„Menn eru búnir að læra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 09:08 Arnar Gunnlaugsson segir liðið komið lengra á veg en í síðustu landsleikjum. vísir Arnar Gunnlaugsson fór illa af stað í starfi sem landsliðsþjálfari með tveimur töpum gegn Kósovó en segir liðið komið lengra á veg núna. Framundan í kvöld er æfingaleikur gegn Skotlandi fyrir framan fimmtíu þúsund manns á hinum sögufræga Hampden Park. Arnar segir liðið hafa lítinn tíma saman til að æfa hans áhersluatriði, en æfingar síðustu daga gefi góð merki. Í síðustu landsleikjum var upplegg liðsins afar áhugavert og töluvert gagnrýnt, en nú hefur meiri tími gefist til að finna út úr hlutunum. „Svaka pakki sem þeir fengu í hendurnar í síðasta glugga þannig að núna höldum við bara áfram með þann pakka. Menn eru búnir að læra og ég sé það á æfingum og í hugarfari að menn eru komnir aðeins lengra en í síðasta glugga“ sagði Arnar í gær, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leikinn gegn Skotlandi Ólíkt síðasta landsliðsverkefni gat liðið byrjað strax að æfa á fullu, flestir leikmenn voru að koma úr fríi frekar en keppni með sínum félagsliðum. „Núna gátum við byrjað strax á fyrsta degi, sem var mjög gott. Það var margt til að fara yfir en ég er mjög ánægður með þennan glugga hingað til“ sagði Arnar. Landsliðsþjálfaranum leist afar vel á leikinn gegn Skotlandi á Hampden Park, sögufrægum velli þar sem um fimmtíu þúsund áhorfendur verða í kvöld. Skotar búa yfir sterku liði með marga leikmenn sem unnu titla með sínum félagsliðum á liðnu tímabili. Arnar telur Scott McTominay sérstaklega hættulegan. „Hann er í því hlutverki hjá Skotum að fara inn í teiginn og taka við fyrirgjöfum. Það eru mörk í honum eins og menn hafa kannski tekið eftir í vetur með Napoli. Sérstaklega þegar fyrirgjafir koma verðum við að vera vel vakandi yfir hans staðsetningu. Hann er mjög öflugur“ sagði Arnar um besta leikmann ítölsku úrvalsdeildarinnar og nefndi einnig Andy Robertson, Billy Gilmour og John McGinn sem leikmenn sem þarf að hafa góðar gætur á. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Arnar segir liðið hafa lítinn tíma saman til að æfa hans áhersluatriði, en æfingar síðustu daga gefi góð merki. Í síðustu landsleikjum var upplegg liðsins afar áhugavert og töluvert gagnrýnt, en nú hefur meiri tími gefist til að finna út úr hlutunum. „Svaka pakki sem þeir fengu í hendurnar í síðasta glugga þannig að núna höldum við bara áfram með þann pakka. Menn eru búnir að læra og ég sé það á æfingum og í hugarfari að menn eru komnir aðeins lengra en í síðasta glugga“ sagði Arnar í gær, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leikinn gegn Skotlandi Ólíkt síðasta landsliðsverkefni gat liðið byrjað strax að æfa á fullu, flestir leikmenn voru að koma úr fríi frekar en keppni með sínum félagsliðum. „Núna gátum við byrjað strax á fyrsta degi, sem var mjög gott. Það var margt til að fara yfir en ég er mjög ánægður með þennan glugga hingað til“ sagði Arnar. Landsliðsþjálfaranum leist afar vel á leikinn gegn Skotlandi á Hampden Park, sögufrægum velli þar sem um fimmtíu þúsund áhorfendur verða í kvöld. Skotar búa yfir sterku liði með marga leikmenn sem unnu titla með sínum félagsliðum á liðnu tímabili. Arnar telur Scott McTominay sérstaklega hættulegan. „Hann er í því hlutverki hjá Skotum að fara inn í teiginn og taka við fyrirgjöfum. Það eru mörk í honum eins og menn hafa kannski tekið eftir í vetur með Napoli. Sérstaklega þegar fyrirgjafir koma verðum við að vera vel vakandi yfir hans staðsetningu. Hann er mjög öflugur“ sagði Arnar um besta leikmann ítölsku úrvalsdeildarinnar og nefndi einnig Andy Robertson, Billy Gilmour og John McGinn sem leikmenn sem þarf að hafa góðar gætur á. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira