„Stundin sem við höfum óttast er runnin upp“ Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2025 06:40 Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag. AP Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur komið á útgöngubanni í hluta borgarinnar til að stöðva gripdeildir og ofbeldi af hálfu mótmælenda. Lögregla hefur handtekið fjölda mótmælenda sem hafa ekki virt útgöngubannið. Bass tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubanni á um tveggja og hálfs ferkílómetra svæði í miðborginni yrði komið á frá klukkan 20 á kvöldin til sex á morgnana. Útgöngubannið ætti þó ekki við um íbúa, blaðamenn og viðbragðsaðila og gerir borgarstjórinn ráð fyrir að bannið komi til með að vera í gildi „í nokkra daga“. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í gærkvöldi að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri að kynda undir mótmælunum með ákvörðunum sínum og ógna sjálfu lýðræðinu. „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði ríkisstjórinn í ávarpi í gærkvöldi. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. Multiple groups continue to congregate on 1st St between Spring and Alameda. Those groups are being addressed and mass arrests are being initiated. Curfew is in effect.— LAPD Central Division (@LAPDCentral) June 11, 2025 Lögregla í Los Angeles greindi frá því í gærkvöldi að 197 mótmælendur hið minnsta hefðu verið handteknir og að brotist hefði verið inn í að minnsta kosti 23 verslanir. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, ávarpaði íbúa í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi þar sem hann sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta að kynda undir mótmælin. „Að senda þjálfaða hermenn á göturnar er fordæmalaust og ógnar sjálfu lýðræðinu,“ sagði Newsom, en Trump hefur sent fjögur þúsund þjóðvarðliða og sjö hundruð landgönguliða til Los Angeles án samráðs við ríkisstjórann. „Það kann að vera að Kalifornía sé fyrst, en þessu mun klárlega ekki ljúka þar. Önnur ríki eru næst. Lýðræðið er næst. Það er verið að ráðast á lýðræðið fyrir framan nefið á okkur. Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði Newsom, harðorður í garð forsetans. Ríkisstjórinn hafði áður kært ákvörðun Trump að senda herlið til í Kaliforníu, en alríkisdómari hafnaði flýtimeðferð og verður málið tekið fyrir á morgun. Trump segist hafa tekið ákvörðunina um að senda þjóðvarðliða og landgönguliða til Los Angeles vegna mótmælanna sem hann lýsir sem „stórkostlegri árás á frið og allsherjarreglu“. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa nú einnig breiðst út til annarra bandarískra borga, meðal annars New York, Atlanta, Chicago, Dallas, Fíladelfíu og San Francisco. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar snúa heim frá Grænlandi Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Bass tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubanni á um tveggja og hálfs ferkílómetra svæði í miðborginni yrði komið á frá klukkan 20 á kvöldin til sex á morgnana. Útgöngubannið ætti þó ekki við um íbúa, blaðamenn og viðbragðsaðila og gerir borgarstjórinn ráð fyrir að bannið komi til með að vera í gildi „í nokkra daga“. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í gærkvöldi að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri að kynda undir mótmælunum með ákvörðunum sínum og ógna sjálfu lýðræðinu. „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði ríkisstjórinn í ávarpi í gærkvöldi. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. Multiple groups continue to congregate on 1st St between Spring and Alameda. Those groups are being addressed and mass arrests are being initiated. Curfew is in effect.— LAPD Central Division (@LAPDCentral) June 11, 2025 Lögregla í Los Angeles greindi frá því í gærkvöldi að 197 mótmælendur hið minnsta hefðu verið handteknir og að brotist hefði verið inn í að minnsta kosti 23 verslanir. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, ávarpaði íbúa í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi þar sem hann sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta að kynda undir mótmælin. „Að senda þjálfaða hermenn á göturnar er fordæmalaust og ógnar sjálfu lýðræðinu,“ sagði Newsom, en Trump hefur sent fjögur þúsund þjóðvarðliða og sjö hundruð landgönguliða til Los Angeles án samráðs við ríkisstjórann. „Það kann að vera að Kalifornía sé fyrst, en þessu mun klárlega ekki ljúka þar. Önnur ríki eru næst. Lýðræðið er næst. Það er verið að ráðast á lýðræðið fyrir framan nefið á okkur. Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði Newsom, harðorður í garð forsetans. Ríkisstjórinn hafði áður kært ákvörðun Trump að senda herlið til í Kaliforníu, en alríkisdómari hafnaði flýtimeðferð og verður málið tekið fyrir á morgun. Trump segist hafa tekið ákvörðunina um að senda þjóðvarðliða og landgönguliða til Los Angeles vegna mótmælanna sem hann lýsir sem „stórkostlegri árás á frið og allsherjarreglu“. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa nú einnig breiðst út til annarra bandarískra borga, meðal annars New York, Atlanta, Chicago, Dallas, Fíladelfíu og San Francisco.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar snúa heim frá Grænlandi Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00
Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila