„Ég vil fá að ráða hvar ég slátra og hverja ég er í viðskiptum við“ Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júní 2025 13:01 Berglind er verulega ósátt við breytingu á búvörulögum og framgang Bændasamtakanna í því máli. Aðsend Berglind Hlín Baldursdóttir, bóndi í Miðhúsum, segir dóm Hæstaréttar um búvörulögin mikil vonbrigði. Bændasamtökin hafi ekki talað fyrir hagsmunum bænda. Bændur í Húnavatnssýslu búi nú við óvissu og viti ekki hvar þau geti slátrað í haust. Hún vonar að Alþingi samþykki breytingu á lögunum aftur til fyrra horfs. Búvörulögum var breytt á síðasta kjörtímabili sem gerði afurðastöðvarnar undanþegnar samkeppnislögum. Á grundvelli laganna hefur Kaupfélag Skagfirðinga til að mynda getað keypt Kjarnafæði Norðlenska, án þess að Samkeppniseftirlitið hafi getað gert athugasemd við það. Kaupfélagið lokaði svo afurðastöð sinni á Blönduósi, SAH-afurðum, í mars og sagði upp 23 af 28 starfsmönnum. „Ég er bóndi og framleiði bæði kjöt og mjólk. Búið okkar hjóna framleiðir um það bil 18 tonn af kjöti árlega sem við höfum lagt inn hjá Kjarnafæði á Blönduósi og áður lögðum við inn hjá SAH- afurðum. Fengum þar góða þjónustu og áttum góð samskipti við. Nú eftir dóm hæstaréttar í síðustu viku, sem voru vonbrigði fyrir mig, veit ég ekki hvar ég á að koma mínum afurðum í verð og ég er þess líka fullviss að það eru fleiri í minni stöðu,“ segir Berglind í aðsendri grein um málið á Vísi í dag. Þar vísar hún í dóm Hæstaréttar þar sem Samkeppniseftirlitið var sýknað af kröfum Innness í búvörulagamálinu. Með dómnum má segja að Hæstiréttur hafi gefið grænt ljós á búvörulögin en ríkisstjórnin hefur þó boðað breytingu á lögunum til fyrra horfs. Atvinnuvegaráðherra lagði fram frumvarp þess efnis í febrúar og fór málið í fyrri umræðu í mars og svo til atvinnuveganefndar. Þar hefur frumvarpið verið rætt átta sinnum, síðast þann 20. maí. 24 hafa skilað inn umsögn um málið. Gat ekki þagað lengur Í grein sinni á Vísi í dag segir Berglind bændaforystuna tala „ansi fjálglega“ um að sameining afurðastöðva sé nauðsynleg fyrir íslenskan landbúnað og að hagsmunir bænda hafi verið hafðir að leiðarljósi. „Ég var alltaf svo viss um að hæstiréttur myndi fella lögin úr gildi. En svo í síðustu viku kom í ljós að þau yrðu ekki felld úr gildi og þeir gætu haldið áfram samþjöppun á markaði. Þá ákvað ég að það nú komið og það væri kannski bara gott að skrifa að það væru ekki allir himinsælir með þetta,“ segir hún í samtali við fréttastofu um aðsenda grein sína. Hún segir það algjörlega ekki sína upplifun að bændur séu ánægðir með þessa breytingu á búvörulögunum og afleiðingarnar séu strax komnar í ljós. „Bæði meðal annarra bænda, sérstaklega í Húnavatnssýslu. Við stöndum frammi fyrir því núna að við vitum ekki hvar við eigum að slátra eða hver getur slátrað fyrir okkur. Kannski þurfum við bara að setja allt á í haust því sláturhúsin sem eftir eru geta ekki slátrað lömbunum okkar.“ Vilji ekki slátra hjá KS Berglind vísar þar í lokun afurðarstöðvar SAH í mars en tilkynnt var um lokunina í kjölfar samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis í júlí í fyrra. Hún segist hafa átt samtöl við bændur í sveitinni og það séu langflestir í sömu stöðu og óvissu. Hún segist hafa skynjað ákveðna kergju yfir því að Kaupfélag Skagfirðinga hafi keypt Kjarnafæði og margir ósáttir við hvernig að því var staðið og langi ekki að leggja afurðirnar inn þar. „Þær upplýsingar sem við höfum fengið er að þeir geta tekið smá á Húsavík og þeir geta kannski bætt einhverju við sig á Hvammstanga. En þetta talsvert meira en eitthvað og smá.“ Hún segir óvíst hversu miklu verður slátrað á Blönduósi. Lokunin hafi borið brátt að og eigendur virðist ekki hafa skoðað hver ætti að þjónusta bændur í staðinn. Berglind segir áríðandi að bæði fá svör um slátrun í haust, en líka að lögunum verði breytt á ný svo hægt verði að snúa þessari þróun við. „Það er ekkert búið að tala við okkur. Mér finnst það dálítið alvarlegt í þessu. Við sem slátruðum á Blönduósi, það er ekkert bara í Húnavatnssýslu, það eru allar Strandirnar og Vestfirðirnir. Það er enginn sem hefur haft samband. Fái óskorað vald til að ákveða verð Hún segir það hafa kveikt viðvörunarbjöllum og að með lokuninni hafi bændur verið settir í afar slæma stöðu. Þau búi við stöðuga óvissu og viti hreinlega ekki hvort þau geti slátrað í haust. „Þegar forystumenn bænda og Framsóknarflokksins stóðu þarna og sögðu þetta besta fyrir bændur. Þá stóðu bændur og sögðu hvernig, hvernig getur þetta verið gott fyrir okkur?“ Gott fyrir einhverja bændur kannski? „Já, þá sem eiga í afurðastöð. Ég á ekki í afurðastöð.“ Berglind segir í grein sinni að stóraukin samþjöppun á afurðastöðvum muni færa þeim óskorað vald til að ákveða verð á bæði afurðum og svo til neytenda. „Þegar afurðastöðvar sameinast og verða svo stórar að enginn raunverulegur valkostur er til staðar, er ekki lengur hægt að tala um frjálsa samkeppni. Það sem áður var samstarf, mun aftur verða einokun og einræði sem ég taldi að tilheyrði fortíðinni,“ segir Berglind í grein sinni. Hún segir áríðandi að lögunum verði breytt aftur. „Ef þessar breytingar fá fram að ganga hér verður afurðastöðvum heimilað að samræma verð, skilyrða markaðsaðgang og taka ákvarðanir sem áður voru á valdi bænda sjálfra. Þessar undanþágur frá samkeppnislögum eru of víðtækar og of óskýrt afmarkaðar. Þær tryggja ekki jafnvægi heldur gera stórum afurðastöðvum kleift að ákveða hvar bændur mega selja, og á hvaða kjörum,“ segir Berglind og að þetta setji bændur í undarlega stöðu. Samkeppniseftirlitið hafi gætt hagsmuna bænda Samkeppniseftirlitið hafi tekið að sér hagsmunagæslu fyrir bændur í stað Bændasamtakanna og bent ítrekað á að þessi framkvæmd gangi gegn hagsmunum bænda, þar sem hún eyðileggur samningsstöðu þeirra og útilokar raunverulegt val okkar. Hún segist vilja sjá Bændasamtökin ganga harðar fram fyrir hagsmunum hennar og annarra bænda. „Það væri kannski að þau gætu lofað að þetta væru mínir hagsmunir. Það hefur enginn sagt það og það hefur enginn útskýrt fyrir okkur hvernig þetta geta verið okkar hagsmunir, að tapa okkar samningsstöðu. Það er ekki það sem ég vil. Ég vil fá að hvar ég lóga fénu mínu. Ég vil fá að ráða hvar ég slátra og hverja ég er í viðskiptum við. Ég vil ekki að Bændasamtökin stjórni því.“ Húnabyggð Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Samkeppnismál Búvörusamningar Framsóknarflokkurinn Félagasamtök Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlendir framleiðendur stunda samkeppnishindranir með landbúnaðarvörur að mati Félags atvinnurekenda. Framleiðendur bjóði hæst í tollkvóta á búvörum til að halda uppi verði á eigin vörum. Dótturfélög sjái oftast um viðskiptin. Framkvæmdastjóri segir brýnt að stjórnvöld skerist í leikinn 10. desember 2024 21:11 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. 5. mars 2025 17:26 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Búvörulögum var breytt á síðasta kjörtímabili sem gerði afurðastöðvarnar undanþegnar samkeppnislögum. Á grundvelli laganna hefur Kaupfélag Skagfirðinga til að mynda getað keypt Kjarnafæði Norðlenska, án þess að Samkeppniseftirlitið hafi getað gert athugasemd við það. Kaupfélagið lokaði svo afurðastöð sinni á Blönduósi, SAH-afurðum, í mars og sagði upp 23 af 28 starfsmönnum. „Ég er bóndi og framleiði bæði kjöt og mjólk. Búið okkar hjóna framleiðir um það bil 18 tonn af kjöti árlega sem við höfum lagt inn hjá Kjarnafæði á Blönduósi og áður lögðum við inn hjá SAH- afurðum. Fengum þar góða þjónustu og áttum góð samskipti við. Nú eftir dóm hæstaréttar í síðustu viku, sem voru vonbrigði fyrir mig, veit ég ekki hvar ég á að koma mínum afurðum í verð og ég er þess líka fullviss að það eru fleiri í minni stöðu,“ segir Berglind í aðsendri grein um málið á Vísi í dag. Þar vísar hún í dóm Hæstaréttar þar sem Samkeppniseftirlitið var sýknað af kröfum Innness í búvörulagamálinu. Með dómnum má segja að Hæstiréttur hafi gefið grænt ljós á búvörulögin en ríkisstjórnin hefur þó boðað breytingu á lögunum til fyrra horfs. Atvinnuvegaráðherra lagði fram frumvarp þess efnis í febrúar og fór málið í fyrri umræðu í mars og svo til atvinnuveganefndar. Þar hefur frumvarpið verið rætt átta sinnum, síðast þann 20. maí. 24 hafa skilað inn umsögn um málið. Gat ekki þagað lengur Í grein sinni á Vísi í dag segir Berglind bændaforystuna tala „ansi fjálglega“ um að sameining afurðastöðva sé nauðsynleg fyrir íslenskan landbúnað og að hagsmunir bænda hafi verið hafðir að leiðarljósi. „Ég var alltaf svo viss um að hæstiréttur myndi fella lögin úr gildi. En svo í síðustu viku kom í ljós að þau yrðu ekki felld úr gildi og þeir gætu haldið áfram samþjöppun á markaði. Þá ákvað ég að það nú komið og það væri kannski bara gott að skrifa að það væru ekki allir himinsælir með þetta,“ segir hún í samtali við fréttastofu um aðsenda grein sína. Hún segir það algjörlega ekki sína upplifun að bændur séu ánægðir með þessa breytingu á búvörulögunum og afleiðingarnar séu strax komnar í ljós. „Bæði meðal annarra bænda, sérstaklega í Húnavatnssýslu. Við stöndum frammi fyrir því núna að við vitum ekki hvar við eigum að slátra eða hver getur slátrað fyrir okkur. Kannski þurfum við bara að setja allt á í haust því sláturhúsin sem eftir eru geta ekki slátrað lömbunum okkar.“ Vilji ekki slátra hjá KS Berglind vísar þar í lokun afurðarstöðvar SAH í mars en tilkynnt var um lokunina í kjölfar samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis í júlí í fyrra. Hún segist hafa átt samtöl við bændur í sveitinni og það séu langflestir í sömu stöðu og óvissu. Hún segist hafa skynjað ákveðna kergju yfir því að Kaupfélag Skagfirðinga hafi keypt Kjarnafæði og margir ósáttir við hvernig að því var staðið og langi ekki að leggja afurðirnar inn þar. „Þær upplýsingar sem við höfum fengið er að þeir geta tekið smá á Húsavík og þeir geta kannski bætt einhverju við sig á Hvammstanga. En þetta talsvert meira en eitthvað og smá.“ Hún segir óvíst hversu miklu verður slátrað á Blönduósi. Lokunin hafi borið brátt að og eigendur virðist ekki hafa skoðað hver ætti að þjónusta bændur í staðinn. Berglind segir áríðandi að bæði fá svör um slátrun í haust, en líka að lögunum verði breytt á ný svo hægt verði að snúa þessari þróun við. „Það er ekkert búið að tala við okkur. Mér finnst það dálítið alvarlegt í þessu. Við sem slátruðum á Blönduósi, það er ekkert bara í Húnavatnssýslu, það eru allar Strandirnar og Vestfirðirnir. Það er enginn sem hefur haft samband. Fái óskorað vald til að ákveða verð Hún segir það hafa kveikt viðvörunarbjöllum og að með lokuninni hafi bændur verið settir í afar slæma stöðu. Þau búi við stöðuga óvissu og viti hreinlega ekki hvort þau geti slátrað í haust. „Þegar forystumenn bænda og Framsóknarflokksins stóðu þarna og sögðu þetta besta fyrir bændur. Þá stóðu bændur og sögðu hvernig, hvernig getur þetta verið gott fyrir okkur?“ Gott fyrir einhverja bændur kannski? „Já, þá sem eiga í afurðastöð. Ég á ekki í afurðastöð.“ Berglind segir í grein sinni að stóraukin samþjöppun á afurðastöðvum muni færa þeim óskorað vald til að ákveða verð á bæði afurðum og svo til neytenda. „Þegar afurðastöðvar sameinast og verða svo stórar að enginn raunverulegur valkostur er til staðar, er ekki lengur hægt að tala um frjálsa samkeppni. Það sem áður var samstarf, mun aftur verða einokun og einræði sem ég taldi að tilheyrði fortíðinni,“ segir Berglind í grein sinni. Hún segir áríðandi að lögunum verði breytt aftur. „Ef þessar breytingar fá fram að ganga hér verður afurðastöðvum heimilað að samræma verð, skilyrða markaðsaðgang og taka ákvarðanir sem áður voru á valdi bænda sjálfra. Þessar undanþágur frá samkeppnislögum eru of víðtækar og of óskýrt afmarkaðar. Þær tryggja ekki jafnvægi heldur gera stórum afurðastöðvum kleift að ákveða hvar bændur mega selja, og á hvaða kjörum,“ segir Berglind og að þetta setji bændur í undarlega stöðu. Samkeppniseftirlitið hafi gætt hagsmuna bænda Samkeppniseftirlitið hafi tekið að sér hagsmunagæslu fyrir bændur í stað Bændasamtakanna og bent ítrekað á að þessi framkvæmd gangi gegn hagsmunum bænda, þar sem hún eyðileggur samningsstöðu þeirra og útilokar raunverulegt val okkar. Hún segist vilja sjá Bændasamtökin ganga harðar fram fyrir hagsmunum hennar og annarra bænda. „Það væri kannski að þau gætu lofað að þetta væru mínir hagsmunir. Það hefur enginn sagt það og það hefur enginn útskýrt fyrir okkur hvernig þetta geta verið okkar hagsmunir, að tapa okkar samningsstöðu. Það er ekki það sem ég vil. Ég vil fá að hvar ég lóga fénu mínu. Ég vil fá að ráða hvar ég slátra og hverja ég er í viðskiptum við. Ég vil ekki að Bændasamtökin stjórni því.“
Húnabyggð Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Samkeppnismál Búvörusamningar Framsóknarflokkurinn Félagasamtök Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlendir framleiðendur stunda samkeppnishindranir með landbúnaðarvörur að mati Félags atvinnurekenda. Framleiðendur bjóði hæst í tollkvóta á búvörum til að halda uppi verði á eigin vörum. Dótturfélög sjái oftast um viðskiptin. Framkvæmdastjóri segir brýnt að stjórnvöld skerist í leikinn 10. desember 2024 21:11 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. 5. mars 2025 17:26 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlendir framleiðendur stunda samkeppnishindranir með landbúnaðarvörur að mati Félags atvinnurekenda. Framleiðendur bjóði hæst í tollkvóta á búvörum til að halda uppi verði á eigin vörum. Dótturfélög sjái oftast um viðskiptin. Framkvæmdastjóri segir brýnt að stjórnvöld skerist í leikinn 10. desember 2024 21:11
Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40
„Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. 5. mars 2025 17:26