„Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. júní 2025 21:28 Arnar Bergmann Gunnlaugsson nældi í sinn fyrsta sigur sem þjálfari Íslands í kvöld. Mynd/Steve Welsh/Getty Images Arnar Bergmann Gunnlaugsson gat týnt fjölmargt jákvætt úr sigri íslenska karlalandsliðsins geng Skotlandi í vináttulandsleik liðanna á Hampden Park í kvöld. Arnar Bergmann var að vinna sinn fyrsta sigur sem þjálfari íslenska liðsins. „Mér líður mjög vel eftir þennan siugr. Þetta var fagmannleg frammistaða hjá leikmönnum liðsins. Við unnum vel fyrir því að komast yfir og ná forystunni aftur eftir að þeir jöfnuðu. Svo spiluðum við þéttan varnarleik og sigldum sigrinum í höfn,“ sagði Arnar Bergmann að leik loknum. „Leikmenn voru mjög sáttir með sigurinn í klefanum eftir leikinn og ánægðir með hvernig þær spiluðu og sigurinn. Ég vona að “ einnig hafi verið sátt með þennan sigur og hvernig við spiluðum,“ sagði Arnar enn fremur. Elías Rafn Ólafsson spilaði í markinu hjá íslenska liðinu í þessum leik og spilaði afar vel. Arnar var spurður út í hvernig staðan var í samkeppni Elíasar Rafns og Hákons Rafns Valdimarssonar sem hefur átt fast sæti í íslenska markinu undanfarin ár. Klippa: „Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ „Við erum með tvo góða markmenn í okkar herbúðum og Anton Ari hefur einnig staðið sig vel á æfingum. Það er bara heilbrigð samkeppni milli Hákons Rafns og Elíasar Rafns um stöðuna og þeir vitaf því. Margir vilja að annar markvörðurinn sé klárlega númer eitt og hinn sitji bara þolinmóður á varamannabekknum í mörg ár eftir sínu tækifæri. Ég er alveg sammála því að markmannsstaðan er sérstök og það þarf að myndast traust á milli markmanns og varnarlínu en ég er á því að það megi alveg skipta leikjum á milli markmanna eins og annarra leikmanna liðsins,“ sagði Arnar um markmannsstöðuna. Elías Rafn Ólafsson grípur vel inn í þegar Scott McTominay sækir að honum. Mynd/Steve Welsh/Getty Images „Það var gott að geta gefið Herði Björgvini mínútur inni á vellinum eftir meiðslin og sjá hvar hann stendur. Hann er eðlilega smá ryðgaður eftir langa fjarveru en komst mjög vel frá þessu verkefni,“ sagði Arnar um miðvörðinn. „Mér fannst við stýra þessum leik vel og spila af meiri klókindum. Halda boltanum þegar við átti og leysa pressuna en lyfta boltanum yfir pressuna og fara í langa bolta þegar þess þurfti. Leikstjórnin var góð og við létum ekki ytri aðstæður hafa áhrif á okkur. Það er erfitt og eiginlega ómögulegt að kenna það. Þetta er eitthvað sem kemur bara með reynslunni,“ sagði þjálfarinn sáttur. „Það var gott að ná að drepa leikinn með mörgum sendingum í upphafi seinni hálfeiks og þeir komust aldrei í takt við leikinn fannst mér. Völlurinn þagnaði og stemmingin innan vallar og utan súrnaði sem er jákvætt. Síðustu 20 mínúturnar spiluðu við fótbolta sem er ekki sá leikstíll sem ég vil leggja upp með og ég myndi ekki vilja spila þannig í 90 mínútur,“ sagði Arnar um þróun leiksins. Ísland mætir Norður-Írum í öðrum vináttulandsleik á þriðjudaginn og Arnar var spurður út í hvernig hann myndi nálgast þann leik: „Það er langt síðan við unnum tvo leiki í sama glugga, ég held að það hafi gerst síðast árið 2018 eða 2019. Við þurfum líklega að gera einhverjar breytingar á liðinu en við munum halda kjarnanum inni í byrjunarliðinu og freista þess að krækja í sigur þar. Það getur gefið mómentum og aukinn áhuga heima að hafa betur í tveimur leikjum í röð.“ Hörður Björgvin Magnússon er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Mynd/Craig Williamson/Getty Images Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel eftir þennan siugr. Þetta var fagmannleg frammistaða hjá leikmönnum liðsins. Við unnum vel fyrir því að komast yfir og ná forystunni aftur eftir að þeir jöfnuðu. Svo spiluðum við þéttan varnarleik og sigldum sigrinum í höfn,“ sagði Arnar Bergmann að leik loknum. „Leikmenn voru mjög sáttir með sigurinn í klefanum eftir leikinn og ánægðir með hvernig þær spiluðu og sigurinn. Ég vona að “ einnig hafi verið sátt með þennan sigur og hvernig við spiluðum,“ sagði Arnar enn fremur. Elías Rafn Ólafsson spilaði í markinu hjá íslenska liðinu í þessum leik og spilaði afar vel. Arnar var spurður út í hvernig staðan var í samkeppni Elíasar Rafns og Hákons Rafns Valdimarssonar sem hefur átt fast sæti í íslenska markinu undanfarin ár. Klippa: „Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ „Við erum með tvo góða markmenn í okkar herbúðum og Anton Ari hefur einnig staðið sig vel á æfingum. Það er bara heilbrigð samkeppni milli Hákons Rafns og Elíasar Rafns um stöðuna og þeir vitaf því. Margir vilja að annar markvörðurinn sé klárlega númer eitt og hinn sitji bara þolinmóður á varamannabekknum í mörg ár eftir sínu tækifæri. Ég er alveg sammála því að markmannsstaðan er sérstök og það þarf að myndast traust á milli markmanns og varnarlínu en ég er á því að það megi alveg skipta leikjum á milli markmanna eins og annarra leikmanna liðsins,“ sagði Arnar um markmannsstöðuna. Elías Rafn Ólafsson grípur vel inn í þegar Scott McTominay sækir að honum. Mynd/Steve Welsh/Getty Images „Það var gott að geta gefið Herði Björgvini mínútur inni á vellinum eftir meiðslin og sjá hvar hann stendur. Hann er eðlilega smá ryðgaður eftir langa fjarveru en komst mjög vel frá þessu verkefni,“ sagði Arnar um miðvörðinn. „Mér fannst við stýra þessum leik vel og spila af meiri klókindum. Halda boltanum þegar við átti og leysa pressuna en lyfta boltanum yfir pressuna og fara í langa bolta þegar þess þurfti. Leikstjórnin var góð og við létum ekki ytri aðstæður hafa áhrif á okkur. Það er erfitt og eiginlega ómögulegt að kenna það. Þetta er eitthvað sem kemur bara með reynslunni,“ sagði þjálfarinn sáttur. „Það var gott að ná að drepa leikinn með mörgum sendingum í upphafi seinni hálfeiks og þeir komust aldrei í takt við leikinn fannst mér. Völlurinn þagnaði og stemmingin innan vallar og utan súrnaði sem er jákvætt. Síðustu 20 mínúturnar spiluðu við fótbolta sem er ekki sá leikstíll sem ég vil leggja upp með og ég myndi ekki vilja spila þannig í 90 mínútur,“ sagði Arnar um þróun leiksins. Ísland mætir Norður-Írum í öðrum vináttulandsleik á þriðjudaginn og Arnar var spurður út í hvernig hann myndi nálgast þann leik: „Það er langt síðan við unnum tvo leiki í sama glugga, ég held að það hafi gerst síðast árið 2018 eða 2019. Við þurfum líklega að gera einhverjar breytingar á liðinu en við munum halda kjarnanum inni í byrjunarliðinu og freista þess að krækja í sigur þar. Það getur gefið mómentum og aukinn áhuga heima að hafa betur í tveimur leikjum í röð.“ Hörður Björgvin Magnússon er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Mynd/Craig Williamson/Getty Images
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira