Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2025 08:58 Lauren Tomasi var í beinni útsendingu að segja frá mótmælunum í Los Angeles þegar lögregluþjónn skaut hana. Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. Mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt handtökum ICE á innflytjendum án dóms og laga. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðaliða, gegn óskum ríkisstjórans Gavins Newsom, undir því yfirskini að hætta væri á uppreisn. Kveikt var í bílum í nótt og beitti lögreglan bæði táragasi og gúmmíkúlum til að reyna að berja niður mótmælin. Þá hafa á sjötta tug mótmælenda verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Fréttakonan Lauren Tomasi frá ástralska fréttamiðlunum 9News var á vettvangi fyrir utan varðhaldsstöð ICE til að fjalla um mótmælin. „Eftir margra klukkutíma pattstöðu hefur ástandið versnað til muna, LAPD ræðst til atlögu á hestbaki og skýtur gúmmíkúlum á mótmælendur til að koma þeim gegnum hjarta LA,“ sagði Tomasi í útsendingunni. Á næsta augnabliki eftir það var Tomasi skotin með gúmmíkúlu. Í myndefni sem 9News hafa birt á samfélagsmiðlum má sjá lögregluþjón miða í átt að fréttakonunni og skjóta á hana. Gúmmíkúlan virðist hæfa fréttakonuna í kálfann, sem æpir af sársauka og tekur um kálfann. U.S. Correspondent Lauren Tomasi has been caught in the crossfire as the LAPD fired rubber bullets at protesters in the heart of Los Angeles. #9NewsLATEST: https://t.co/l5w7JxixxB pic.twitter.com/nvQ7m9TGLj— 9News Australia (@9NewsAUS) June 9, 2025 Síðan heyrist í sjónarvotti segja: „Þú fokking skaust fréttakonuna!“ Einnig má heyra annan sjónarvott spyrja fréttakonuna hvort það sé í lagi með hana og Tomasi svara játandi. „Lauren Tomasi var skotin með gúmmíkúlu. Lauren og myndatökumaður hennar eru örugg og munu halda áfram þeirra ómissandi vinnu að fjalla um þessa atburði,“ sagði í tilkynningu frá 9News. „Þetta atvik þjónar sem bláköld áminning um þær hættur sem blaðamenn þola þegar þeir segja frá á framlínu mótmæla, sem undirstrikar mikilvægi hlutverks þeirra í veita lífsnauðsynlegar upplýsingar,“ sagði í sömu tilkynningu. Lögreglan í Los Angeles lýsti því yfir að mótmælin væru „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð“. Nánar má lesa um málið í umfjöllun Guardian og 9News. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt handtökum ICE á innflytjendum án dóms og laga. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðaliða, gegn óskum ríkisstjórans Gavins Newsom, undir því yfirskini að hætta væri á uppreisn. Kveikt var í bílum í nótt og beitti lögreglan bæði táragasi og gúmmíkúlum til að reyna að berja niður mótmælin. Þá hafa á sjötta tug mótmælenda verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Fréttakonan Lauren Tomasi frá ástralska fréttamiðlunum 9News var á vettvangi fyrir utan varðhaldsstöð ICE til að fjalla um mótmælin. „Eftir margra klukkutíma pattstöðu hefur ástandið versnað til muna, LAPD ræðst til atlögu á hestbaki og skýtur gúmmíkúlum á mótmælendur til að koma þeim gegnum hjarta LA,“ sagði Tomasi í útsendingunni. Á næsta augnabliki eftir það var Tomasi skotin með gúmmíkúlu. Í myndefni sem 9News hafa birt á samfélagsmiðlum má sjá lögregluþjón miða í átt að fréttakonunni og skjóta á hana. Gúmmíkúlan virðist hæfa fréttakonuna í kálfann, sem æpir af sársauka og tekur um kálfann. U.S. Correspondent Lauren Tomasi has been caught in the crossfire as the LAPD fired rubber bullets at protesters in the heart of Los Angeles. #9NewsLATEST: https://t.co/l5w7JxixxB pic.twitter.com/nvQ7m9TGLj— 9News Australia (@9NewsAUS) June 9, 2025 Síðan heyrist í sjónarvotti segja: „Þú fokking skaust fréttakonuna!“ Einnig má heyra annan sjónarvott spyrja fréttakonuna hvort það sé í lagi með hana og Tomasi svara játandi. „Lauren Tomasi var skotin með gúmmíkúlu. Lauren og myndatökumaður hennar eru örugg og munu halda áfram þeirra ómissandi vinnu að fjalla um þessa atburði,“ sagði í tilkynningu frá 9News. „Þetta atvik þjónar sem bláköld áminning um þær hættur sem blaðamenn þola þegar þeir segja frá á framlínu mótmæla, sem undirstrikar mikilvægi hlutverks þeirra í veita lífsnauðsynlegar upplýsingar,“ sagði í sömu tilkynningu. Lögreglan í Los Angeles lýsti því yfir að mótmælin væru „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð“. Nánar má lesa um málið í umfjöllun Guardian og 9News.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“