„Ég hata að tapa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2025 21:22 Fyrirliðinn fékk gult spjald í kvöld. Liam McBurney/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson, sem bar fyrirliðaband íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap liðsins gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld. „Ég er bara pirraður. Ég hata að tapa, og sérstaklega svona þar sem mér finnst við vera miklu betri. Ég er bara pirraður og svekktur,“ sagði Hákon í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segist ekki hafa skýringar á því hvað fór úrskeiðis eftir annars góða byrjun íslenska liðsins í kvöld. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við hættum að spila bara. Við höldum vel í boltann í byrjun og gáfum þeim ekki neitt. Við erum að vinna boltann mjög ofarlega, en gerum ekki nógi mikið úr því. Ég fæ eitt dauðafæri, en þetta eru bara einhver mistök sem við gerum og leyfum þeim að koma inn í leikinn. Þá koma áhorfendur með þeim og þeir ná upp smá mómentum. Svo kemur þetta skítamark og ég held að þetta hafi bara verið lélegt hjá okkur. Við hættum að halda boltanum og ég held að það hafi verið aðalástæðan.“ Íslenska liðið lék síðasta hálftíma leiksins manni fleiri eftir að Brodie Spencer braut á Hákoni, sem var svo gott sem sloppinn einn í gegn. Heimamenn voru ósammála dómnum, en Hákon er fullviss um að brotið hafi verið á sér. „Hann hakkar hérna í mig og ég er að drepast í hælnum. Ef þú skoðar myndbandið þá er þetta alltaf rautt spjald.“ Í kjölfarið bauluðu norður-írsku stuðningsmennirnir svo hressilega á Hákon í hvert skipti sem hann fékk boltann, en hann lét það þó ekki á sig fá. „Maður er orðinn vanur þessu. Þetta hefur gerst áður þannig það hafði ekki áhrif á mig. Það var svosem alveg skiljanlegt, en þegar þeir sjá þetta í sjónvarpinu sjá þeir að þetta var hárrétt hjá dómaranum.“ Þá hefur Hákon einfalda skýringu á því hvað vantaði upp á hjá íslenska liðinu í leik kvöldsins. „Bara klára færin. Við vorum kannski ekki nógu góðir á seinni boltanum eins og við vorum á móti Skotum þar sem við vorum geggjaði í seinni boltanum. Landsleikir þar sem hitt liðið er bara að kýla fram snúast um að vinna seinni boltana og að klára færin.“ Hann segir einnig að það hafi verið jákvætt að sjá íslenska liðið skapa sér fleiri færi úr opnum leik. „Við búim til fleiri færi. Ég fæ dauðafæri þar sem við vinnum boltann ofarlega. Kristian fær fína stöðu og svo erum við hættulegir í föstum leikatriðum. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo var þarna kaós í endan sem dettur einmitt fyrir þá.“ „Mér fannst þetta betra en á móti Skotunum, jafnvel þó við skorum ekki. Þar vorum við bara ógeðslega „clinical“ en ekki í dag.“ Að lokum segir Hákon að íslenska liðið geti klárlega byggt á ýmsu úr leik kvöldsins. „Alvaran byrjar í haust og við þurfum bara að skoða hvað það er sem við þurfum að bæta. Fyrsti leikur á móti Asebaídsjan heima og við verðum að vinna það ef við ætlum að gera eitthvað í þessari keppni.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
„Ég er bara pirraður. Ég hata að tapa, og sérstaklega svona þar sem mér finnst við vera miklu betri. Ég er bara pirraður og svekktur,“ sagði Hákon í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segist ekki hafa skýringar á því hvað fór úrskeiðis eftir annars góða byrjun íslenska liðsins í kvöld. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við hættum að spila bara. Við höldum vel í boltann í byrjun og gáfum þeim ekki neitt. Við erum að vinna boltann mjög ofarlega, en gerum ekki nógi mikið úr því. Ég fæ eitt dauðafæri, en þetta eru bara einhver mistök sem við gerum og leyfum þeim að koma inn í leikinn. Þá koma áhorfendur með þeim og þeir ná upp smá mómentum. Svo kemur þetta skítamark og ég held að þetta hafi bara verið lélegt hjá okkur. Við hættum að halda boltanum og ég held að það hafi verið aðalástæðan.“ Íslenska liðið lék síðasta hálftíma leiksins manni fleiri eftir að Brodie Spencer braut á Hákoni, sem var svo gott sem sloppinn einn í gegn. Heimamenn voru ósammála dómnum, en Hákon er fullviss um að brotið hafi verið á sér. „Hann hakkar hérna í mig og ég er að drepast í hælnum. Ef þú skoðar myndbandið þá er þetta alltaf rautt spjald.“ Í kjölfarið bauluðu norður-írsku stuðningsmennirnir svo hressilega á Hákon í hvert skipti sem hann fékk boltann, en hann lét það þó ekki á sig fá. „Maður er orðinn vanur þessu. Þetta hefur gerst áður þannig það hafði ekki áhrif á mig. Það var svosem alveg skiljanlegt, en þegar þeir sjá þetta í sjónvarpinu sjá þeir að þetta var hárrétt hjá dómaranum.“ Þá hefur Hákon einfalda skýringu á því hvað vantaði upp á hjá íslenska liðinu í leik kvöldsins. „Bara klára færin. Við vorum kannski ekki nógu góðir á seinni boltanum eins og við vorum á móti Skotum þar sem við vorum geggjaði í seinni boltanum. Landsleikir þar sem hitt liðið er bara að kýla fram snúast um að vinna seinni boltana og að klára færin.“ Hann segir einnig að það hafi verið jákvætt að sjá íslenska liðið skapa sér fleiri færi úr opnum leik. „Við búim til fleiri færi. Ég fæ dauðafæri þar sem við vinnum boltann ofarlega. Kristian fær fína stöðu og svo erum við hættulegir í föstum leikatriðum. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo var þarna kaós í endan sem dettur einmitt fyrir þá.“ „Mér fannst þetta betra en á móti Skotunum, jafnvel þó við skorum ekki. Þar vorum við bara ógeðslega „clinical“ en ekki í dag.“ Að lokum segir Hákon að íslenska liðið geti klárlega byggt á ýmsu úr leik kvöldsins. „Alvaran byrjar í haust og við þurfum bara að skoða hvað það er sem við þurfum að bæta. Fyrsti leikur á móti Asebaídsjan heima og við verðum að vinna það ef við ætlum að gera eitthvað í þessari keppni.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira