Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 16:23 Húsgögn til sölu í Húsgagnahöllinni. Vísir/GVA Neytendastofa hefur sektað Húsgagnahöllina um 200 þúsund krónur vegna auglýsinga um „Tax free“ afslætti. Sektin byggist á því að ekki hafi komið fram í auglýsingunum hversu hátt prósentuhlutfall afslátturinn gefur. „Í ákvörðuninni er þess getið að ekki sé nægilegt að tilgreina aðeins að um Tax Free afslátt sé að ræða, heldur þurfi að greina frá upplýsingum um prósentuhlutfall afsláttarins enda kunna mismunandi vörur og þjónusta að bera mismunandi virðisaukaskatt,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Svokallaðir Tax free afslættir eru eins og kemur fram þegar virðisaukaskattur vöru eru felldir niður, eins og í fríhöfnum flugvalla. „Þá sé ekki hægt að gera kröfu til þess að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep. Auglýsingarnar hafi því verið ósanngjarnar gagnvart neytendum og feli í sér villandi viðskiptahætti.“ Auglýsingarnar sem um ræðir birtust á Facebook síðu félagsins og miðlum RÚV. Sektarákvörðunin byggðist á fyrri sektarákvörðunum fyrir sambærileg brot. Gerðu ráðstafanir þegar í stað Neytendastofa vakti athygli Húsgagnahallarinnar á málinu með bréfi dagsettu 24. mars 2025. Svar frá Húsgagnahöllinni barst tveimur dögum síðar, 26. mars 2025. Í svarbréfinu þakkaði Húsgagnahöllin fyrir erindi Neytendastofu og kvaðst hafa farið yfir ábendingar þeirra með fullri alvöru. Húsgagnahöllin leggi ríka áherslu á að fylgja lögum og reglum um viðskiptahætti og markaðssetningu, og vilji tryggja að auglýsingar fyrirtækisins séu í samræmi við gildandi reglur og bestu venjur í neytendaviðskiptum. „Félagið muni þegar í stað gera ráðstafanir til að tryggja að allar auglýsingar sem vísa til afslátta, hvort sem þær birtast á samfélagsmiðlum, í sjónvarpi eða á öðrum miðlum, gefi skýrar upplýsingar um afsláttinn í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2005 og reglur nr. 366/2008.“ „Húsgagnahöllin leggi sig í hvívetna við að gera þetta ávallt rétt en það hafi því miður misfarist í þessum auglýsingum eins og stofnunin bendi réttilega á.“ Ákvörðun Neytendastofu. Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Tengdar fréttir Hagkaup sektað um hálfa milljón Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Hagkaup um 500 þúsund krónur fyrir að hafa ekki tilgreint prósentuafslátt á Tax Free dögum Hagkaups 10. - 14. maí síðastliðinn. Hengdir voru upp stórir auglýsingaborðar í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind í tilefni daganna og Neytendastofa segir að upplýsingar um prósentuafsláttinn hefðu átt að fylgja. 28. september 2012 13:33 Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. 2. nóvember 2023 13:52 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
„Í ákvörðuninni er þess getið að ekki sé nægilegt að tilgreina aðeins að um Tax Free afslátt sé að ræða, heldur þurfi að greina frá upplýsingum um prósentuhlutfall afsláttarins enda kunna mismunandi vörur og þjónusta að bera mismunandi virðisaukaskatt,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Svokallaðir Tax free afslættir eru eins og kemur fram þegar virðisaukaskattur vöru eru felldir niður, eins og í fríhöfnum flugvalla. „Þá sé ekki hægt að gera kröfu til þess að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep. Auglýsingarnar hafi því verið ósanngjarnar gagnvart neytendum og feli í sér villandi viðskiptahætti.“ Auglýsingarnar sem um ræðir birtust á Facebook síðu félagsins og miðlum RÚV. Sektarákvörðunin byggðist á fyrri sektarákvörðunum fyrir sambærileg brot. Gerðu ráðstafanir þegar í stað Neytendastofa vakti athygli Húsgagnahallarinnar á málinu með bréfi dagsettu 24. mars 2025. Svar frá Húsgagnahöllinni barst tveimur dögum síðar, 26. mars 2025. Í svarbréfinu þakkaði Húsgagnahöllin fyrir erindi Neytendastofu og kvaðst hafa farið yfir ábendingar þeirra með fullri alvöru. Húsgagnahöllin leggi ríka áherslu á að fylgja lögum og reglum um viðskiptahætti og markaðssetningu, og vilji tryggja að auglýsingar fyrirtækisins séu í samræmi við gildandi reglur og bestu venjur í neytendaviðskiptum. „Félagið muni þegar í stað gera ráðstafanir til að tryggja að allar auglýsingar sem vísa til afslátta, hvort sem þær birtast á samfélagsmiðlum, í sjónvarpi eða á öðrum miðlum, gefi skýrar upplýsingar um afsláttinn í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2005 og reglur nr. 366/2008.“ „Húsgagnahöllin leggi sig í hvívetna við að gera þetta ávallt rétt en það hafi því miður misfarist í þessum auglýsingum eins og stofnunin bendi réttilega á.“ Ákvörðun Neytendastofu.
Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Tengdar fréttir Hagkaup sektað um hálfa milljón Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Hagkaup um 500 þúsund krónur fyrir að hafa ekki tilgreint prósentuafslátt á Tax Free dögum Hagkaups 10. - 14. maí síðastliðinn. Hengdir voru upp stórir auglýsingaborðar í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind í tilefni daganna og Neytendastofa segir að upplýsingar um prósentuafsláttinn hefðu átt að fylgja. 28. september 2012 13:33 Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. 2. nóvember 2023 13:52 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Hagkaup sektað um hálfa milljón Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Hagkaup um 500 þúsund krónur fyrir að hafa ekki tilgreint prósentuafslátt á Tax Free dögum Hagkaups 10. - 14. maí síðastliðinn. Hengdir voru upp stórir auglýsingaborðar í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind í tilefni daganna og Neytendastofa segir að upplýsingar um prósentuafsláttinn hefðu átt að fylgja. 28. september 2012 13:33
Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. 2. nóvember 2023 13:52