Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2025 11:55 Ísraelsk herþota á flugi yfir Líbanon. EPA/ATEF SAFADI Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur þrýst á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að nýta tækifærið sem felst í veikum vörnum Írana og stöðva eða hægja á kjarnorkurannsóknum klerkastjórnarinnar þar. Það hefur Trump ekki viljað gera og hefur hann þess í stað lagt áherslu á viðræður við klerkastjórnina. Þær viðræður virðast alfarið strandaðar. Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Utanríkisráðuneyti Ísrael birti í morgun yfirlýsingu um að stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) hafði ályktað að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Ráðuneytið sagði Írana vera að safna mjög auðguðu úrani og það sannaði að kjarnorkurannsóknir þeirra væru ekki gerðar í friðsamlegum tilgangi. Þá segja Ísraelar að klerkastjórnin hafi ítrekað staðið í vegi eftirlitsaðila IAEA og að aðgerðir Írana ógni öryggi í Mið-Austurlöndum og heiminum öllum. Ráðuneytið kallar eftir aðgerðum frá alþjóðasamfélaginu og að komið verði í veg fyrir að Íran komi uppi kjarnorkuvopnum. The International Atomic Energy Agency (IAEA) Board of Governors has concluded, with overwhelming international support (19 in favor, 3 against), that Iran is non-complying with its safeguards obligations under the Nuclear Non-Proliferation Treaty (NPT).Iran has engaged in a…— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 12, 2025 Eftir að ályktun stjórnar IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Samkvæmt frétt Wall Street Journal var þetta í fyrsta sinn í tuttugu ár sem stjórnin ályktar að Íranar séu ekki að standa við skuldbindingar sínar en tilefni atkvæðagreiðslunnar, sem fór 19-3 var að klerkastjórnin í Íran hefur í sex ár neitað að útskýra nánar auðgun úrans í landinu. Íranskir vísindamenn eru sagðir auðga úran í um eina kjarnorkusprengju í hverjum mánuði. Þyrftu líklega aðstoð Tvennum sögum fer af því í Bandaríkjunum hvort ráðamenn í Íran hafi ákveðið að smíða kjarnorkusprengjur en talið er að það gætu þeir gert á einungis nokkrum mánuðum eftir að ákvörðun er tekin. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum og í Evrópu að talið sé að Ísraelar séu að undirbúa árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran en óljóst sé hversu umfangsmiklar þessar árásir eiga að vera. Flestar umræddar rannsóknarstöðvar eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Trump segir Íran ekki mega eiga kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu nokkuð umfangsmiklar árásir á Íran í október, eftir að Íran skaut fjölda eldflauga og sjálfsprengidrónum að Ísrael. Árásir Ísraela beindust að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu þar í landi. Einnig var gerð árás á leynilega kjarnorkurannsóknarstöð, með því markmiði að hægja á kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Í þessari tilteknu stöð var víst verið að vinna með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Ráðamenn í Ísrael lögðu á borð Bandaríkjamanna áætlun fyrir frekari árásum á Íran fyrir nokkrum mánuðum, samkvæmt NYT, en Trump var ekki tilbúinn til að taka þátt í þeim árásum. Hann vildi þess í stað láta reyna á samningaviðræður. Óljóst er hversu tilbúinn hann er til að standa í vegi Ísraela að svo stöddu en hann hefur á undanförnum gefið til kynna að hann hafi litla trú á því að viðræður muni bera árangur. Þegar hann var spurður í gær út í fregnir um flutning starfsmanna utanríkisráðuneytisins og hersins frá Mið-Austurlöndum sagði Trump að það væri vegna þess að Mið-Austurlönd væru hættuleg. Það þyrfti að koma í ljós hvað gerðist næst. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu aldrei leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. „Þeir geta ekki eignast kjarnorkuvopn, það er mjög einfalt,“ sagði forsetinn. Reporter: Could you provide an update on Iran—that your personnel are being moved out?Trump: It could be a dangerous place. We'll see what happens. We have given notice. Move out and see what happens… They can't have a nuclear weapon pic.twitter.com/cA2ZKWJ1S4— Acyn (@Acyn) June 11, 2025 Til stóð að erindrekar Bandaríkjanna og Íran myndu funda á sunnudaginn en Trump sagði í gær að kröfur Írana fyrir viðræðurnar væru óásættanlegar. Myndu svara með hundruðum skotflauga Háttsettur íranskur embættismaður sem blaðamenn NYT ræddu við sagði að æðstu ráðamenn klerkastjórnarinnar hefðu þegar komið saman og rætt viðbrögð við mögulegum árásum Ísraela. Þeim yrði svarað með því að skjóta hundruðum skotflauga að Ísrael. Það gerðu Ísraelar einnig í október en sú árás olli litlum skaða, að hluta til vegna þess að Ísraelar nutu aðstoðar Bandaríkjamanna og Bretlands við að skjóta niður dróna og eldflaugar. Varnarmálaráðherra Íran sagði í gær að umfangsmiklar árásir yrðu einni gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og þeim yrði gert að yfirgefa heimshlutann. Bandaríska flugmóðurskipið USS Carl Vinson er á Arabíuhafi en þar um borð eru rúmlega sextíu herþotur og þar að auki eru nokkrir tugar þota annarsstaðar í Mið-Austurlöndum. Ísrael Íran Hernaður Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur þrýst á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að nýta tækifærið sem felst í veikum vörnum Írana og stöðva eða hægja á kjarnorkurannsóknum klerkastjórnarinnar þar. Það hefur Trump ekki viljað gera og hefur hann þess í stað lagt áherslu á viðræður við klerkastjórnina. Þær viðræður virðast alfarið strandaðar. Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Utanríkisráðuneyti Ísrael birti í morgun yfirlýsingu um að stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) hafði ályktað að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Ráðuneytið sagði Írana vera að safna mjög auðguðu úrani og það sannaði að kjarnorkurannsóknir þeirra væru ekki gerðar í friðsamlegum tilgangi. Þá segja Ísraelar að klerkastjórnin hafi ítrekað staðið í vegi eftirlitsaðila IAEA og að aðgerðir Írana ógni öryggi í Mið-Austurlöndum og heiminum öllum. Ráðuneytið kallar eftir aðgerðum frá alþjóðasamfélaginu og að komið verði í veg fyrir að Íran komi uppi kjarnorkuvopnum. The International Atomic Energy Agency (IAEA) Board of Governors has concluded, with overwhelming international support (19 in favor, 3 against), that Iran is non-complying with its safeguards obligations under the Nuclear Non-Proliferation Treaty (NPT).Iran has engaged in a…— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 12, 2025 Eftir að ályktun stjórnar IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Samkvæmt frétt Wall Street Journal var þetta í fyrsta sinn í tuttugu ár sem stjórnin ályktar að Íranar séu ekki að standa við skuldbindingar sínar en tilefni atkvæðagreiðslunnar, sem fór 19-3 var að klerkastjórnin í Íran hefur í sex ár neitað að útskýra nánar auðgun úrans í landinu. Íranskir vísindamenn eru sagðir auðga úran í um eina kjarnorkusprengju í hverjum mánuði. Þyrftu líklega aðstoð Tvennum sögum fer af því í Bandaríkjunum hvort ráðamenn í Íran hafi ákveðið að smíða kjarnorkusprengjur en talið er að það gætu þeir gert á einungis nokkrum mánuðum eftir að ákvörðun er tekin. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum og í Evrópu að talið sé að Ísraelar séu að undirbúa árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran en óljóst sé hversu umfangsmiklar þessar árásir eiga að vera. Flestar umræddar rannsóknarstöðvar eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Trump segir Íran ekki mega eiga kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu nokkuð umfangsmiklar árásir á Íran í október, eftir að Íran skaut fjölda eldflauga og sjálfsprengidrónum að Ísrael. Árásir Ísraela beindust að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu þar í landi. Einnig var gerð árás á leynilega kjarnorkurannsóknarstöð, með því markmiði að hægja á kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Í þessari tilteknu stöð var víst verið að vinna með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Ráðamenn í Ísrael lögðu á borð Bandaríkjamanna áætlun fyrir frekari árásum á Íran fyrir nokkrum mánuðum, samkvæmt NYT, en Trump var ekki tilbúinn til að taka þátt í þeim árásum. Hann vildi þess í stað láta reyna á samningaviðræður. Óljóst er hversu tilbúinn hann er til að standa í vegi Ísraela að svo stöddu en hann hefur á undanförnum gefið til kynna að hann hafi litla trú á því að viðræður muni bera árangur. Þegar hann var spurður í gær út í fregnir um flutning starfsmanna utanríkisráðuneytisins og hersins frá Mið-Austurlöndum sagði Trump að það væri vegna þess að Mið-Austurlönd væru hættuleg. Það þyrfti að koma í ljós hvað gerðist næst. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu aldrei leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. „Þeir geta ekki eignast kjarnorkuvopn, það er mjög einfalt,“ sagði forsetinn. Reporter: Could you provide an update on Iran—that your personnel are being moved out?Trump: It could be a dangerous place. We'll see what happens. We have given notice. Move out and see what happens… They can't have a nuclear weapon pic.twitter.com/cA2ZKWJ1S4— Acyn (@Acyn) June 11, 2025 Til stóð að erindrekar Bandaríkjanna og Íran myndu funda á sunnudaginn en Trump sagði í gær að kröfur Írana fyrir viðræðurnar væru óásættanlegar. Myndu svara með hundruðum skotflauga Háttsettur íranskur embættismaður sem blaðamenn NYT ræddu við sagði að æðstu ráðamenn klerkastjórnarinnar hefðu þegar komið saman og rætt viðbrögð við mögulegum árásum Ísraela. Þeim yrði svarað með því að skjóta hundruðum skotflauga að Ísrael. Það gerðu Ísraelar einnig í október en sú árás olli litlum skaða, að hluta til vegna þess að Ísraelar nutu aðstoðar Bandaríkjamanna og Bretlands við að skjóta niður dróna og eldflaugar. Varnarmálaráðherra Íran sagði í gær að umfangsmiklar árásir yrðu einni gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og þeim yrði gert að yfirgefa heimshlutann. Bandaríska flugmóðurskipið USS Carl Vinson er á Arabíuhafi en þar um borð eru rúmlega sextíu herþotur og þar að auki eru nokkrir tugar þota annarsstaðar í Mið-Austurlöndum.
Ísrael Íran Hernaður Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira