Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 11:32 Heimir Hallgrímsson fær afhent afmæliskort frá stuðningsmönnum írska landsliðsins sem gert höfðu sér ferð til Lúxemborgar og voru í miklu stuði fyrir leik. Getty/Stephen McCarthy Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik. Írar gerðu 1-1 jafntefli við sterkt lið Senegal í Dublin á föstudaginn en vonir stóðu til þess að liðið myndi sigra Lúxemborg sem er 31 sæti neðar en Írland á heimslista FIFA. Þetta voru síðustu leikirnir áður en undankeppni HM hefst í haust en það var ekki að sjá að leikmenn írska liðsins væru komnir í HM-gír í gær, þó að þeir ættu vissulega tvö skot í marksúlurnar. Á samfélagsmiðlum grínuðust menn með að hápunktur kvöldsins hefði verið þegar Heimir fékk afhent afmæliskort fyrir leik, frá írskum stuðningsmönnum sem ferðast höfðu til Lúxemborgar, en Eyjamaðurinn fagnaði 58 ára afmæli í gær. Irish fans giving Heimir Hallgrímsson a card for his birthday has been the highlight vs Luxembourg 😂🇮🇪pic.twitter.com/23L3bv4ujG— IrishPropaganda🇮🇪⚽️ (@IrishPropaganda) June 10, 2025 „Við skulum vera hreinskilin, við erum ekki ánægðir með þessa frammistöðu,“ sagði Heimir við RTE. „Það er gott að hafa haldið markinu hreinu, það er í fyrsta sinn síðan ég kom hingað [í fyrrasumar], en okkur fannst öllum að í fyrri hálfleik værum við slappir og leikurinn leiðinlegur,“ sagði Heimir. „Það vantaði allt það góða sem við gerðum á móti Senegal. Allar kviku hreyfingarnar, pressuna og boltahraðann. Ákefðin var svo mikið minni en á móti Senegal,“ bætti hann við. Verða að spila eins gegn öllum Í grein BBC segir að Heimir hafi eftir erfiða byrjun með írska liðið, meðal annars 5-0 skell gegn Englandi á Wembley, verið á uppleið með liðið. Írland vann svo til að mynda Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars. En Heimir vill sjá meiri framfarir í haust þegar slegist verður um sæti á HM. Sú barátta hefst á leikjum við Ungverjaland og Armeníu í september. „Við breyttum til í seinni hálfleiknum, meiri hraði og við unnum fleiri návígi en þetta var ekki nógu gott. Í september spilum við gegn hærra skrifaða liðinu fyrst og svo því lægra skrifaða á útivelli, svo við verðum að læra af þessu. Við verðum að spila eins, sama hver mótherjinn er, burtséð frá því hvort þetta sé vináttulandsleikur í lok leiktíðar eða leikur í riðlakeppni. Þessi leikur var lexía fyrir okkur. Það er skiljanlegt að leikmenn hugsi með sér að nú taki við frí eftir langa törn og leikmenn okkar hafa spilað mikinn fjölda leikja,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2016? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira
Írar gerðu 1-1 jafntefli við sterkt lið Senegal í Dublin á föstudaginn en vonir stóðu til þess að liðið myndi sigra Lúxemborg sem er 31 sæti neðar en Írland á heimslista FIFA. Þetta voru síðustu leikirnir áður en undankeppni HM hefst í haust en það var ekki að sjá að leikmenn írska liðsins væru komnir í HM-gír í gær, þó að þeir ættu vissulega tvö skot í marksúlurnar. Á samfélagsmiðlum grínuðust menn með að hápunktur kvöldsins hefði verið þegar Heimir fékk afhent afmæliskort fyrir leik, frá írskum stuðningsmönnum sem ferðast höfðu til Lúxemborgar, en Eyjamaðurinn fagnaði 58 ára afmæli í gær. Irish fans giving Heimir Hallgrímsson a card for his birthday has been the highlight vs Luxembourg 😂🇮🇪pic.twitter.com/23L3bv4ujG— IrishPropaganda🇮🇪⚽️ (@IrishPropaganda) June 10, 2025 „Við skulum vera hreinskilin, við erum ekki ánægðir með þessa frammistöðu,“ sagði Heimir við RTE. „Það er gott að hafa haldið markinu hreinu, það er í fyrsta sinn síðan ég kom hingað [í fyrrasumar], en okkur fannst öllum að í fyrri hálfleik værum við slappir og leikurinn leiðinlegur,“ sagði Heimir. „Það vantaði allt það góða sem við gerðum á móti Senegal. Allar kviku hreyfingarnar, pressuna og boltahraðann. Ákefðin var svo mikið minni en á móti Senegal,“ bætti hann við. Verða að spila eins gegn öllum Í grein BBC segir að Heimir hafi eftir erfiða byrjun með írska liðið, meðal annars 5-0 skell gegn Englandi á Wembley, verið á uppleið með liðið. Írland vann svo til að mynda Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars. En Heimir vill sjá meiri framfarir í haust þegar slegist verður um sæti á HM. Sú barátta hefst á leikjum við Ungverjaland og Armeníu í september. „Við breyttum til í seinni hálfleiknum, meiri hraði og við unnum fleiri návígi en þetta var ekki nógu gott. Í september spilum við gegn hærra skrifaða liðinu fyrst og svo því lægra skrifaða á útivelli, svo við verðum að læra af þessu. Við verðum að spila eins, sama hver mótherjinn er, burtséð frá því hvort þetta sé vináttulandsleikur í lok leiktíðar eða leikur í riðlakeppni. Þessi leikur var lexía fyrir okkur. Það er skiljanlegt að leikmenn hugsi með sér að nú taki við frí eftir langa törn og leikmenn okkar hafa spilað mikinn fjölda leikja,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2016? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira