Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm Najeb Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 16:57 Hæstiréttur staðfesti fimm ára nauðgunardóm Najeb Mohammad Alhaj Husin í dag. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Beitti stúlkuna nauðung Najeb var fyrst dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn taldi sannað að Najeb hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri, og var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði gegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Í héraðsdómi var hann sýknaður af ákærunni fyrir nauðgun. Ekki var fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Landsréttur þyngdi dóminn í fimm ára fangelsi og sakfelldi hann fyrir nauðgun. Í dómi Landsréttar segir að af samskiptum stúlkunnar og mannsins megi rekja að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Hann hafi þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna, og hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Meðal annars þess vegna komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og var hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar og var Husin gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, samtals 1,696,218 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Farið var ítarlega yfir málsatvik í frétt Vísis um dóm héraðsdóms, sem hægt er að lesa hér. Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Beitti stúlkuna nauðung Najeb var fyrst dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn taldi sannað að Najeb hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri, og var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði gegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Í héraðsdómi var hann sýknaður af ákærunni fyrir nauðgun. Ekki var fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Landsréttur þyngdi dóminn í fimm ára fangelsi og sakfelldi hann fyrir nauðgun. Í dómi Landsréttar segir að af samskiptum stúlkunnar og mannsins megi rekja að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Hann hafi þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna, og hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Meðal annars þess vegna komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og var hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar og var Husin gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, samtals 1,696,218 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Farið var ítarlega yfir málsatvik í frétt Vísis um dóm héraðsdóms, sem hægt er að lesa hér.
Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43
Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39