Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2025 06:37 Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum við alríkisbyggingu í Santa Ana í Kaliforníu í gær. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. Ríkisstjórinn Gavin Newsom hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Trump og segist munu kæra forsetann vegna ákvörðunarinnar að senda þjóðvarðliða án samráðs við sig. Lögreglustjórinn í Los Angeles hefur sömuleiðis bent á að vera hersins skapi vandamál þegar kemur að því að skipuleggja aðgerðir til að hafa stjórn á mótmælunum. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. AP segir frá því að þúsundir mótmælenda hafi haldið út á götur í gær og að mótmælin við ráðhús Los Angeles hafi að mestu farið friðsamlega fram. Þá söfnuðust nokkur hundruð manns saman fyrir utan alríkisbyggingu þar sem meðal annars er að finna miðstöð þar sem fjöldi innflytjenda eru í haldi eftir aðgerðir fulltrúa ICE á vinnustöðum víðs vegar um borg. Trump hefur lýst ástandinu í Los Angeles sem mjög slæmu en bæði ríkisstjórinn Newsom og borgarstjórinn Karen Bass segja forsetann draga upp mynd af borginni sem sé fjarri sannleikanum. Forsetinn sé auk þess að stofna almannaöryggi í hættu með því að senda herinn á vettvang þegar lögregla hefur ekki óskað eftir aðstoð. Trump hafði áður heimilað að tvö þúsund þjóðvarðliðar yrðu sendir á vettvang til að tryggja öryggi og hefur hann nú heimilað tvö þúsund til viðbótar. Reykjarlykt enn í miðborginni Mótmælin hófust í miðborg Los Angeles síðastliðinn föstudag og segir í frétt AP að reykjarlykt sé enn að finna í miðborginni eftir mótmæli helgarinnar. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp vegatálmum á hraðbrautum og hefur verið kveikt í einhverjum bílum. Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíkúlum í aðgerðum sínum gegn mótmælendum. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa einnig brotist út í San Francisco og Santa Ana í Kaliforníu, og sömuleiðis í Dallas og Austin í Texas. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ríkisstjórinn Gavin Newsom hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Trump og segist munu kæra forsetann vegna ákvörðunarinnar að senda þjóðvarðliða án samráðs við sig. Lögreglustjórinn í Los Angeles hefur sömuleiðis bent á að vera hersins skapi vandamál þegar kemur að því að skipuleggja aðgerðir til að hafa stjórn á mótmælunum. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. AP segir frá því að þúsundir mótmælenda hafi haldið út á götur í gær og að mótmælin við ráðhús Los Angeles hafi að mestu farið friðsamlega fram. Þá söfnuðust nokkur hundruð manns saman fyrir utan alríkisbyggingu þar sem meðal annars er að finna miðstöð þar sem fjöldi innflytjenda eru í haldi eftir aðgerðir fulltrúa ICE á vinnustöðum víðs vegar um borg. Trump hefur lýst ástandinu í Los Angeles sem mjög slæmu en bæði ríkisstjórinn Newsom og borgarstjórinn Karen Bass segja forsetann draga upp mynd af borginni sem sé fjarri sannleikanum. Forsetinn sé auk þess að stofna almannaöryggi í hættu með því að senda herinn á vettvang þegar lögregla hefur ekki óskað eftir aðstoð. Trump hafði áður heimilað að tvö þúsund þjóðvarðliðar yrðu sendir á vettvang til að tryggja öryggi og hefur hann nú heimilað tvö þúsund til viðbótar. Reykjarlykt enn í miðborginni Mótmælin hófust í miðborg Los Angeles síðastliðinn föstudag og segir í frétt AP að reykjarlykt sé enn að finna í miðborginni eftir mótmæli helgarinnar. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp vegatálmum á hraðbrautum og hefur verið kveikt í einhverjum bílum. Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíkúlum í aðgerðum sínum gegn mótmælendum. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa einnig brotist út í San Francisco og Santa Ana í Kaliforníu, og sömuleiðis í Dallas og Austin í Texas.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58