bótum og vera í vinnu þá er það ekki hvetjandi.“ Kemur það þér á óvart að fjármálaráðherra Viðreisnar leggi fram þetta frumvarp? „Ég held það komi bara á óvart að sjá einhvern fjármálaráðherra leggja þetta fram. Ég held að menn hafi verið komnir í tímaþröng þegar var farið að huga að lausnum í málunum. Ég held að það snúi ekkert að því í hvaða flokki ráðherrann er að hverju sinni.“ Benedikt tekur fram að fyrirhugaðar breytingar bitni verst á sjóðum verkafólks þar sem örorkubyrðin er þyngri. Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, segir frumvarpið verulega vanhugsað og gagnrýnisvert. Benedikt skilaði á dögunum sex blaðsíðna umsögn um frumvarpið þar sem hann fullyrðir að um eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sé að ræða. „Ég hef nú orðað það þannig að þetta er óviljandi aðför gegn samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Það er færður peningur frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðunum. Þetta eru ekki peningar sem ríkið ræður yfir. Það er ákveðinn sjóður og ef það er einn hópur sem fær meira úr sjóðnum þá þurfum við að taka það frá hinum sem eru þarna. Það er í raun verið að seilast í vasa alls almennings því það er allur almenningur sem á lífeyrissjóðina,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. Varðar mest þá sem hafa minnstar tekjurnar Fyrirhuguð breyting bitni hvað verst á ellilífeyrisþegum og munu áhrif breytinganna gera vart við sig um leið. „Síðan eru þessu óbeinu áhrif sem munu hafa langtíma áhrif. En allt hefur þetta áhrif í sömu átt sem er að draga úr getu sjóðanna að borga ellilífeyri.“ Benedikt leggur frekar til að ríkið finni aðrar leiðir og nefndir sem dæmi að ríkissjóður greiði öllum öryrkjum ákveðna fjárhæð og lífeyrissjóðirnir tryggi þá það sem verður eftir umfram þá upphæð. Betra væri að halda núverandi kerfi. „Þetta lífeyriskerfi okkar er með þeim bestu í öllum heiminum og hefur fengið viðurkenningu fyrir það. Við eigum að standa vörð um það og ekki skemma það. Þetta varðar mest þá sem minnstar tekjurnar hafa og eru að vinna erfiðustu störfin. Þetta kemur lítið við þá sem hafa mjög há laun.“ Komi á óvart að sjá fjármálaráðherra leggja þetta til Benedikt segir umrædda breytingu brjóta gegn grundvallarreglu um að enginn skuli betur settur fjárhagslega eftir örorku. Það hafi letjandi áhrif. „Þetta er mjög vont því lög sem er nú búið að samþykkja áttu einmitt að efla atvinnuþátttöku öryrkja en þetta vinnur alveg þvert á móti því. Þegar það er orðinn svona mikill munur á því að vera á bótum og vera í vinnu þá er það ekki hvetjandi.“ Kemur það þér á óvart að fjármálaráðherra Viðreisnar leggi fram þetta frumvarp? „Ég held það komi bara á óvart að sjá einhvern fjármálaráðherra leggja þetta fram. Ég held að menn hafi verið komnir í tímaþröng þegar var farið að huga að lausnum í málunum. Ég held að það snúi ekkert að því í hvaða flokki ráðherrann er að hverju sinni.“ Benedikt tekur fram að fyrirhugaðar breytingar bitni verst á sjóðum verkafólks þar sem örorkubyrðin er þyngri.
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira