Þvert nei við umsókn Grænlands Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 07:32 Grænlendingar eiga landslið en það fær ekki að keppa í neinum mótum á vegum FIFA eða álfusambanda á borð við UEFA eða CONCACAF. Instagram/@greenland_football Þrátt fyrir að vera í sams konar stöðu og Færeyingar, sem hluti af Danmörku, hafa Grænlendingar ekki mátt senda landslið í keppni á vegum alþjóða knattspyrnusambandsins og á því virðist ekki ætla að verða nein breyting. Líkt og Færeyjar eru hluti af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þá sóttust Grænlendingar eftir því að fá að vera hluti af CONCACAF, Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. Opinber umsókn var lögð fram á síðasta ári og var málið tekið fyrir á þingi CONCACAF í gær, þar sem umsókninni var hafnað með öllum greiddum atkvæðum. Enginn sérstakur rökstuðningur fylgdi tilkynningu sambandsins. Greenland deserves the right to be part of a FIFA confederation and Concacaf is the only option left. Shameful decision. https://t.co/TTRdf1w0vn— Paul Watson (@paul_c_watson) June 9, 2025 Óhætt er að ætla að þetta sé mikið högg fyrir Grænlendinga sem hafa unnið að því að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum, líkt og Færeyingar hafa gert um árabil. Karlalandsliðs Grænlands hefur verið starfrækt með þetta í huga og spilað æfingaleiki í gegnum árin, bæði gegn félagsliðum og öðrum landsliðum. Liðið æfir og spilar undir stjórn danska þjálfarans Morten Rutkjær. Samkvæmt Reuters búa um 56.500 manns á Grænlandi, eða svipað margir og í Færeyjum, og eru 18 fótboltavellir á þessari stærstu eyju heims. Samkvæmt úrslitavef KSÍ hafa Ísland og Grænland mæst í tveimur vináttulandsleikjum. Fyrst árið 1980 þegar Ísland vann 4-1 sigur í leik á Húsavíkurvelli, með mörkum Marteins Geirssonar, Páls Ólafssonar, Lárusar Guðmundssonar og Guðmundar Steinssonar, og svo aftur á þriggja liða móti í Færeyjum 1984, þar sem Ísland vann 1-0 með marki Steingríms Birgissonar. Fótbolti Grænland Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Líkt og Færeyjar eru hluti af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þá sóttust Grænlendingar eftir því að fá að vera hluti af CONCACAF, Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. Opinber umsókn var lögð fram á síðasta ári og var málið tekið fyrir á þingi CONCACAF í gær, þar sem umsókninni var hafnað með öllum greiddum atkvæðum. Enginn sérstakur rökstuðningur fylgdi tilkynningu sambandsins. Greenland deserves the right to be part of a FIFA confederation and Concacaf is the only option left. Shameful decision. https://t.co/TTRdf1w0vn— Paul Watson (@paul_c_watson) June 9, 2025 Óhætt er að ætla að þetta sé mikið högg fyrir Grænlendinga sem hafa unnið að því að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum, líkt og Færeyingar hafa gert um árabil. Karlalandsliðs Grænlands hefur verið starfrækt með þetta í huga og spilað æfingaleiki í gegnum árin, bæði gegn félagsliðum og öðrum landsliðum. Liðið æfir og spilar undir stjórn danska þjálfarans Morten Rutkjær. Samkvæmt Reuters búa um 56.500 manns á Grænlandi, eða svipað margir og í Færeyjum, og eru 18 fótboltavellir á þessari stærstu eyju heims. Samkvæmt úrslitavef KSÍ hafa Ísland og Grænland mæst í tveimur vináttulandsleikjum. Fyrst árið 1980 þegar Ísland vann 4-1 sigur í leik á Húsavíkurvelli, með mörkum Marteins Geirssonar, Páls Ólafssonar, Lárusar Guðmundssonar og Guðmundar Steinssonar, og svo aftur á þriggja liða móti í Færeyjum 1984, þar sem Ísland vann 1-0 með marki Steingríms Birgissonar.
Fótbolti Grænland Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira