Þvert nei við umsókn Grænlands Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 07:32 Grænlendingar eiga landslið en það fær ekki að keppa í neinum mótum á vegum FIFA eða álfusambanda á borð við UEFA eða CONCACAF. Instagram/@greenland_football Þrátt fyrir að vera í sams konar stöðu og Færeyingar, sem hluti af Danmörku, hafa Grænlendingar ekki mátt senda landslið í keppni á vegum alþjóða knattspyrnusambandsins og á því virðist ekki ætla að verða nein breyting. Líkt og Færeyjar eru hluti af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þá sóttust Grænlendingar eftir því að fá að vera hluti af CONCACAF, Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. Opinber umsókn var lögð fram á síðasta ári og var málið tekið fyrir á þingi CONCACAF í gær, þar sem umsókninni var hafnað með öllum greiddum atkvæðum. Enginn sérstakur rökstuðningur fylgdi tilkynningu sambandsins. Greenland deserves the right to be part of a FIFA confederation and Concacaf is the only option left. Shameful decision. https://t.co/TTRdf1w0vn— Paul Watson (@paul_c_watson) June 9, 2025 Óhætt er að ætla að þetta sé mikið högg fyrir Grænlendinga sem hafa unnið að því að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum, líkt og Færeyingar hafa gert um árabil. Karlalandsliðs Grænlands hefur verið starfrækt með þetta í huga og spilað æfingaleiki í gegnum árin, bæði gegn félagsliðum og öðrum landsliðum. Liðið æfir og spilar undir stjórn danska þjálfarans Morten Rutkjær. Samkvæmt Reuters búa um 56.500 manns á Grænlandi, eða svipað margir og í Færeyjum, og eru 18 fótboltavellir á þessari stærstu eyju heims. Samkvæmt úrslitavef KSÍ hafa Ísland og Grænland mæst í tveimur vináttulandsleikjum. Fyrst árið 1980 þegar Ísland vann 4-1 sigur í leik á Húsavíkurvelli, með mörkum Marteins Geirssonar, Páls Ólafssonar, Lárusar Guðmundssonar og Guðmundar Steinssonar, og svo aftur á þriggja liða móti í Færeyjum 1984, þar sem Ísland vann 1-0 með marki Steingríms Birgissonar. Fótbolti Grænland Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Líkt og Færeyjar eru hluti af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þá sóttust Grænlendingar eftir því að fá að vera hluti af CONCACAF, Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. Opinber umsókn var lögð fram á síðasta ári og var málið tekið fyrir á þingi CONCACAF í gær, þar sem umsókninni var hafnað með öllum greiddum atkvæðum. Enginn sérstakur rökstuðningur fylgdi tilkynningu sambandsins. Greenland deserves the right to be part of a FIFA confederation and Concacaf is the only option left. Shameful decision. https://t.co/TTRdf1w0vn— Paul Watson (@paul_c_watson) June 9, 2025 Óhætt er að ætla að þetta sé mikið högg fyrir Grænlendinga sem hafa unnið að því að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum, líkt og Færeyingar hafa gert um árabil. Karlalandsliðs Grænlands hefur verið starfrækt með þetta í huga og spilað æfingaleiki í gegnum árin, bæði gegn félagsliðum og öðrum landsliðum. Liðið æfir og spilar undir stjórn danska þjálfarans Morten Rutkjær. Samkvæmt Reuters búa um 56.500 manns á Grænlandi, eða svipað margir og í Færeyjum, og eru 18 fótboltavellir á þessari stærstu eyju heims. Samkvæmt úrslitavef KSÍ hafa Ísland og Grænland mæst í tveimur vináttulandsleikjum. Fyrst árið 1980 þegar Ísland vann 4-1 sigur í leik á Húsavíkurvelli, með mörkum Marteins Geirssonar, Páls Ólafssonar, Lárusar Guðmundssonar og Guðmundar Steinssonar, og svo aftur á þriggja liða móti í Færeyjum 1984, þar sem Ísland vann 1-0 með marki Steingríms Birgissonar.
Fótbolti Grænland Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira