Björgunarleiðangur fyrir Heimsmarkmiðin Antonio Guterres skrifar 11. júní 2025 11:32 Í þessum mánuði munu leiðtogar koma saman í Sevilla á Spáni til að taka þátt í björgunarleiðangri. Honum er ætlað að að hjálpa til við að lagfæra fjárfestingar heimsins í sjálfbærri þróun. Meira gæti ekki verið í veði. Áratugur er liðinn frá því að Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Þótt ríki heims hafi margsinnis undirgengist skuldbindingar um fjármögnun þeirra, eru tveir þriðju hlutar þeirra á eftir áætlun. Og heimurinn er að bregðast þróunarríkjum sem skortir fjórar trilljónir Bandaríkjadala á ári til þess að hrinda þessum fyrirheitum í framkvæmd fyrir 2030. Fordæmalaus andspyrna Á sama tíma hefur hægst á hjólum efnahagslífsins í heiminum. Viðskiptadeilur færast í vöxt, þróunaraðstoð hefur verið skorin niður en útgjöld til hermála aukist. Á sama tíma sætir alþjóðleg samvinna fordæmalausu mótlæti. Kreppa alþjóðlegrar þróunar er áþreifanleg. Hún mælist í því að fjölskyldur leggjast soltnar til svefns, börn eru ekki bólusett, stúlkur hætta í skóla og heilu samfélögin eru án grundvallarþjónustu. Við verðum að rétta af kúrsinn. Tækifæri til slíks gefst á fjórðu ráðstefnunni um fjármögnun þróunar í Sevilla. Verkefni hennar er að samþykkja metnaðarfulla áætlun með víðtækum alheimsstuðningi við Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Skjótra aðgerða er þörf Slík áætlun þarf að taka á þremur grundvallaratriðum. Í fyrsta lagi þarf Sevilla-ráðstefnan að greiða fyrir fjárstuðningi við þau ríki sem mest þurfa á því að halda. Með hraði. Einstökum ríkjum ber að vera við stjórnvölinn til að leysa úr læðingi fjármagn með þvi að efla tekjuöflun og taka á skattsvikum, peningaþvætti og ólöglegu fjárstreymi. Til þessa þurfa þau að njóta alþjóðlegrar samvinnu. Með þessum hætti fengju þau fjármagn, sem þau þurfa sárlega á að halda til að fjármagna forgangsmál, þar sem áhrifin eru mest. Þau eru menntun, heilsugæsla, atvinna, félagsleg vernd, fæðuöryggi og endurnýjanleg orka. Auka ber fé til útlána Á sama tíma ber þróunarbönkum hvort heldur sem þeir starfa innanlands, í einstökum heimshlutum eða á milliríkja-vettvangi að taka höndum saman til að standa straum af umtalsverðum fjárfestingum. Til þess að svo megi verða þarf að þrefalda getu þeirra til útlána til þess að þróunarríki hafi aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum til lengri tíma. Þessu þurfa að fylgja endurráðstafanir óskilyrtra varasjóða eða sérstakra dráttarréttinda þróunarríkjum til handa helst hjá fjölþjóðabönkum, til að auka áhrifin. Fjárfestingar einkageirans eru einnig þýðingarmiklar. Hægt er afla fjár með því að auðvelda einkafjármagni að styðja þróunarverkefni banka og með því að vinna að lausnum sem milda gjaldeyriskreppur og blanda saman opinberu og einkafjármagn á skilvirkari hátt. Að standa við loforð Einkum og sér í lagi verða fjárveitendur að standa svið loforð sín í þróunarmálum. Í öðru lagi þarf að laga alþjóðlega skuldakerfið. Það er óréttlátt og úr sér gengið. Núverandi lánafyrirkomulag er ósjálfbært og þróunarríki treysta því ekki. Það er auðvelt að sjá hvers vegna. Afborganir af lánum eru myllusteinn um háls þróunarríkja og gera framþróun að engu. Þær nema 1.4 trilljón dala á ári. Margar ríkisstjórnir verja meira fé til að borga af skuldum en því sem þær verja til nauðsynja á borð við heilbrigðis og menntunar. Í Sevilla ber að stíga áþreifanleg skref til að draga úr lánakostnaði, auðvelda tímabæra endurskipulagningu lána ríkja, sem burðast með ósjálfbærar skuldir. Hindra þarf að skuldakreppa brjótist út. Létta skuldabyrði Í aðdraganda ráðstefnunnar þarf fjöldi ríkja að leggja fram tillögur til að létta á skuldabyrði þróunarríkja. Meðal annars þarf að auðvelda að gera hlé á greiðslum þegar hamfarir ganga yfir. Koma þarf upp heildstæðri lánaskráningu til að tryggja gegnsæi. Betrumbæta þarf aðferðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Alþjóðbankans og lánshæfnisfyrirtækja við að meta lánshæfni þróunarríkja. Að lokum þarf fundurinn í Sevilla að efla raddir og auka áhrif þróunarríkja innan alþjóðlega fjármálakerfisins með það fyrir augum að koma betur til móts við þarfir þeirra. Alþjóðlegum fjármálstofunum ber að umbreyta stjórnunar-uppbygginu sinni til að leyfa röddum þróunarlanda að heyrast og greiða fyrir þátttöku þeirra í stjórnun þeirra stofnana sem þeira þurfa á að halda. Réttlátara skattakerfi Veröldin þarf einnig á réttlátara skattakerfi að halda. Allar ríkisstjórnir heims þurfa að koma að hönnun slíks kerfis ekki aðeins þær ríkustu og valdamestu. Einnig væri stofnun félagsskapar lántökuríkja jákvætt skref. Það væri þarfur vettvangur til að stilla saman strengi og miðla reynslu. Þetta myndi vera skref í þá átt að draga úr valda-ójafnvægi.Fundurinn í Sevilla snýst ekki um góðgerðastarf. Hann snýst um réttlæti og að byggja framtíð þar sem ríki geta þrifist, byggt, stundað viðskipti og blómstrað í sameiningu. Heimur okkar er sífellt tengdari innbyrðis. Að skipta honum upp í auðuga og snauða hluta er uppskrift að enn meira óöryggi, sem myndi draga úr framförum hvarvetna. Með endurnýjuðum skuldbindingum og aðgerðum á heimsvísu, getur ráðstefnan í Sevilla skipt sköpum og endurnýjað trú á alþjóðlega samvinnu og skilað árangri í sjálfbærri þróun í þágu fólksins og plánetunnar. Leiðtogar verða að grípa sameiginlega til aðgerða til þess að björgunarleiðangurinn skili árangri. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í þessum mánuði munu leiðtogar koma saman í Sevilla á Spáni til að taka þátt í björgunarleiðangri. Honum er ætlað að að hjálpa til við að lagfæra fjárfestingar heimsins í sjálfbærri þróun. Meira gæti ekki verið í veði. Áratugur er liðinn frá því að Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Þótt ríki heims hafi margsinnis undirgengist skuldbindingar um fjármögnun þeirra, eru tveir þriðju hlutar þeirra á eftir áætlun. Og heimurinn er að bregðast þróunarríkjum sem skortir fjórar trilljónir Bandaríkjadala á ári til þess að hrinda þessum fyrirheitum í framkvæmd fyrir 2030. Fordæmalaus andspyrna Á sama tíma hefur hægst á hjólum efnahagslífsins í heiminum. Viðskiptadeilur færast í vöxt, þróunaraðstoð hefur verið skorin niður en útgjöld til hermála aukist. Á sama tíma sætir alþjóðleg samvinna fordæmalausu mótlæti. Kreppa alþjóðlegrar þróunar er áþreifanleg. Hún mælist í því að fjölskyldur leggjast soltnar til svefns, börn eru ekki bólusett, stúlkur hætta í skóla og heilu samfélögin eru án grundvallarþjónustu. Við verðum að rétta af kúrsinn. Tækifæri til slíks gefst á fjórðu ráðstefnunni um fjármögnun þróunar í Sevilla. Verkefni hennar er að samþykkja metnaðarfulla áætlun með víðtækum alheimsstuðningi við Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Skjótra aðgerða er þörf Slík áætlun þarf að taka á þremur grundvallaratriðum. Í fyrsta lagi þarf Sevilla-ráðstefnan að greiða fyrir fjárstuðningi við þau ríki sem mest þurfa á því að halda. Með hraði. Einstökum ríkjum ber að vera við stjórnvölinn til að leysa úr læðingi fjármagn með þvi að efla tekjuöflun og taka á skattsvikum, peningaþvætti og ólöglegu fjárstreymi. Til þessa þurfa þau að njóta alþjóðlegrar samvinnu. Með þessum hætti fengju þau fjármagn, sem þau þurfa sárlega á að halda til að fjármagna forgangsmál, þar sem áhrifin eru mest. Þau eru menntun, heilsugæsla, atvinna, félagsleg vernd, fæðuöryggi og endurnýjanleg orka. Auka ber fé til útlána Á sama tíma ber þróunarbönkum hvort heldur sem þeir starfa innanlands, í einstökum heimshlutum eða á milliríkja-vettvangi að taka höndum saman til að standa straum af umtalsverðum fjárfestingum. Til þess að svo megi verða þarf að þrefalda getu þeirra til útlána til þess að þróunarríki hafi aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum til lengri tíma. Þessu þurfa að fylgja endurráðstafanir óskilyrtra varasjóða eða sérstakra dráttarréttinda þróunarríkjum til handa helst hjá fjölþjóðabönkum, til að auka áhrifin. Fjárfestingar einkageirans eru einnig þýðingarmiklar. Hægt er afla fjár með því að auðvelda einkafjármagni að styðja þróunarverkefni banka og með því að vinna að lausnum sem milda gjaldeyriskreppur og blanda saman opinberu og einkafjármagn á skilvirkari hátt. Að standa við loforð Einkum og sér í lagi verða fjárveitendur að standa svið loforð sín í þróunarmálum. Í öðru lagi þarf að laga alþjóðlega skuldakerfið. Það er óréttlátt og úr sér gengið. Núverandi lánafyrirkomulag er ósjálfbært og þróunarríki treysta því ekki. Það er auðvelt að sjá hvers vegna. Afborganir af lánum eru myllusteinn um háls þróunarríkja og gera framþróun að engu. Þær nema 1.4 trilljón dala á ári. Margar ríkisstjórnir verja meira fé til að borga af skuldum en því sem þær verja til nauðsynja á borð við heilbrigðis og menntunar. Í Sevilla ber að stíga áþreifanleg skref til að draga úr lánakostnaði, auðvelda tímabæra endurskipulagningu lána ríkja, sem burðast með ósjálfbærar skuldir. Hindra þarf að skuldakreppa brjótist út. Létta skuldabyrði Í aðdraganda ráðstefnunnar þarf fjöldi ríkja að leggja fram tillögur til að létta á skuldabyrði þróunarríkja. Meðal annars þarf að auðvelda að gera hlé á greiðslum þegar hamfarir ganga yfir. Koma þarf upp heildstæðri lánaskráningu til að tryggja gegnsæi. Betrumbæta þarf aðferðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Alþjóðbankans og lánshæfnisfyrirtækja við að meta lánshæfni þróunarríkja. Að lokum þarf fundurinn í Sevilla að efla raddir og auka áhrif þróunarríkja innan alþjóðlega fjármálakerfisins með það fyrir augum að koma betur til móts við þarfir þeirra. Alþjóðlegum fjármálstofunum ber að umbreyta stjórnunar-uppbygginu sinni til að leyfa röddum þróunarlanda að heyrast og greiða fyrir þátttöku þeirra í stjórnun þeirra stofnana sem þeira þurfa á að halda. Réttlátara skattakerfi Veröldin þarf einnig á réttlátara skattakerfi að halda. Allar ríkisstjórnir heims þurfa að koma að hönnun slíks kerfis ekki aðeins þær ríkustu og valdamestu. Einnig væri stofnun félagsskapar lántökuríkja jákvætt skref. Það væri þarfur vettvangur til að stilla saman strengi og miðla reynslu. Þetta myndi vera skref í þá átt að draga úr valda-ójafnvægi.Fundurinn í Sevilla snýst ekki um góðgerðastarf. Hann snýst um réttlæti og að byggja framtíð þar sem ríki geta þrifist, byggt, stundað viðskipti og blómstrað í sameiningu. Heimur okkar er sífellt tengdari innbyrðis. Að skipta honum upp í auðuga og snauða hluta er uppskrift að enn meira óöryggi, sem myndi draga úr framförum hvarvetna. Með endurnýjuðum skuldbindingum og aðgerðum á heimsvísu, getur ráðstefnan í Sevilla skipt sköpum og endurnýjað trú á alþjóðlega samvinnu og skilað árangri í sjálfbærri þróun í þágu fólksins og plánetunnar. Leiðtogar verða að grípa sameiginlega til aðgerða til þess að björgunarleiðangurinn skili árangri. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun