Telja Ísraelsher hafa umkringt bát Thunberg Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. júní 2025 23:31 Greta Thunberg er meðal þeirra sem sigla um borð í Madleen á leið til Gasa. EPA Tólf aðgerðarsinnar, þar á meðal loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg, ætla sér að sigla til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur og á sama tíma mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu. Þau nálgast ströndina óðfluga en hermenn Ísraelshers hafa flogið drónum yfir bátinn. Hermenn hersins nálgast bátinn. Varnarmálaráðherra Ísraels skipaði ísraelska hernum fyrr í dag að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist að ströndum Gasastrandarinnar. Rétt fyrir klukkan ellefu á íslenskum tíma birti Thiago Ávila, einn aðgerðarsinnanna, myndskeið á Instagram þar sem þau sögðu báta Ísraelshers umkringja bátinn þeirra Madleen. „Ísraelski herinn er hérna núna, hringið öllum bjöllum. Við erum umkringd af bátunum þeirra. Já þetta er hindrun, það er verið að fremja stríðsglæp akkúrat núna. Gerið það, hringið öllum viðvörunarbjöllum,“ sagði Thiago Ávila í myndskeiði á Instagram-síðu sinni. Hann er einn af tólf aðgerðarsinnum í bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Í myndbandinu heyrist hvernig viðvörunarbjöllur ómuðu en í myndbandi birt nokkrum mínútum síðar segir Ávila alla bátana hafa horfið. „Við erum í Miðjarðarhafinu þar sem við kveiktum á viðvörunarbjöllum því það komu mjög margir bátar að okkur í einu og umkringdu bátinn. Síðan hurfu þeir. Þetta getur verið hernaðaráætlun að koma aftan að okkur með ljósin slökkt,“ segir hann í seinna myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Allir skipverjar höfðu farið í björgunarvesti og kveikt á viðvörunarbjöllunum. Þau virðast viss um að fulltrúar Ísraels muni láta sjá sig fyrr en síðar. „Þegar þeir koma svo í raun um borð í bátinn munu þeir koma í veg fyrir að við getum átt í samskiptum við umheiminn. Núna er tíminn til að deila öllum upplýsingum sem við höfum. Við vitum ekki enn hvort þetta sé árás, hvort þeir séu að koma til að drepa okkur eða stöðva okkur eða ræna fólki,“ segir hann. „Við reynum að halda ykkur upplýstum en líklegast er að þegar þeir koma munum við ekki geta átt í samskiptum við umheiminn.“ Uppfært 23:40: Drónar Ísraelshers eru fyrir ofan bátinn samkvæmt nýju myndskeiði Ávila. Hann heyrist biðja skipverja um að fela sig þar sem um er að ræða sömu dróna og skutu á bát ferðalanga í sömu erindagjörðum fyrir um mánuði síðan. Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir frá samskiptum sínum við hópinn á samfélagsmiðlinum X. Hún segir tvo dróna fljúga yfir bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Það er verið að ráðast á okkur,“ segir Ávila í öðru myndskeiði. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 23:46: Í nýjasta myndskeiði Ávila segir hann Ísraelsher koma í veg fyrir að skipverjarnir nái talstöðvarsambandi. Ónefndur einstaklingur heyrist tala stöðugt á talstöðvarrásinni svo ekki sé hægt að nota hana. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:03: „Við erum ekki hætt, við erum ennþá á leiðinni til Gasa, við erum ekki hrædd,“ segir Ávila í nýju myndskeiði. Hann sýnir einnig drónana út um gluggann sem eru einungis nokkrum metrum frá bátnum. Þrátt fyrir það segir hann alla skipverja vera í góðu lagi en þau ætli að halda sig innandyra í bili. Í annarri færslu segir hann drónana sprauta einhverju hvítu efni á bátinn. Óvíst er um hvernig efni er að ræða. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:11: Hraðbátar Ísraelshers eru komnir að Madleen samkvæmt Albanese og enginn særður. Hún heyrði skipstjóra bátsins ræða við hermenn Ísralehers og heyrði hann segja að annar hraðbátur væri að nálgast áður en hún missti samband við skipverjana. BREAKING1AM UK time. Israeli speedboat reached Madleen. "At the time the boat was intercepted no one is wounded" the captain asked me to record. I heard the soldiers speaking while the captain was on the phone with me. I lost connection with the captain as he was telling me that… https://t.co/BVzbjd4zyK— Francesca Albanese, UN Special Rapporteur oPt (@FranceskAlbs) June 9, 2025 Hægt er að fylgjast með ferðalaginu í rauntíma hér. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Varnarmálaráðherra Ísraels skipaði ísraelska hernum fyrr í dag að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist að ströndum Gasastrandarinnar. Rétt fyrir klukkan ellefu á íslenskum tíma birti Thiago Ávila, einn aðgerðarsinnanna, myndskeið á Instagram þar sem þau sögðu báta Ísraelshers umkringja bátinn þeirra Madleen. „Ísraelski herinn er hérna núna, hringið öllum bjöllum. Við erum umkringd af bátunum þeirra. Já þetta er hindrun, það er verið að fremja stríðsglæp akkúrat núna. Gerið það, hringið öllum viðvörunarbjöllum,“ sagði Thiago Ávila í myndskeiði á Instagram-síðu sinni. Hann er einn af tólf aðgerðarsinnum í bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Í myndbandinu heyrist hvernig viðvörunarbjöllur ómuðu en í myndbandi birt nokkrum mínútum síðar segir Ávila alla bátana hafa horfið. „Við erum í Miðjarðarhafinu þar sem við kveiktum á viðvörunarbjöllum því það komu mjög margir bátar að okkur í einu og umkringdu bátinn. Síðan hurfu þeir. Þetta getur verið hernaðaráætlun að koma aftan að okkur með ljósin slökkt,“ segir hann í seinna myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Allir skipverjar höfðu farið í björgunarvesti og kveikt á viðvörunarbjöllunum. Þau virðast viss um að fulltrúar Ísraels muni láta sjá sig fyrr en síðar. „Þegar þeir koma svo í raun um borð í bátinn munu þeir koma í veg fyrir að við getum átt í samskiptum við umheiminn. Núna er tíminn til að deila öllum upplýsingum sem við höfum. Við vitum ekki enn hvort þetta sé árás, hvort þeir séu að koma til að drepa okkur eða stöðva okkur eða ræna fólki,“ segir hann. „Við reynum að halda ykkur upplýstum en líklegast er að þegar þeir koma munum við ekki geta átt í samskiptum við umheiminn.“ Uppfært 23:40: Drónar Ísraelshers eru fyrir ofan bátinn samkvæmt nýju myndskeiði Ávila. Hann heyrist biðja skipverja um að fela sig þar sem um er að ræða sömu dróna og skutu á bát ferðalanga í sömu erindagjörðum fyrir um mánuði síðan. Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir frá samskiptum sínum við hópinn á samfélagsmiðlinum X. Hún segir tvo dróna fljúga yfir bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Það er verið að ráðast á okkur,“ segir Ávila í öðru myndskeiði. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 23:46: Í nýjasta myndskeiði Ávila segir hann Ísraelsher koma í veg fyrir að skipverjarnir nái talstöðvarsambandi. Ónefndur einstaklingur heyrist tala stöðugt á talstöðvarrásinni svo ekki sé hægt að nota hana. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:03: „Við erum ekki hætt, við erum ennþá á leiðinni til Gasa, við erum ekki hrædd,“ segir Ávila í nýju myndskeiði. Hann sýnir einnig drónana út um gluggann sem eru einungis nokkrum metrum frá bátnum. Þrátt fyrir það segir hann alla skipverja vera í góðu lagi en þau ætli að halda sig innandyra í bili. Í annarri færslu segir hann drónana sprauta einhverju hvítu efni á bátinn. Óvíst er um hvernig efni er að ræða. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:11: Hraðbátar Ísraelshers eru komnir að Madleen samkvæmt Albanese og enginn særður. Hún heyrði skipstjóra bátsins ræða við hermenn Ísralehers og heyrði hann segja að annar hraðbátur væri að nálgast áður en hún missti samband við skipverjana. BREAKING1AM UK time. Israeli speedboat reached Madleen. "At the time the boat was intercepted no one is wounded" the captain asked me to record. I heard the soldiers speaking while the captain was on the phone with me. I lost connection with the captain as he was telling me that… https://t.co/BVzbjd4zyK— Francesca Albanese, UN Special Rapporteur oPt (@FranceskAlbs) June 9, 2025 Hægt er að fylgjast með ferðalaginu í rauntíma hér.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent