Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm Najeb Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 16:57 Hæstiréttur staðfesti fimm ára nauðgunardóm Najeb Mohammad Alhaj Husin í dag. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Beitti stúlkuna nauðung Najeb var fyrst dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn taldi sannað að Najeb hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri, og var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði gegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Í héraðsdómi var hann sýknaður af ákærunni fyrir nauðgun. Ekki var fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Landsréttur þyngdi dóminn í fimm ára fangelsi og sakfelldi hann fyrir nauðgun. Í dómi Landsréttar segir að af samskiptum stúlkunnar og mannsins megi rekja að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Hann hafi þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna, og hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Meðal annars þess vegna komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og var hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar og var Husin gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, samtals 1,696,218 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Farið var ítarlega yfir málsatvik í frétt Vísis um dóm héraðsdóms, sem hægt er að lesa hér. Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Beitti stúlkuna nauðung Najeb var fyrst dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn taldi sannað að Najeb hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri, og var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði gegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Í héraðsdómi var hann sýknaður af ákærunni fyrir nauðgun. Ekki var fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Landsréttur þyngdi dóminn í fimm ára fangelsi og sakfelldi hann fyrir nauðgun. Í dómi Landsréttar segir að af samskiptum stúlkunnar og mannsins megi rekja að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Hann hafi þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna, og hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Meðal annars þess vegna komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og var hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar og var Husin gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, samtals 1,696,218 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Farið var ítarlega yfir málsatvik í frétt Vísis um dóm héraðsdóms, sem hægt er að lesa hér.
Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43
Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39