Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 11:31 Gísli Már Gíslason er fjölfróður um hin ýmsu skordýr þó hann hafi einkum upp á síðkastið að mestu verið spurður út í lúsmý. Vísir Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. Borið hefur á skordýrabitum meðal borgarbúa í Reykjavík nú í byrjun júní. Gísli Már Gíslason líffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði segir að ýmsar skordýrategundir séu nú á ferðinni sem geti bitið fólk, hann segist telja of snemmt að úrskurða um það hvort þar séu á ferðinni lúsmýbit en að sögn Gísla styttist í að flugan muni gera vart við sig af alvöru þetta sumarið. „Ef það fer að hlýna þá fer lúsmýið örugglega að koma upp, svona um miðjan mánuðinn,“ segir Gísli. Þannig að það styttist í að lúsmýið fari að gera vart við sig? „Það styttist í það og ég hef grun um að í hitabylgjunni í maí þá hafi það klakist að einhverju leyti. Fólk var að kvarta og maður sá það á síðu sem var á Smettisskinni eða Facebook að þar var fólk að kvarta undan lúsmý og eins og ég sagði þá var ég nokkuð viss um að það hefði klakist lúsmý og bitið fólk í Vestur-Skaftafellssýslu.“ Nælir sér í far með fólki Finni fólk sig með skordýrabit um þetta leyti segir Gísli ýmislegt annað koma þar til greina en bara lúsmýið og nefnir það sem hann kallar gamla góða bitmýiið og fuglafló. Lúsmý gerði fyrst vart við sig árið 2015 á Íslandi og segir Gísli nú vísbendingar um að það sé að finna út um allt land, meðal annars á Vestfjörðum, sem löngum hefur verið talinn síðasti landshlutinn þar sem fluguna er ekki að finna. „Hér á Vestfjörðum hef ég séð mynd af lúsmý í húsbíl sem var í Tungudal í Ísafirði en hvort það hafi borist með bílnum eða ekki veit ég ekki en mér finndist það ekki ólíklegt. Og ég held að lúsmýið hafi dreifst svona hratt um landið, að það sé komið í alla landshluta eftir að það var fyrst greint hér á landi sé vegna þess að fólk er að bera þetta með sér í húsbýlum, hjólhýsum og fellihýsum og öðru slíku og fara á milli ferðamannastaða, þetta dúkkar yfirleitt í kringum það fyrst.“ Lúsmý Skordýr Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Borið hefur á skordýrabitum meðal borgarbúa í Reykjavík nú í byrjun júní. Gísli Már Gíslason líffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði segir að ýmsar skordýrategundir séu nú á ferðinni sem geti bitið fólk, hann segist telja of snemmt að úrskurða um það hvort þar séu á ferðinni lúsmýbit en að sögn Gísla styttist í að flugan muni gera vart við sig af alvöru þetta sumarið. „Ef það fer að hlýna þá fer lúsmýið örugglega að koma upp, svona um miðjan mánuðinn,“ segir Gísli. Þannig að það styttist í að lúsmýið fari að gera vart við sig? „Það styttist í það og ég hef grun um að í hitabylgjunni í maí þá hafi það klakist að einhverju leyti. Fólk var að kvarta og maður sá það á síðu sem var á Smettisskinni eða Facebook að þar var fólk að kvarta undan lúsmý og eins og ég sagði þá var ég nokkuð viss um að það hefði klakist lúsmý og bitið fólk í Vestur-Skaftafellssýslu.“ Nælir sér í far með fólki Finni fólk sig með skordýrabit um þetta leyti segir Gísli ýmislegt annað koma þar til greina en bara lúsmýið og nefnir það sem hann kallar gamla góða bitmýiið og fuglafló. Lúsmý gerði fyrst vart við sig árið 2015 á Íslandi og segir Gísli nú vísbendingar um að það sé að finna út um allt land, meðal annars á Vestfjörðum, sem löngum hefur verið talinn síðasti landshlutinn þar sem fluguna er ekki að finna. „Hér á Vestfjörðum hef ég séð mynd af lúsmý í húsbíl sem var í Tungudal í Ísafirði en hvort það hafi borist með bílnum eða ekki veit ég ekki en mér finndist það ekki ólíklegt. Og ég held að lúsmýið hafi dreifst svona hratt um landið, að það sé komið í alla landshluta eftir að það var fyrst greint hér á landi sé vegna þess að fólk er að bera þetta með sér í húsbýlum, hjólhýsum og fellihýsum og öðru slíku og fara á milli ferðamannastaða, þetta dúkkar yfirleitt í kringum það fyrst.“
Lúsmý Skordýr Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira