Yfirfara þurfi öryggismál við Brúará Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 13:01 Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Vísir/Vilhelm Erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, sem féll í Brúará í gær var úrskurðuð látin á vettvangi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará á aðeins nokkrum árum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir þetta mikið áhyggjuefni, mikilvægt sé að yfirfara öryggismál við ána sem sé á landi í einkaeigu. Tilkynning barst lögreglu um slysið korter yfir fjögur og voru björgunarsveitir auk þyrlu Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Slysið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará undanfarin ár en árið 2022 lést kanadískur ríkisborgari eftir að hafa komið syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána og í fyrra lést Katari um þrítugt sem var á ferðalagi um landið með fjölskyldu sinni. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir fjöldi slysa við ána mikið áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni og þetta er sorglegt. Það eru náttúrulega margir staðir í íslenskri náttúru sem eru hættulegir og það þarf að sýna varúð og þetta er klárlega einn af þeim. Það þarf bara að skoða hvort það sé hægt að setja upp einhverjar merkingar eða gera það þannig að fólk átti sig á því hver hættan er.“ Að sögn Ástu er landið þar sem slysið varð í einkaeigu. „En samkvæmt náttúruverndarlögum er öllum heimild för meðfram ám og vötnum þannig landeigendur hafa ósköp lítið um það að segja ef einhver staður kemst á kortið ef svo má segja, þá mega allir fara þar um og lítið hægt að sporna við því, en það þarf að skoða hvað er hægt að gera og það þurfa allir að taka höndum saman um að reyna að tryggja öryggi fólks sem best.“ Bent er á í Facebook hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að ferðamenn séu gjarnir á að umgangast ána af léttúð og hafa þar meðal annars birst myndskeið af ferðafólki að vaða í ánni en umrætt myndskeið er frá því í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Jewells Chambers | All Things Iceland (@allthingsiceland) Ásta segir ljóst að svæðið sé mjög varasamt. „Þessi á er mjög fjölbreytileg, það er mikill straumur sumsstaðar og mikil yfirköst og annars staðar er hún mjög breið og lygn eins og við sjálfan Brúarfoss og fólk freistast alltaf til að fara aðeins lengra eða gera eitthvað aðeins meira, þannig það þurfa allir að sýna varkárni og sérstaklega í aðstæðum sem fólk þekkir ekki.“ Bláskógabyggð Lögreglumál Slysavarnir Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Sjá meira
Tilkynning barst lögreglu um slysið korter yfir fjögur og voru björgunarsveitir auk þyrlu Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Slysið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará undanfarin ár en árið 2022 lést kanadískur ríkisborgari eftir að hafa komið syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána og í fyrra lést Katari um þrítugt sem var á ferðalagi um landið með fjölskyldu sinni. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir fjöldi slysa við ána mikið áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni og þetta er sorglegt. Það eru náttúrulega margir staðir í íslenskri náttúru sem eru hættulegir og það þarf að sýna varúð og þetta er klárlega einn af þeim. Það þarf bara að skoða hvort það sé hægt að setja upp einhverjar merkingar eða gera það þannig að fólk átti sig á því hver hættan er.“ Að sögn Ástu er landið þar sem slysið varð í einkaeigu. „En samkvæmt náttúruverndarlögum er öllum heimild för meðfram ám og vötnum þannig landeigendur hafa ósköp lítið um það að segja ef einhver staður kemst á kortið ef svo má segja, þá mega allir fara þar um og lítið hægt að sporna við því, en það þarf að skoða hvað er hægt að gera og það þurfa allir að taka höndum saman um að reyna að tryggja öryggi fólks sem best.“ Bent er á í Facebook hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að ferðamenn séu gjarnir á að umgangast ána af léttúð og hafa þar meðal annars birst myndskeið af ferðafólki að vaða í ánni en umrætt myndskeið er frá því í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Jewells Chambers | All Things Iceland (@allthingsiceland) Ásta segir ljóst að svæðið sé mjög varasamt. „Þessi á er mjög fjölbreytileg, það er mikill straumur sumsstaðar og mikil yfirköst og annars staðar er hún mjög breið og lygn eins og við sjálfan Brúarfoss og fólk freistast alltaf til að fara aðeins lengra eða gera eitthvað aðeins meira, þannig það þurfa allir að sýna varkárni og sérstaklega í aðstæðum sem fólk þekkir ekki.“
Bláskógabyggð Lögreglumál Slysavarnir Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Sjá meira