Þegar undirskrift skiptir máli – um gervigreind, vottun og verðmæti mannlegra athafna Henning Arnór Úlfarsson skrifar 5. júní 2025 08:02 Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini. Þessi hefðbundna athöfn, sem virðist á yfirborðinu bæði tímafrek og auðveldlega sjálfvirknivædd, ber með sér ákveðinn boðskap: það felst virðing í því að manneskja framkvæmi hana. Auðvitað væri tæknilega auðvelt að skipta þessu ferli út fyrir stimpil eða jafnvel prentaða undirskrift. En með því að fólk riti nafnið sitt með penna á skírteinin gefum við þeim dýpri merkingu. Við segjum við útskriftarnemana: Við sjáum ykkur, við metum ykkur, og við vottum árangur ykkar með undirskriftinni. Þessi athöfn er lýsandi dæmi um stærra samfélagslegt samtal sem nú á sér stað um notkun gervigreindar. Já, margt má gera með vélum – og það á líka við í störfum okkar tölvunarfræðinga. Gervigreind getur leyst ákveðin verkefni, hvort sem það er greining gagna, gerð efnis, eða jafnvel forritun. En sum verkefni fá einfaldlega meira vægi þegar þau eru unnin af manneskju. Þetta á ekki bara við um undirskriftir heldur líka um forrit sem eru vel hönnuð, með mannlega innsýn, skýrleika og ábyrgð að leiðarljósi. Framundan verður sífellt mikilvægara að geta vottað hver gerði hvað – hvort sem það er listaverk, fræðigrein, eða hugbúnaður. Hvernig vitum við hvort eitthvað var skrifað af manneskju eða gervigreind? Hver ber ábyrgð á hverju? Þar koma dulmálsfræði og bálkakeðjur (e. cryptography and blockchains) inn í myndina – tæknin sem gerir okkur kleift að rekja uppruna verks, festa í sessi hver bjó það til, og tryggja að það sem við leggjum mat á sé raunverulega það sem það segist vera. Tölvunarfræðin er fagið sem sameinar allt þetta: hvernig við hönnum gervigreind, hvenær við ættum – og ættum ekki – að nota hana, hvernig við vottum og verndum verk, og hvernig við tryggjum að tæknin þjóni fólki en ekki öfugt. Ef þig langar að vera hluti af því að móta þessa framtíð, þá er tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík rétti staðurinn fyrir þig. Við bjóðum ekki bara upp á tæknilega færni – heldur líka álit, innsýn og ábyrgð. Taktu þátt í að stýra byltingu atvinnulífs og samfélagsins með okkur! Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini. Þessi hefðbundna athöfn, sem virðist á yfirborðinu bæði tímafrek og auðveldlega sjálfvirknivædd, ber með sér ákveðinn boðskap: það felst virðing í því að manneskja framkvæmi hana. Auðvitað væri tæknilega auðvelt að skipta þessu ferli út fyrir stimpil eða jafnvel prentaða undirskrift. En með því að fólk riti nafnið sitt með penna á skírteinin gefum við þeim dýpri merkingu. Við segjum við útskriftarnemana: Við sjáum ykkur, við metum ykkur, og við vottum árangur ykkar með undirskriftinni. Þessi athöfn er lýsandi dæmi um stærra samfélagslegt samtal sem nú á sér stað um notkun gervigreindar. Já, margt má gera með vélum – og það á líka við í störfum okkar tölvunarfræðinga. Gervigreind getur leyst ákveðin verkefni, hvort sem það er greining gagna, gerð efnis, eða jafnvel forritun. En sum verkefni fá einfaldlega meira vægi þegar þau eru unnin af manneskju. Þetta á ekki bara við um undirskriftir heldur líka um forrit sem eru vel hönnuð, með mannlega innsýn, skýrleika og ábyrgð að leiðarljósi. Framundan verður sífellt mikilvægara að geta vottað hver gerði hvað – hvort sem það er listaverk, fræðigrein, eða hugbúnaður. Hvernig vitum við hvort eitthvað var skrifað af manneskju eða gervigreind? Hver ber ábyrgð á hverju? Þar koma dulmálsfræði og bálkakeðjur (e. cryptography and blockchains) inn í myndina – tæknin sem gerir okkur kleift að rekja uppruna verks, festa í sessi hver bjó það til, og tryggja að það sem við leggjum mat á sé raunverulega það sem það segist vera. Tölvunarfræðin er fagið sem sameinar allt þetta: hvernig við hönnum gervigreind, hvenær við ættum – og ættum ekki – að nota hana, hvernig við vottum og verndum verk, og hvernig við tryggjum að tæknin þjóni fólki en ekki öfugt. Ef þig langar að vera hluti af því að móta þessa framtíð, þá er tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík rétti staðurinn fyrir þig. Við bjóðum ekki bara upp á tæknilega færni – heldur líka álit, innsýn og ábyrgð. Taktu þátt í að stýra byltingu atvinnulífs og samfélagsins með okkur! Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun