„Strákar verða að sýna tilfinningar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. júní 2025 22:46 Sölvi Steinn Ingason, fimmtán ára. vísir/bjarni Táningur sem hleypur hálfmaraþon til styrktar Píeta samtakanna hvetur aðra stráka á sínum og aldri og raunar alla til að tala um tilfiningar sínar og leita sér hjálpar í auknum mæli. Alltof margir séu hræddir við að sýna tilfinningar. Hinn 15 ára Sölvi Steinn Ingason ætlar að fara heldur óhefðbundna leið að undirbúning sínum fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í sumar. Hann hefur heitið því að æfa sig ekki fyrir stóra daginn í ágúst heldur taka hlaupið á hausnum. Fréttastofa hitti á Sölva á skólahreystisbraut skammt frá hlaupasvæði en Sölvi sagðist ekki ætla að eyða miklum tíma þar í sumar. Spjallið við Sölva má sjá í spilaranum hér að neðan. Lætur ekki astma stoppa sig Sölvi hefur áður mest hlaupið tólf kílómetra og hefur ekki æft neina íþrótt í um ár. Þrátt fyirr það kveðst hann ekki hafa áhyggjur af maraþoninu. „Ég er með astma, ég tek það fram. En það er ekkert að stoppa mig. Bara kýla á þetta.“ Innblásturinn fékk hann frá Einari Hansberg sem æfði í heila viku á síðasta ári og 50 tíma samfellt tveimur árum fyrir það til styrktar Píeta. Sölvi hleypur einnig til stuðnings Píeta eftir að hafa gengið í gegnum erfiðar raunir. „Fyrir ári síðan, akkúrat myndi ég segja, um þetta leyti. Þá var ég alveg á botninum í mínu lífi. Síðan þróaðist það út í það að ég leitaði mér hjálpar. Svo ári síðar var ég bara; Vó tíminn er svo fljótur að líða. Tíminn er fljótur að líða þegar maður vinnur í sjálfum sér.“ Alltaf von handan við hornið Hann hvetur aðra unga stráka til að huga meira að andlegri heilsu. „Mér finnst bara að strákar verða að sýna tilfinningar. Maður sér svo oft einhvern labba og bara það er ekkert að mér. Skilurðu? En það er alltaf þannig. “ Myndirðu vilja hvetja stráka til að leita sér hjálpar í auknum mæli? „Bara algjörlega. Ekki hika við það! Það er betra að leita sér hjálpar. Það er alltaf von. Bara eins og stendur hérna. Það er alltaf von og þú kemst í gegnum þetta.“ Hlaup Heilsa Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Hinn 15 ára Sölvi Steinn Ingason ætlar að fara heldur óhefðbundna leið að undirbúning sínum fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í sumar. Hann hefur heitið því að æfa sig ekki fyrir stóra daginn í ágúst heldur taka hlaupið á hausnum. Fréttastofa hitti á Sölva á skólahreystisbraut skammt frá hlaupasvæði en Sölvi sagðist ekki ætla að eyða miklum tíma þar í sumar. Spjallið við Sölva má sjá í spilaranum hér að neðan. Lætur ekki astma stoppa sig Sölvi hefur áður mest hlaupið tólf kílómetra og hefur ekki æft neina íþrótt í um ár. Þrátt fyirr það kveðst hann ekki hafa áhyggjur af maraþoninu. „Ég er með astma, ég tek það fram. En það er ekkert að stoppa mig. Bara kýla á þetta.“ Innblásturinn fékk hann frá Einari Hansberg sem æfði í heila viku á síðasta ári og 50 tíma samfellt tveimur árum fyrir það til styrktar Píeta. Sölvi hleypur einnig til stuðnings Píeta eftir að hafa gengið í gegnum erfiðar raunir. „Fyrir ári síðan, akkúrat myndi ég segja, um þetta leyti. Þá var ég alveg á botninum í mínu lífi. Síðan þróaðist það út í það að ég leitaði mér hjálpar. Svo ári síðar var ég bara; Vó tíminn er svo fljótur að líða. Tíminn er fljótur að líða þegar maður vinnur í sjálfum sér.“ Alltaf von handan við hornið Hann hvetur aðra unga stráka til að huga meira að andlegri heilsu. „Mér finnst bara að strákar verða að sýna tilfinningar. Maður sér svo oft einhvern labba og bara það er ekkert að mér. Skilurðu? En það er alltaf þannig. “ Myndirðu vilja hvetja stráka til að leita sér hjálpar í auknum mæli? „Bara algjörlega. Ekki hika við það! Það er betra að leita sér hjálpar. Það er alltaf von. Bara eins og stendur hérna. Það er alltaf von og þú kemst í gegnum þetta.“
Hlaup Heilsa Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira