Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2025 08:51 Boeing 737 Max-þota Icelandair við nýju flugstöðina í Nuuk síðastliðinn mánudag. Icelandair Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands. Fyrsta ferðin á Max til Nuuk var farin síðastliðinn mánudag. Þetta þýðir aukið framboð sæta. Þotan tekur 160 farþega, ríflega fjórfalt fleiri en Dash 8 Q200-vélar félagsins, sem lengst af voru notaðar á flugleiðinni, en þær taka 37 farþega. Á móti kemur að tíðni ferða minnkar. Í stað fimm ferða á viku verða farnar tvær ferðir, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Slökkvilið Nuuk-flugvallar fagnaði fyrsta þotuflugi Icelandair með heiðursbunu.Icelandair „Áætlað er að sætaframboð aukist um 120% fyrir árið 2025. Þessi stækkun undirstrikar vaxandi áhuga á Grænlandi sem áfangastað,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Opnun nýrrar 2.200 metrar langrar flugbrautar í Nuuk í lok nóvember síðastliðinn er forsenda þess að hægt er að nýta þoturnar. Gamla flugbrautin var aðeins 950 metra löng og voru Q200 einu flugvélar Icelandair sem gátu lent þar, enda sérhannaðar fyrir stuttar brautir. Eftir að nýja brautin var opnuð hefur Icelandair einnig flogið 76-sæta Dash 8 Q400-vélum til Nuuk. Áhöfn Icelandair framan við þotuna Kjöl.Greenland Airports Þetta þýðir jafnframt að flugtíminn styttist niður í tvær klukkustundir á Boeing 737 max, sem flýgur á 840 kílómetra hraða. Q200-vélin á 490 kílómetra hraða er hins vegar þrjár og hálfa klukkustund á leiðinni. Q400 á 630 kílómetra hraða er þar á milli. Áhöfn Boeing max-þotu Icelandair á flugvellinum í Narsarsuaq síðastliðið sumar.Icelandair Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þotur eru nýttar í farþegaflugi milli Íslands og Grænlands. Í árdaga þotualdar Íslendinga hóf Flugfélag Íslands, forveri Icelandair, að fara á Boeing 727 til Narsarsuaq af og til en flugbrautin þar er 1.830 metra löng. Þá hóf Icelandair að nýta Boeing 737 Max í áætlunarflugi til Narsarsuaq síðastiðið sumar á móti Dash 8 Q400. Icelandair flýgur núna til fjögurra áfangastaða á Grænlandi; til Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq. Grænland Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Fyrsta ferðin á Max til Nuuk var farin síðastliðinn mánudag. Þetta þýðir aukið framboð sæta. Þotan tekur 160 farþega, ríflega fjórfalt fleiri en Dash 8 Q200-vélar félagsins, sem lengst af voru notaðar á flugleiðinni, en þær taka 37 farþega. Á móti kemur að tíðni ferða minnkar. Í stað fimm ferða á viku verða farnar tvær ferðir, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Slökkvilið Nuuk-flugvallar fagnaði fyrsta þotuflugi Icelandair með heiðursbunu.Icelandair „Áætlað er að sætaframboð aukist um 120% fyrir árið 2025. Þessi stækkun undirstrikar vaxandi áhuga á Grænlandi sem áfangastað,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Opnun nýrrar 2.200 metrar langrar flugbrautar í Nuuk í lok nóvember síðastliðinn er forsenda þess að hægt er að nýta þoturnar. Gamla flugbrautin var aðeins 950 metra löng og voru Q200 einu flugvélar Icelandair sem gátu lent þar, enda sérhannaðar fyrir stuttar brautir. Eftir að nýja brautin var opnuð hefur Icelandair einnig flogið 76-sæta Dash 8 Q400-vélum til Nuuk. Áhöfn Icelandair framan við þotuna Kjöl.Greenland Airports Þetta þýðir jafnframt að flugtíminn styttist niður í tvær klukkustundir á Boeing 737 max, sem flýgur á 840 kílómetra hraða. Q200-vélin á 490 kílómetra hraða er hins vegar þrjár og hálfa klukkustund á leiðinni. Q400 á 630 kílómetra hraða er þar á milli. Áhöfn Boeing max-þotu Icelandair á flugvellinum í Narsarsuaq síðastliðið sumar.Icelandair Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þotur eru nýttar í farþegaflugi milli Íslands og Grænlands. Í árdaga þotualdar Íslendinga hóf Flugfélag Íslands, forveri Icelandair, að fara á Boeing 727 til Narsarsuaq af og til en flugbrautin þar er 1.830 metra löng. Þá hóf Icelandair að nýta Boeing 737 Max í áætlunarflugi til Narsarsuaq síðastiðið sumar á móti Dash 8 Q400. Icelandair flýgur núna til fjögurra áfangastaða á Grænlandi; til Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq.
Grænland Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11
Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42