Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2025 16:50 Þjóðvarðliðar og lögreglujónar standa vörð um fangageymslu í Los Angeles, þar sem fjölmargir hafa verið handteknir á undanförnum dögum fyrir að vera í Bandaríkjunum ólöglega. AP/Damian Dovarganes Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. Á meðal ríkjanna eru bandalagsríki Bandaríkjanna. Einnig stendur til að senda fólk frá öðrum ríkjum til herstöðvarinnar umdeildu, sem er hvað frægust fyrir að hýsa meinta hryðjuverkamenn og vígamenn sem handsamaðir voru í stríðum Bandaríkjanna í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana og Pentagon árið 2001. Herstöðin varð á sínum tíma tákn pyntingar og misþyrmingar Bandaríkjamanna á meintum hryðjuverkamönnum. Allt að níu þúsund Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir gögn sem snúa að þessum undirbúningi og felur hann meðal annars í sér læknisskoðun fyrir níu þúsund manns, til að skoða hvort þeir hafi heilsu til að vera fluttir til herstöðvarinnar. Alfarið er óljóst hvort herstöðin hafi burði til að hýsa níu þúsund manns. Þegar mest var nokkur hundruð manns haldið þar, en samkvæmt áðurnefndum gögnum verður reynt að hýsa fólk þar ekki til langs tíma. Trump tilkynnti þó í janúar að hann ætlaði að gera umfangsmiklar breytingar á herstöðinni og reisa þar fangabúðir fyrir allt að þrjátíu þúsund manns. Ekki er vitað hve langt sú vinna er komin. Sjá einnig: Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Nokkur hundruð manns voru í kjölfarið flutt til Kúbu en þau voru flutt aftur til Bandaríkjanna í mars. Þá var talið mögulegt að mennirnir hefðu verið fluttir til baka vegna þess að aðstæðurnar í Guantánamo væru ekki nægilega góðar. Búist er við því að verði borgara vinaríkja Bandaríkjanna fluttir í fangabúðir þessar muni það auka áhyggjur ráðamanna í Evrópu af aðstæðum í Bandaríkjunum og það hvernig komið er fram við borgara þar. Heimildarmenn WP segja að ráðamenn í Evrópu hafi boðist til að taka við þessum mönnum en þeir þykja ekki hafa gengið nógu hart fram í þeim efnum og hafa ráðamennirnir verið sakaðir um að draga fæturna. Bandaríkin Donald Trump Kúba Tengdar fréttir Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Khaby Lame, vinsælasta TikTok-stjarna heims, hefur sjálfviljugur yfirgefið Bandaríkin eftir að hafa verið handtekinn af ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna. 11. júní 2025 14:51 Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Á meðal ríkjanna eru bandalagsríki Bandaríkjanna. Einnig stendur til að senda fólk frá öðrum ríkjum til herstöðvarinnar umdeildu, sem er hvað frægust fyrir að hýsa meinta hryðjuverkamenn og vígamenn sem handsamaðir voru í stríðum Bandaríkjanna í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana og Pentagon árið 2001. Herstöðin varð á sínum tíma tákn pyntingar og misþyrmingar Bandaríkjamanna á meintum hryðjuverkamönnum. Allt að níu þúsund Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir gögn sem snúa að þessum undirbúningi og felur hann meðal annars í sér læknisskoðun fyrir níu þúsund manns, til að skoða hvort þeir hafi heilsu til að vera fluttir til herstöðvarinnar. Alfarið er óljóst hvort herstöðin hafi burði til að hýsa níu þúsund manns. Þegar mest var nokkur hundruð manns haldið þar, en samkvæmt áðurnefndum gögnum verður reynt að hýsa fólk þar ekki til langs tíma. Trump tilkynnti þó í janúar að hann ætlaði að gera umfangsmiklar breytingar á herstöðinni og reisa þar fangabúðir fyrir allt að þrjátíu þúsund manns. Ekki er vitað hve langt sú vinna er komin. Sjá einnig: Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Nokkur hundruð manns voru í kjölfarið flutt til Kúbu en þau voru flutt aftur til Bandaríkjanna í mars. Þá var talið mögulegt að mennirnir hefðu verið fluttir til baka vegna þess að aðstæðurnar í Guantánamo væru ekki nægilega góðar. Búist er við því að verði borgara vinaríkja Bandaríkjanna fluttir í fangabúðir þessar muni það auka áhyggjur ráðamanna í Evrópu af aðstæðum í Bandaríkjunum og það hvernig komið er fram við borgara þar. Heimildarmenn WP segja að ráðamenn í Evrópu hafi boðist til að taka við þessum mönnum en þeir þykja ekki hafa gengið nógu hart fram í þeim efnum og hafa ráðamennirnir verið sakaðir um að draga fæturna.
Bandaríkin Donald Trump Kúba Tengdar fréttir Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Khaby Lame, vinsælasta TikTok-stjarna heims, hefur sjálfviljugur yfirgefið Bandaríkin eftir að hafa verið handtekinn af ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna. 11. júní 2025 14:51 Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Khaby Lame, vinsælasta TikTok-stjarna heims, hefur sjálfviljugur yfirgefið Bandaríkin eftir að hafa verið handtekinn af ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna. 11. júní 2025 14:51
Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52
Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58
Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00