Ætlar að gera allt í sínu valdi til að tryggja rekstur Kaffistofunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 23:02 Inga Sæland hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Kaffistofu Samhjálpar og ætlar að gera allt sem hún getur til að tryggja reksturinn. Vísir/Einar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segist hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofu Samhjálpar og segist ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja áframhaldandi rekstur kaffistofunnar. Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamótin september-október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, sagðist í maí hafa áhyggjur af því að nýtt húsnæði finndist ekki í tæka tíð. Samtökin hafa verið í virkri leit að húsnæði í rúmt ár og vilja helst fá nýtt húsnæði miðsvæðis upp á nálægð við gistiskýli á Granda og Lindargötu og neyslurýmið Ylju. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á ríkisstjórnarfundi út í lokun Kaffistofunnar og hvort hún hefði áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef miklar áhyggjur af því vegna þess að þetta er ómetanlegt starf sem Samhjálp er að vinna fyrir okkar minnstu bræður og systur sem búa við erfiðustu aðstæðurnar í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland. Málið væri til meðferðar í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. „Við munum aldrei láta það gerast í rauninni að þau fái ekki þær úrbætur sem þau þurfa til þess að geta haldið áfram sínu góða starfi,“ sagði hún. Þið munuð tryggja það að reksturinn haldist áfram þarna? „Við erum að minnsta kosti að vinna í því að gera allt sem í okkar valdi stendur. Þannig mínar vonir standa til þess,“ sagði Inga. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamótin september-október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, sagðist í maí hafa áhyggjur af því að nýtt húsnæði finndist ekki í tæka tíð. Samtökin hafa verið í virkri leit að húsnæði í rúmt ár og vilja helst fá nýtt húsnæði miðsvæðis upp á nálægð við gistiskýli á Granda og Lindargötu og neyslurýmið Ylju. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á ríkisstjórnarfundi út í lokun Kaffistofunnar og hvort hún hefði áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef miklar áhyggjur af því vegna þess að þetta er ómetanlegt starf sem Samhjálp er að vinna fyrir okkar minnstu bræður og systur sem búa við erfiðustu aðstæðurnar í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland. Málið væri til meðferðar í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. „Við munum aldrei láta það gerast í rauninni að þau fái ekki þær úrbætur sem þau þurfa til þess að geta haldið áfram sínu góða starfi,“ sagði hún. Þið munuð tryggja það að reksturinn haldist áfram þarna? „Við erum að minnsta kosti að vinna í því að gera allt sem í okkar valdi stendur. Þannig mínar vonir standa til þess,“ sagði Inga. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira