„Óásættanlegt“ að ofbeldi fái ekki sömu athygli og veiðigjöld Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 22:31 Halla hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar. Vísir/Vilhelm Þingmaður framsóknar segir óásættanlegt að ofbeldi, sem börn landsins verði fyrir, fái ekki sömu athygli á Alþingi og mál eins og veiðigjaldafrumvarpið. Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar setti nokkur þingmál í samhengi við borðspilið Matador, sem gengur út á að safna sem mestum auð í gegnum fasteignakaup og fjárfestingar, í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld. Niðurstöður rannsóknar þar sem Matador spil kom við sögu bendi til þess að völd geti aukið sjálfhverfu. „Og stóra áhyggjuefnið er að þegar þegar slíkur hroki nær yfirhöndinni að þá töpum við hæfninni til að hlusta á ólík sjónarmið og átök dýpka. Slík átök birtast okkur oft í þessum þingsal.“ Hún nefnir auðlindamálin sem dæmi og segir Ísland hafa skapað orkumarkað sem minni óþægilega á „eftirlitslausan fjármálamarkaðinn“ fyrir hrun. „Raforkuverð hefur aldrei hækkað jafn hratt. Skortur á framtíðarsýn hefur leitt af sér að tugir vindorkuverkefna í erlendri eigu eru í bígerð og valdið er hjá þeim sem vilja margar virkjanir hratt á meðan rödd náttúruverndar þagnar. Við eigum að framleiða meiri orku en við megum ekki líta á ráðstöfun takmarkaðra auðlinda, lands og víðerna, sömu augum og kaup á götum eða húsum í Matador leiknum.“ „Ofbeldi er vá“ Þá tók hún annað dæmi þar sem hún bar athygli sem veiðigjaldafrumvarpið fær á Alþingi saman við athygli sem mál tengd ofbeldi fá á Alþingi. Veiðigjöldin eru afar mikilvægt úrlausnarefni en það er óásættanlegt að ofbeldi, líkt og í skólum barnanna okkar í vetur fái ekki sömu athygli hér á þingi. Við þurfum kjark til að ræða orsakir, eins og ójöfnuð, árekstra við innflytjendur, og þverrandi andlega líðan. Hún kallar eftir því að brugðist verði við faraldur ofbeldis af sömu festu og Almannavarnir þegar eldgos steðjar að. „Þá koma allir saman, aðgerðir eru skýrar og mat á árangri er stöðugt þar til hættan er yfirstaðin. Ofbeldi er vá sem þarf sams konar aðgerðarfestu.“ Loks setti hún húsnæðismarkaðinn í samhengi við Matador spilið sem hún nefndi. „Við þurfum að passa að forgjöf og heppni ráði því ekki hvort þú eigir þak yfir höfuðið og vextir verða að lækka. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á ekki bara að vera á forsendum þeirra ríku. Áður var hagkvæmara húsnæði byggt svo að fleiri kæmust að. Húsnæðismál eru lífsspursmál og húsnæðismarkaður má ekki vera í leikur anda Matador spilsins.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar setti nokkur þingmál í samhengi við borðspilið Matador, sem gengur út á að safna sem mestum auð í gegnum fasteignakaup og fjárfestingar, í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld. Niðurstöður rannsóknar þar sem Matador spil kom við sögu bendi til þess að völd geti aukið sjálfhverfu. „Og stóra áhyggjuefnið er að þegar þegar slíkur hroki nær yfirhöndinni að þá töpum við hæfninni til að hlusta á ólík sjónarmið og átök dýpka. Slík átök birtast okkur oft í þessum þingsal.“ Hún nefnir auðlindamálin sem dæmi og segir Ísland hafa skapað orkumarkað sem minni óþægilega á „eftirlitslausan fjármálamarkaðinn“ fyrir hrun. „Raforkuverð hefur aldrei hækkað jafn hratt. Skortur á framtíðarsýn hefur leitt af sér að tugir vindorkuverkefna í erlendri eigu eru í bígerð og valdið er hjá þeim sem vilja margar virkjanir hratt á meðan rödd náttúruverndar þagnar. Við eigum að framleiða meiri orku en við megum ekki líta á ráðstöfun takmarkaðra auðlinda, lands og víðerna, sömu augum og kaup á götum eða húsum í Matador leiknum.“ „Ofbeldi er vá“ Þá tók hún annað dæmi þar sem hún bar athygli sem veiðigjaldafrumvarpið fær á Alþingi saman við athygli sem mál tengd ofbeldi fá á Alþingi. Veiðigjöldin eru afar mikilvægt úrlausnarefni en það er óásættanlegt að ofbeldi, líkt og í skólum barnanna okkar í vetur fái ekki sömu athygli hér á þingi. Við þurfum kjark til að ræða orsakir, eins og ójöfnuð, árekstra við innflytjendur, og þverrandi andlega líðan. Hún kallar eftir því að brugðist verði við faraldur ofbeldis af sömu festu og Almannavarnir þegar eldgos steðjar að. „Þá koma allir saman, aðgerðir eru skýrar og mat á árangri er stöðugt þar til hættan er yfirstaðin. Ofbeldi er vá sem þarf sams konar aðgerðarfestu.“ Loks setti hún húsnæðismarkaðinn í samhengi við Matador spilið sem hún nefndi. „Við þurfum að passa að forgjöf og heppni ráði því ekki hvort þú eigir þak yfir höfuðið og vextir verða að lækka. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á ekki bara að vera á forsendum þeirra ríku. Áður var hagkvæmara húsnæði byggt svo að fleiri kæmust að. Húsnæðismál eru lífsspursmál og húsnæðismarkaður má ekki vera í leikur anda Matador spilsins.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira